Bjarni: Höfum ekkert við menn að gera sem vilja ekki vera í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 14:34 Bjarni Jóhannsson með Pablo Punyed á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega kampakátur í dag þegar Pablo Punyed, miðjumaðurinn öflugi, skrifaði undir tveggja ára samning við Eyjaliðið. Punyed, sem var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í fyrra, hefur spilað hér á landi síðan 2012.„Þetta er stórt nafn í íslenskum fótbolta og einn af betri miðjumönnunum,“ segir Bjarni.Sjá einnig:Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er „Við erum að endurnýja liðið okkar. Það verða töluverðar breytingar á því. Þetta er flott byrjun á því,“ segir hann, en Bjarni ætlar að fá fleiri leikmenn til liðsins á næstu vikum. „Við viljum helst að ná í betri leikmenn en voru hjá liðinu í fyrra. Það verður svolítil uppstokkun á okkar hópi núna. Þetta er frábær byrjun á því og vonandi verða þeir leikmenn sem við náum í á næstunni í stíl við þessi kaup.“Myrkraverk ÍBV missti á dögunum tvo byrjunarliðsmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann José „Sito“ Enrique sem báðir fóru í Fylki. Bjarni vildi halda þeim báðum. „Að sjálfsögðu vildi ég halda öllum leikmannahópnum en ef menn vilja ekki vera í Vestmannaeyjum höfum við ekkert að gera við þá. Það er afskaplega einfalt,“ sagði Bjarni. „Það er ekki hægt að líkja brotthvarfi Víðis og Sito saman. Víðir taldi sig þurfa á nýrri áskorun að halda. Hann var samningslaus og réði ferðinni sjálfur. Ég vildi halda honum og Sito en það voru einhver myrkraverk í því dæmi.“Hemma boðið á Þjóðhátíð Sem fyrr segir fóru þeir báðir í Fylki þar sem Eyjamaðurinn sjálfur, Hermann Hreiðarsson, er maðurinn í brúnni. Er hann velkominn á Þjóðhátíð eftir þessar ránsferðir til Eyja? „Já, örugglega. Það er alltaf líf í kringum Hemma. Hann verður alltaf Vestmannaeyingur en þessi bransi er bara harður. Baráttan á leikmannamarkaðnum er ekkert minni en baráttan inni á vellinum,“ segir Bjarni, en hvað vill hann gera með Eyjaliðið á næstu leiktíð? „Ég vil komast úr þessari fallbaráttu til að byrja með. Við gefum engar stærri yfirlýsingar í bili. Við reynnum að manna okkur almennilega upp núna, æfa vel í vetur og mæta með ferskan leikstíl næsta vor,“ segir Bjarni Jóhannsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega kampakátur í dag þegar Pablo Punyed, miðjumaðurinn öflugi, skrifaði undir tveggja ára samning við Eyjaliðið. Punyed, sem var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í fyrra, hefur spilað hér á landi síðan 2012.„Þetta er stórt nafn í íslenskum fótbolta og einn af betri miðjumönnunum,“ segir Bjarni.Sjá einnig:Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er „Við erum að endurnýja liðið okkar. Það verða töluverðar breytingar á því. Þetta er flott byrjun á því,“ segir hann, en Bjarni ætlar að fá fleiri leikmenn til liðsins á næstu vikum. „Við viljum helst að ná í betri leikmenn en voru hjá liðinu í fyrra. Það verður svolítil uppstokkun á okkar hópi núna. Þetta er frábær byrjun á því og vonandi verða þeir leikmenn sem við náum í á næstunni í stíl við þessi kaup.“Myrkraverk ÍBV missti á dögunum tvo byrjunarliðsmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann José „Sito“ Enrique sem báðir fóru í Fylki. Bjarni vildi halda þeim báðum. „Að sjálfsögðu vildi ég halda öllum leikmannahópnum en ef menn vilja ekki vera í Vestmannaeyjum höfum við ekkert að gera við þá. Það er afskaplega einfalt,“ sagði Bjarni. „Það er ekki hægt að líkja brotthvarfi Víðis og Sito saman. Víðir taldi sig þurfa á nýrri áskorun að halda. Hann var samningslaus og réði ferðinni sjálfur. Ég vildi halda honum og Sito en það voru einhver myrkraverk í því dæmi.“Hemma boðið á Þjóðhátíð Sem fyrr segir fóru þeir báðir í Fylki þar sem Eyjamaðurinn sjálfur, Hermann Hreiðarsson, er maðurinn í brúnni. Er hann velkominn á Þjóðhátíð eftir þessar ránsferðir til Eyja? „Já, örugglega. Það er alltaf líf í kringum Hemma. Hann verður alltaf Vestmannaeyingur en þessi bransi er bara harður. Baráttan á leikmannamarkaðnum er ekkert minni en baráttan inni á vellinum,“ segir Bjarni, en hvað vill hann gera með Eyjaliðið á næstu leiktíð? „Ég vil komast úr þessari fallbaráttu til að byrja með. Við gefum engar stærri yfirlýsingar í bili. Við reynnum að manna okkur almennilega upp núna, æfa vel í vetur og mæta með ferskan leikstíl næsta vor,“ segir Bjarni Jóhannsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira