Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 82-73 | Njarðvíkingar unnu Stólana aftur en nú í framlengingu Styrmir Gauti Fjelsted skrifar 5. nóvember 2015 21:00 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Anton Njarðvíkingar unnu Stólanna í annað skiptið á fjórum dögum í kvöld þegar Njarðvík vann framlengdan leik liðanna í Ljónagryfjunni er liðin mættust í 5. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Njarðvík vann framlenginguna sannfærandi 18-9 og þar með leikinn með níu stiga mun, 82-73. Njarðvíkingar lönduðu sigrinum þrátt fyrir að hafa misst Hauka Helga Pálsson meiddan af velli á lokakaflanum. Njarðvík og Tindastóll mættust í hörkuviðureign í Ljónagryfjunni í kvöld. Þessi lið mættust einmitt í bikarnum mánudaginn síðastliðinn þar sem Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi. Arnþór Guðmundsson leikmaður Tindastóls var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í bikarleiknum á mánudag og því tók Ingvi Rafn sæti hans í byrjunarliðinu. Haukur Helgi mætti tilbúinn til leiks í kvöld og setti niður fjögur fyrstu stig heimamanna. Fínn hraði var í byrjun leiks en þó hægðist verulega á leiknum undir lok leikhlutans sem endaði 17-16 heimamönnum í vil. Jerome Hill Bandaríkjamaður Tindastólsmanna sem átti afleitan leik í bikarleiknum á mánudaginn kom ekkert við sögu í 1. leikhluta en byrjaði þó inni á í 2. leikhluta. Darrel Lewis byrjaði 2. leikhluta á bekknum og við það hrundi leikur gestanna. Ekkert gekk hjá þeim í sókninni en að sama skapi voru Njarðvíkingar ekki að nýta sér hve illa Tindastólsmenn voru að spila. Til marks um hve illa gekk hjá gestunum að skora, þá skoruðu þeir ekki sín fyrstu stig fyrr en fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum þegar Helgi Rafn minnkaði muninn í 24-18. Það var í raun ótrúlegt að munurinn var ekki meiri þar sem Njarðvík tók hvert sóknarfrákastið á fætur öðru ásamt því að spila hörku vörn. Hrollur fór um marga í stúkunni undir lok leikhlutans þegar Haukur Helgi haltraði útaf og virtist hafa meiðst í nára. Njarðvík átti lokasókn hálfleiksins sem endaði með því að Flake braut á Simmons, Flake fékk sína þriðju villu og Simmons tvö vítaskot sem hann klikkaði úr. Staðan í hálfleik því 33-24 heimamönnum í vil. Eins og hálfleikstölur gefa til kynna var ekki mikið um fína drætti í sóknarleik liðanna. Sóknarleikur Tindastólsmanna var stirður og var ekkert flæði í honum. Að sama skapi voru heimamenn klaufar að vera einungis níu stigum yfir. Stigahæstir í liði Njarðvíkinga voru Logi með 7 stig, Haukur Helgi með 6 stig og 5 fráköst og Simmons með 4 stig og 8 fráköst. Í liði Tindastól voru stigahæstir Lewis með 8 stig og 6 fráköst, Helgi Viggós með 6 stig og 3 fráköst og Flake með 6 stig. Haukur Helgi byrjaði inni á í seinni hálfleik en augljóst var að hann var ekki heill heilsu, hann haltraði um völlinn og vonandi að þessi meiðsl plagi hann ekki í næstu leikjum. Eitthvað hefur Kári sagt við sína menn í hálfleik því þeir mættu heldur betur tilbúnir til leiks. Pétur opnaði seinni hálfleikinn með því að setja niður fyrsta þriggja stiga skot gestanna í leiknum. Heimamönnum tókst loks að skora sín fyrstu stig í leikhlutanum þegar fjórar mínútur voru liðnar. Staðan á þessum tímapunkti 35-30 og augljóst var að Tindastólsmenn ætluðu selja sig dýrt í þessum leik. Lewis spilaði virkilega vel í þessum leikhluta og Jerome Hill tók loks við sér undur loks leikhlutans þegar hann setti niður þrist og fékk villu að auki. Gestirnir komust að lokum yfir og leiddu 47-50 eftir þrjá leikhluta. Tindastóll, sem einugis skoruðu 24 stig í öllum fyrri hálfleik, tóku sig til að skoruðu 26 stig í 3.leikhluta og stemmningin var þeirra megin. Augljóst var að Kári, þjálfari Tindastóls, lagði upp með að pressa stíft boltamanninn og gerðu barkverðir þeirra virkilega vel í því allan leikinn og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Liðin héldu áfram að spila hörkuvarnir í 4.leikhluta og var lítið skorað í byrjun hans. Skemmtilegt atvik átti sér stað um miðjan leikhlutan þegar Jón Arnór leikmaður Njarðvíkur hélt í smástund að hann væri að spila drengjaflokksleik þegar hann reyndi ,,finger-roll’’ skot frá vítalínunni sem Darrell Flake blokkaði út á miðjan völl. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks setur Magic Baginski niður þrist og jafnar leikinn fyrir heimamenn 60-60 og hörku mínútur framundan. Þegar 35 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma setti Helgi Rafn niður stökkskot úr horninu og jafnaði leikinn 64-64. Liðin fengu sitthvort tækifærið til að vinna leikinn en ekkert varð úr því og því fór leikurinn í framlengingu. Njarðvíkingar mættu dýrvitlausir til leiks í framlengingu og völtuðu hreinlega yfir gestina. Allt í einu fóru þeir að hitta úr hverjum þristinum á fætur öðrum og þegar tvær mínútur voru eftir kemur Simmons sínum mönnum 9 stigum yfir. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að komast aftur inn í leikinn en skotin þeirra voru ekki að fara niður. Njarðvík kláraði leikinn á vítalínunni og fögnuðu að lokum sigri í hörkuleik sem gat í raun farið á báða vegu, lokatölur 82-73. Marquise Simmons átti stórgóðan leik fyrir Njarðvík í kvöld en hann skoraði 18 stig og tók hvorki meira né minna en 21 frákast. Hann var einnig að spila hörkuvörn og gaf sig allan fram í dag. Einnig átti Magic sinn besta leik á tímabilinu en hann skoraði 19 stig af bekknum auk þess að spila góða vörn á Lewis eftir að Haukur fór útaf. Logi Gunnarsson skoraði svo 18 stig en hann átti ekki sinn besta skotdag að þessu sinni og hitti einungis úr 1/8 þriggja stiga skotum sínum. Hjá gestunum voru Lewis og Helgi Rafn manna bestir. Lewis skoraði 23 stig og tók 14 fráköst og Helgi Rafn skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Jerome Hill átti einnig fínan seinni hálfleik en hann þarf að spila mikið betur ef hann ætlar klára tímabilið með Tindastólsmönnum. Hill endaði með 14 stig og 11 fráköst.Friðrik Ingi: Mjög sterkt að klára þennan leik Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur í leikslok og þá sérstaklega með varnaleik sinna manna. „Mér fannst varnarleikurinn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, vera algjörlega frábær. Sóknarleikurinn var kannski ekki alveg jafn góður og við hefðum getað verið meira yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta bara stál í stál þar sem liðin skiptast á að hafa forystu. Mikill karakter í okkur að koma leiknum í framlengingu og klára leikinn," sagði Friðrik Ingi. Haukur Helgi Pálsson meiddist í leiknum og spilaði ekkert eftir þriðja leikhluta. „Það var mjög sterkt að klára þennan leik, sérstaklega í ljósi þess að við missum Hauk í raun helminginn af leiknum. Það var mjög sterkt fyrir hópinn að klára þetta," sagði Friðrik Ingi. Varnarleikur Njarðvíkinga hefur batnað til muna í seinustu tveimur leikjum. „Við höfum ekki haft mikinn tíma seinustu vikur til að fara í okkar varnaleik en við höfum núna aðeins verið að fara í varnarleikinn og hefur okkur tekist að skerpa aðeins á honum. Sóknin hefur kannski ekki alveg verið nægilega góð en það mun koma," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur. Kári: Mér fannst við geta unnið þetta Kári Marísson, þjálfari Tindastólsmanna, er búinn að stýra Tindastólsliðinu tvisvar í vetur og í báðum leikjunum hefur liðið tapað naumlega á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni. „Þessi leikur spilaðist svona nokkurn veginn eins og síðasti leikur. Stál í stál og varnir beggja liða voru virkilega góðar. Mér fannst við geta unnið þetta og það er því auðvitað virkilega fúlt að tapa þessum leik," sagði Kári. Tindastólsmenn skoruðu einungis 24 stig í fyrri hálfleik en Kári sagðist ekki hafa gert neinar róttækar breytingar í hálfleik. „Það var svo sem lítið sem hægt var að gera. Við fórum bara yfir það sem settum upp fyrir leikinn og ætluðum að mæta ákveðnir til leiks í seinni hálfleik," sagði Kári. Tindastólsliðið hefur nú tapaði fjórum leikjum í röð og næsti leikur er gegn Hetti á heimavelli. „Allir heimaleikir eru skyldusigrar að okkar mati. Okkur finnst við eiga vinna alla okkar heimaleiki og við förum með þannig hugarfar inn í þá. Á því verður engin breyting," sagði Kári Marísson.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Njarðvíkingar unnu Stólanna í annað skiptið á fjórum dögum í kvöld þegar Njarðvík vann framlengdan leik liðanna í Ljónagryfjunni er liðin mættust í 5. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Njarðvík vann framlenginguna sannfærandi 18-9 og þar með leikinn með níu stiga mun, 82-73. Njarðvíkingar lönduðu sigrinum þrátt fyrir að hafa misst Hauka Helga Pálsson meiddan af velli á lokakaflanum. Njarðvík og Tindastóll mættust í hörkuviðureign í Ljónagryfjunni í kvöld. Þessi lið mættust einmitt í bikarnum mánudaginn síðastliðinn þar sem Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi. Arnþór Guðmundsson leikmaður Tindastóls var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í bikarleiknum á mánudag og því tók Ingvi Rafn sæti hans í byrjunarliðinu. Haukur Helgi mætti tilbúinn til leiks í kvöld og setti niður fjögur fyrstu stig heimamanna. Fínn hraði var í byrjun leiks en þó hægðist verulega á leiknum undir lok leikhlutans sem endaði 17-16 heimamönnum í vil. Jerome Hill Bandaríkjamaður Tindastólsmanna sem átti afleitan leik í bikarleiknum á mánudaginn kom ekkert við sögu í 1. leikhluta en byrjaði þó inni á í 2. leikhluta. Darrel Lewis byrjaði 2. leikhluta á bekknum og við það hrundi leikur gestanna. Ekkert gekk hjá þeim í sókninni en að sama skapi voru Njarðvíkingar ekki að nýta sér hve illa Tindastólsmenn voru að spila. Til marks um hve illa gekk hjá gestunum að skora, þá skoruðu þeir ekki sín fyrstu stig fyrr en fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum þegar Helgi Rafn minnkaði muninn í 24-18. Það var í raun ótrúlegt að munurinn var ekki meiri þar sem Njarðvík tók hvert sóknarfrákastið á fætur öðru ásamt því að spila hörku vörn. Hrollur fór um marga í stúkunni undir lok leikhlutans þegar Haukur Helgi haltraði útaf og virtist hafa meiðst í nára. Njarðvík átti lokasókn hálfleiksins sem endaði með því að Flake braut á Simmons, Flake fékk sína þriðju villu og Simmons tvö vítaskot sem hann klikkaði úr. Staðan í hálfleik því 33-24 heimamönnum í vil. Eins og hálfleikstölur gefa til kynna var ekki mikið um fína drætti í sóknarleik liðanna. Sóknarleikur Tindastólsmanna var stirður og var ekkert flæði í honum. Að sama skapi voru heimamenn klaufar að vera einungis níu stigum yfir. Stigahæstir í liði Njarðvíkinga voru Logi með 7 stig, Haukur Helgi með 6 stig og 5 fráköst og Simmons með 4 stig og 8 fráköst. Í liði Tindastól voru stigahæstir Lewis með 8 stig og 6 fráköst, Helgi Viggós með 6 stig og 3 fráköst og Flake með 6 stig. Haukur Helgi byrjaði inni á í seinni hálfleik en augljóst var að hann var ekki heill heilsu, hann haltraði um völlinn og vonandi að þessi meiðsl plagi hann ekki í næstu leikjum. Eitthvað hefur Kári sagt við sína menn í hálfleik því þeir mættu heldur betur tilbúnir til leiks. Pétur opnaði seinni hálfleikinn með því að setja niður fyrsta þriggja stiga skot gestanna í leiknum. Heimamönnum tókst loks að skora sín fyrstu stig í leikhlutanum þegar fjórar mínútur voru liðnar. Staðan á þessum tímapunkti 35-30 og augljóst var að Tindastólsmenn ætluðu selja sig dýrt í þessum leik. Lewis spilaði virkilega vel í þessum leikhluta og Jerome Hill tók loks við sér undur loks leikhlutans þegar hann setti niður þrist og fékk villu að auki. Gestirnir komust að lokum yfir og leiddu 47-50 eftir þrjá leikhluta. Tindastóll, sem einugis skoruðu 24 stig í öllum fyrri hálfleik, tóku sig til að skoruðu 26 stig í 3.leikhluta og stemmningin var þeirra megin. Augljóst var að Kári, þjálfari Tindastóls, lagði upp með að pressa stíft boltamanninn og gerðu barkverðir þeirra virkilega vel í því allan leikinn og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Liðin héldu áfram að spila hörkuvarnir í 4.leikhluta og var lítið skorað í byrjun hans. Skemmtilegt atvik átti sér stað um miðjan leikhlutan þegar Jón Arnór leikmaður Njarðvíkur hélt í smástund að hann væri að spila drengjaflokksleik þegar hann reyndi ,,finger-roll’’ skot frá vítalínunni sem Darrell Flake blokkaði út á miðjan völl. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks setur Magic Baginski niður þrist og jafnar leikinn fyrir heimamenn 60-60 og hörku mínútur framundan. Þegar 35 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma setti Helgi Rafn niður stökkskot úr horninu og jafnaði leikinn 64-64. Liðin fengu sitthvort tækifærið til að vinna leikinn en ekkert varð úr því og því fór leikurinn í framlengingu. Njarðvíkingar mættu dýrvitlausir til leiks í framlengingu og völtuðu hreinlega yfir gestina. Allt í einu fóru þeir að hitta úr hverjum þristinum á fætur öðrum og þegar tvær mínútur voru eftir kemur Simmons sínum mönnum 9 stigum yfir. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að komast aftur inn í leikinn en skotin þeirra voru ekki að fara niður. Njarðvík kláraði leikinn á vítalínunni og fögnuðu að lokum sigri í hörkuleik sem gat í raun farið á báða vegu, lokatölur 82-73. Marquise Simmons átti stórgóðan leik fyrir Njarðvík í kvöld en hann skoraði 18 stig og tók hvorki meira né minna en 21 frákast. Hann var einnig að spila hörkuvörn og gaf sig allan fram í dag. Einnig átti Magic sinn besta leik á tímabilinu en hann skoraði 19 stig af bekknum auk þess að spila góða vörn á Lewis eftir að Haukur fór útaf. Logi Gunnarsson skoraði svo 18 stig en hann átti ekki sinn besta skotdag að þessu sinni og hitti einungis úr 1/8 þriggja stiga skotum sínum. Hjá gestunum voru Lewis og Helgi Rafn manna bestir. Lewis skoraði 23 stig og tók 14 fráköst og Helgi Rafn skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Jerome Hill átti einnig fínan seinni hálfleik en hann þarf að spila mikið betur ef hann ætlar klára tímabilið með Tindastólsmönnum. Hill endaði með 14 stig og 11 fráköst.Friðrik Ingi: Mjög sterkt að klára þennan leik Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur í leikslok og þá sérstaklega með varnaleik sinna manna. „Mér fannst varnarleikurinn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, vera algjörlega frábær. Sóknarleikurinn var kannski ekki alveg jafn góður og við hefðum getað verið meira yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta bara stál í stál þar sem liðin skiptast á að hafa forystu. Mikill karakter í okkur að koma leiknum í framlengingu og klára leikinn," sagði Friðrik Ingi. Haukur Helgi Pálsson meiddist í leiknum og spilaði ekkert eftir þriðja leikhluta. „Það var mjög sterkt að klára þennan leik, sérstaklega í ljósi þess að við missum Hauk í raun helminginn af leiknum. Það var mjög sterkt fyrir hópinn að klára þetta," sagði Friðrik Ingi. Varnarleikur Njarðvíkinga hefur batnað til muna í seinustu tveimur leikjum. „Við höfum ekki haft mikinn tíma seinustu vikur til að fara í okkar varnaleik en við höfum núna aðeins verið að fara í varnarleikinn og hefur okkur tekist að skerpa aðeins á honum. Sóknin hefur kannski ekki alveg verið nægilega góð en það mun koma," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur. Kári: Mér fannst við geta unnið þetta Kári Marísson, þjálfari Tindastólsmanna, er búinn að stýra Tindastólsliðinu tvisvar í vetur og í báðum leikjunum hefur liðið tapað naumlega á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni. „Þessi leikur spilaðist svona nokkurn veginn eins og síðasti leikur. Stál í stál og varnir beggja liða voru virkilega góðar. Mér fannst við geta unnið þetta og það er því auðvitað virkilega fúlt að tapa þessum leik," sagði Kári. Tindastólsmenn skoruðu einungis 24 stig í fyrri hálfleik en Kári sagðist ekki hafa gert neinar róttækar breytingar í hálfleik. „Það var svo sem lítið sem hægt var að gera. Við fórum bara yfir það sem settum upp fyrir leikinn og ætluðum að mæta ákveðnir til leiks í seinni hálfleik," sagði Kári. Tindastólsliðið hefur nú tapaði fjórum leikjum í röð og næsti leikur er gegn Hetti á heimavelli. „Allir heimaleikir eru skyldusigrar að okkar mati. Okkur finnst við eiga vinna alla okkar heimaleiki og við förum með þannig hugarfar inn í þá. Á því verður engin breyting," sagði Kári Marísson.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira