Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2015 22:30 Hæstaréttardómarar eru meðal þeirra sem ákvörðunin tekur til. vísir/stefán Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30