Körfubolti

Sjáið klúður Stólanna og sigurkörfu Hauks í fyrsta heimaleiknum| Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það voru dramatískar lokasekúndurnar í kvöld þegar Njarðvíkingar slógu Tindastólsmenn út út 32 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta.

Haukur Helgi Pálsson, sem var að spila sinn fyrsta heimaleik með Njarðvík, skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti rétt fyrir leikslok.

Haukur Helgi skoraði alls 20 stig og það er ljóst að hann er strax byrjaður að hafa mikil áhrif á tímabilið hjá Njarðvíkingum.

Stólarnir fengu sókn til þess að tryggja sér sigur og sæti í sextán liða úrslitunum en hún gekk mjög illa og endaði með loftbolta.

Logi Gunnarsson náði frákastinu, keyrði upp völlinn og gaf á galopinn Hauk Helga Pálsson sem tryggði Njarðvík sigurinn.

Hér fyrir ofan má sjá þessar síðustu 22 sekúndur leiksins í Ljónagryfjunni þegar úrslitin réðust.


Tengdar fréttir

Lauflétt hjá Haukum í Hólminum

Haukar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta eftir öruggan 44 stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 89-45.

Þessi lið verða í pottinum á morgun

32 liða úrslitum Poweradebikars karla í fótbolta fóru fram um helgina og lauk í kvöld með þremur leikjum þar sem Njarðvík, KR og Haukar voru þrjú síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×