Minntust Árna Steinars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2015 14:28 Árni Steinar Jóhannsson. Þingmenn minntust Árna Steinars Jóhannssonar, fyrrverandi alþingismanns, á þingfundi í dag. Árni Steinn lést síðla sunnudags á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Hann var aðeins 62 ára að aldri, en hafði um nokkur misseri barist við krabbamein.Einar Kr. Guðfinsson, forseti Alþingis, minntist Árna í ræðu sem lesa má hér að neðan. Að henni lokinni risu þingmenn úr sætum til að votta honum virðingu sína og minnast hans.Árni Steinar Jóhannsson var fæddur á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar voru Jóhann Ásgrímsson Helgason sjómaður og kona hans, Valrós Árnadóttir verslunarmaður.Árni Steinar lauk gagnfræðaprófi á Dalvík 1969. Eftir árs nám í framhaldsskóla í Bandaríkjunum fór hann í Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk prófi þaðan árið 1974 og framhaldsnám stundaði hann í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm ár, til ársins 1979. Þá fluttist hann til Akureyrar og varð garðyrkjustjóri þar og síðar umhverfisstjóri fram til 1999 er hann var kosinn á Alþingi. Að lokinni þingmennsku var Árni Steinar um tíma sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfismálum en síðar var hann ráðinn umhverfisstjóri Fjarðabyggðar og gegndi því starfi meðan kraftar entust. Árni Steinar sat í stjórnum félaga og stofnana á sérsviði sínu og tók þátt í alþjóðlegri samvinnu garðyrkju- og skógræktarmanna. Hann sat í stjórn Rariks frá árinu 2008 til 2014, og sem stjórnarformaður frá því í maí 2009.Sem ungur maður var Árni Steinar Jóhannsson mjög áhugasamur um þjóðmál, hafði róttækar skoðanir og barðist ekki hvað síst fyrir sjónarmiðum landsbyggðar og valddreifingar. Gætti þess mjög í málflutningi hans og verkum innan þings og utan. Hann leiddi lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og náði athyglisverðum árangri, skorti lítið á til að hljóta þingsæti. Hann var síðar í framboði fyrir Alþýðubandalagið og óháða, og árið 1999 var hann í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var kosinn þingmaður það kjörtímabil, til vors 2003. Hann hafði áður verið varaþingmaður tvívegis og tvisvar sinnum síðar tók hann sæti varamanns. Hann sat á níu þingum alls. Árni Steinar var einn af varaforsetum Alþingis meðan hann átti hér fast sæti og var þar dugmikill, vel látinn og mikill mannasættir. Fyrir vikið varð hann vinmargur og skipti þá engu hvort í hlut áttu pólitískir samherjar eða andstæðingar.Árni Steinar Jóhannsson verður þeim sem með honum störfuðu á Alþingi, svo og öðrum sem honum kynntust, minnisstæður fyrir hve hreinskiptinn hann var, glaðlyndur og gamansamur, en jafnframt skyldurækinn, vandvirkur fagmaður og metnaðarfullur við störf sín. Hann hafði græna fingur og vann brautryðjendastörf í umhverfismálum víða um land. Hann naut vinsælda hvar sem hann starfaði fyrir einlægni sína, þekkingu og áhuga á verkefnum sínum og skilur eftir í hugum samferðamanna hugljúfa mynd af drengskaparmanni. Alþingi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Þingmenn minntust Árna Steinars Jóhannssonar, fyrrverandi alþingismanns, á þingfundi í dag. Árni Steinn lést síðla sunnudags á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Hann var aðeins 62 ára að aldri, en hafði um nokkur misseri barist við krabbamein.Einar Kr. Guðfinsson, forseti Alþingis, minntist Árna í ræðu sem lesa má hér að neðan. Að henni lokinni risu þingmenn úr sætum til að votta honum virðingu sína og minnast hans.Árni Steinar Jóhannsson var fæddur á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar voru Jóhann Ásgrímsson Helgason sjómaður og kona hans, Valrós Árnadóttir verslunarmaður.Árni Steinar lauk gagnfræðaprófi á Dalvík 1969. Eftir árs nám í framhaldsskóla í Bandaríkjunum fór hann í Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk prófi þaðan árið 1974 og framhaldsnám stundaði hann í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm ár, til ársins 1979. Þá fluttist hann til Akureyrar og varð garðyrkjustjóri þar og síðar umhverfisstjóri fram til 1999 er hann var kosinn á Alþingi. Að lokinni þingmennsku var Árni Steinar um tíma sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfismálum en síðar var hann ráðinn umhverfisstjóri Fjarðabyggðar og gegndi því starfi meðan kraftar entust. Árni Steinar sat í stjórnum félaga og stofnana á sérsviði sínu og tók þátt í alþjóðlegri samvinnu garðyrkju- og skógræktarmanna. Hann sat í stjórn Rariks frá árinu 2008 til 2014, og sem stjórnarformaður frá því í maí 2009.Sem ungur maður var Árni Steinar Jóhannsson mjög áhugasamur um þjóðmál, hafði róttækar skoðanir og barðist ekki hvað síst fyrir sjónarmiðum landsbyggðar og valddreifingar. Gætti þess mjög í málflutningi hans og verkum innan þings og utan. Hann leiddi lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og náði athyglisverðum árangri, skorti lítið á til að hljóta þingsæti. Hann var síðar í framboði fyrir Alþýðubandalagið og óháða, og árið 1999 var hann í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var kosinn þingmaður það kjörtímabil, til vors 2003. Hann hafði áður verið varaþingmaður tvívegis og tvisvar sinnum síðar tók hann sæti varamanns. Hann sat á níu þingum alls. Árni Steinar var einn af varaforsetum Alþingis meðan hann átti hér fast sæti og var þar dugmikill, vel látinn og mikill mannasættir. Fyrir vikið varð hann vinmargur og skipti þá engu hvort í hlut áttu pólitískir samherjar eða andstæðingar.Árni Steinar Jóhannsson verður þeim sem með honum störfuðu á Alþingi, svo og öðrum sem honum kynntust, minnisstæður fyrir hve hreinskiptinn hann var, glaðlyndur og gamansamur, en jafnframt skyldurækinn, vandvirkur fagmaður og metnaðarfullur við störf sín. Hann hafði græna fingur og vann brautryðjendastörf í umhverfismálum víða um land. Hann naut vinsælda hvar sem hann starfaði fyrir einlægni sína, þekkingu og áhuga á verkefnum sínum og skilur eftir í hugum samferðamanna hugljúfa mynd af drengskaparmanni.
Alþingi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira