Ísland lifandi tilraunastofa í þrjú ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson. Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson.
Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira