Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Gunnar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2015 20:45 Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson var stigahæstur í KR-liðinu með 18 stig. Vísir/Ernir Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. Það var rétt fyrstu fjórar mínútur leiksins sem eitthvert jafnræði var með liðunum en ljóst mátti vera í hvað stefndi. Sóknarleikur KR var mun léttari en Hattarmenn þurftu að hafa fyrir sínum stigum. Segja má að eftir að hafa breytt stöðunni úr 10-15 í 11-21 hafi KR-ingar aldrei litið um öxl en Hattarmenn að sama skapi ekki séð til sólar. Heimamenn tóku þá leikhlé og reyndu að breyta um varnaraðferð, með því að fara úr svæðisvörn og skipta yfir í maður á mann en það hafði lítil áhrif, ef nokkur. Sóknarleikur Hattar var afleitur. Liðsmenn virkuðu stressaðir, stigu út af, köstuðu boltanum út af, létu dæma á sig skref, misstu boltann við að reyna að sækja KR-inga og þá sjaldan sem þeir komust upp í skot voru þau úr nánast vonlausum færum. Lið sem ætlar að halda sér í deild þeirra bestu getur ekki boðið upp á slíkan leik oft. Höttur er búinn að spila þrjá slaka leiki í röð og bæði þjálfari og leikmenn þurfa að snúa sér að teikniborðinu fyrir næstu leik. Á fyrra úrvalsdeildartímabili sínu vann liðið hvorki leik í október né nóvember og með núverandi spilamennsku er ekki útlit fyrir að það breytist. Erfitt er að meta hvort leikurinn sýni raunverulegan styrk KR-inga en þeir sýndu í það minnsta annan leik gegn Þór á Akureyri í bikarnum í byrjun vikunnar. Finnur Stefánsson, þjálfari, nýtti tækifærið til að dreifa mínútum milli liðsmanna og þeir dreifðu stigaskorinu bróðurlega. Stigahæstur varð hinn sautján ára gamli Þórir Þorbjarnarson sem sýndi glæsileg tilþrif í fjórða leikhluta. Fyrst skoraði hann þriggja stiga körfu úr hægra horninu og skömmu seinna tróð hann eftir hraðaupphlaup. Strax í fyrri hálfleik var munurinn á liðunum kominn upp í 20 stig og lengst af eftir eftir það litu KR-ingar vera á æfingu fremur en keppnisleik. Þeir sýndu örlítið kæruleysi rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en annars fleygðu þeir boltanum hliðarlína á milli af öryggi og létu Hattarmenn elta. Það eina gleðilega fyrir Hattarmenn í kvöld voru að ÍR og FSu töpuðu en þau tíðindi áttu sér stað fjarri Egilsstöðum.Þórir: Gott kvöld fyrir mig og liðið Þrátt fyrir að hafa verið stigahæstur KR-inga hugsaði Þórir Þorbjarnarson ekki síður um spilamennsku liðsins þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Þetta var gott kvöld fyrir mig og liðið. Við spiluðum mjög vel og héldum Hattarmönnum í 50 stigum. Helst hefðum við getað stigið þá betur út í vörninni, þeir fengu svolítið mikið af varnarfráköstum," sagði Þórir. Eftir nauman sigur í bikarnum gegn fyrstu deildarliði Þórs á mánudag sýndu KR-ingar mátt sinn í kvöld. „Við unnum þann leik en það var naumt. Við ætluðum að koma inn í kvöld og sýna úr hverju við værum gerðir og spila vel," sagði Þórir. Stigin sem Þórir skoraði í kvöld voru fjölbreytt. Í einni sókninni skoraði hann þriggja stiga körfu í þeirri næstu tróð hann eftir hraðaupphlaup. „Það er alltaf gaman að geta troðið, maður þarf að gera meira af því," sagði Þórir að lokum.Finnur Stefáns: Fagmannlega spilað frá fyrstu mínútu Finnur Stefánsson, þjálfari KR, lýsti yfir ánægju sinni með frammistöðu liðsins eftir sigurleikinn á Hetti í kvöld. „Það er auðvelt að detta í kæruleysi og vanmat gegn liði sem ekki hefur unnið leik en við sýndum fagmannlega frammistöðu frá fyrstu mínútu," sagði Finnur. Kæruleysið gerði helst vart við sig í lok fyrri hálfleiks. „Við vorum lengi í 41 stigi og hefðum þá kannski mátt rúlla boltanum betur," sagði Finnur. Það var líka mikilvægt fyrir KR-liðið að sýna klærnar eftir nauman sigur á Þór á Akureyri í bikarnum á mánudag. „Við vissum að sú spilamennska var ekki boðleg. Í dag vorum við „back to business"," sagði Finnur. Hann var tilbúinn að hrósa hinu 17 ára Þóri Þorbjarnarsyni sem varð stigahæstur KR-inga með 18 stig. Fleiri ungir leikmenn í hópi KR fengu mínútur í kvöld. „Þórir hefur bætt sig varnarlega og er hæfileikaríkur sóknarmaður. Hann átti skínandi leik gegn Njarðvík fyrir viku en ekki góðan dag gegn Þór. Hann er gríðarlegt efni en þarf að finna stöðugleika," sagði Finnur. „Ungu strákarnir sýndu fínan varnarleik í lokin og leikurinn var skref í rétta átt. Ég er sáttur við frammistöðu allra minna manna," sagði Finnur. Heimamenn áttu vont kvöld en Finnur vill meina að meira búi í nýliðunum. „Þeir töpuðu tveimur af fyrstu leikjunum naumlega og það er erfitt fyrir sálina. Það var mikilvægt að byrja sterkt gegn þeim til að gefa þeim ekki vonina," sagði Finnur sem býst við meiru af Hattarliðinu. „Það býr meira í því liði en það sýndi í kvöld. Þetta eru flottir einstaklingar með góðan þjálfara en þeir þurfa að þjappa sér saman. Það er tímaspursmál hvenær þeir ná að rífa sig upp," sagði Finnur að lokum. Viðar Örn: Þetta var óboðlegt Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá leik Hattar og KR:Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. Það var rétt fyrstu fjórar mínútur leiksins sem eitthvert jafnræði var með liðunum en ljóst mátti vera í hvað stefndi. Sóknarleikur KR var mun léttari en Hattarmenn þurftu að hafa fyrir sínum stigum. Segja má að eftir að hafa breytt stöðunni úr 10-15 í 11-21 hafi KR-ingar aldrei litið um öxl en Hattarmenn að sama skapi ekki séð til sólar. Heimamenn tóku þá leikhlé og reyndu að breyta um varnaraðferð, með því að fara úr svæðisvörn og skipta yfir í maður á mann en það hafði lítil áhrif, ef nokkur. Sóknarleikur Hattar var afleitur. Liðsmenn virkuðu stressaðir, stigu út af, köstuðu boltanum út af, létu dæma á sig skref, misstu boltann við að reyna að sækja KR-inga og þá sjaldan sem þeir komust upp í skot voru þau úr nánast vonlausum færum. Lið sem ætlar að halda sér í deild þeirra bestu getur ekki boðið upp á slíkan leik oft. Höttur er búinn að spila þrjá slaka leiki í röð og bæði þjálfari og leikmenn þurfa að snúa sér að teikniborðinu fyrir næstu leik. Á fyrra úrvalsdeildartímabili sínu vann liðið hvorki leik í október né nóvember og með núverandi spilamennsku er ekki útlit fyrir að það breytist. Erfitt er að meta hvort leikurinn sýni raunverulegan styrk KR-inga en þeir sýndu í það minnsta annan leik gegn Þór á Akureyri í bikarnum í byrjun vikunnar. Finnur Stefánsson, þjálfari, nýtti tækifærið til að dreifa mínútum milli liðsmanna og þeir dreifðu stigaskorinu bróðurlega. Stigahæstur varð hinn sautján ára gamli Þórir Þorbjarnarson sem sýndi glæsileg tilþrif í fjórða leikhluta. Fyrst skoraði hann þriggja stiga körfu úr hægra horninu og skömmu seinna tróð hann eftir hraðaupphlaup. Strax í fyrri hálfleik var munurinn á liðunum kominn upp í 20 stig og lengst af eftir eftir það litu KR-ingar vera á æfingu fremur en keppnisleik. Þeir sýndu örlítið kæruleysi rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en annars fleygðu þeir boltanum hliðarlína á milli af öryggi og létu Hattarmenn elta. Það eina gleðilega fyrir Hattarmenn í kvöld voru að ÍR og FSu töpuðu en þau tíðindi áttu sér stað fjarri Egilsstöðum.Þórir: Gott kvöld fyrir mig og liðið Þrátt fyrir að hafa verið stigahæstur KR-inga hugsaði Þórir Þorbjarnarson ekki síður um spilamennsku liðsins þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Þetta var gott kvöld fyrir mig og liðið. Við spiluðum mjög vel og héldum Hattarmönnum í 50 stigum. Helst hefðum við getað stigið þá betur út í vörninni, þeir fengu svolítið mikið af varnarfráköstum," sagði Þórir. Eftir nauman sigur í bikarnum gegn fyrstu deildarliði Þórs á mánudag sýndu KR-ingar mátt sinn í kvöld. „Við unnum þann leik en það var naumt. Við ætluðum að koma inn í kvöld og sýna úr hverju við værum gerðir og spila vel," sagði Þórir. Stigin sem Þórir skoraði í kvöld voru fjölbreytt. Í einni sókninni skoraði hann þriggja stiga körfu í þeirri næstu tróð hann eftir hraðaupphlaup. „Það er alltaf gaman að geta troðið, maður þarf að gera meira af því," sagði Þórir að lokum.Finnur Stefáns: Fagmannlega spilað frá fyrstu mínútu Finnur Stefánsson, þjálfari KR, lýsti yfir ánægju sinni með frammistöðu liðsins eftir sigurleikinn á Hetti í kvöld. „Það er auðvelt að detta í kæruleysi og vanmat gegn liði sem ekki hefur unnið leik en við sýndum fagmannlega frammistöðu frá fyrstu mínútu," sagði Finnur. Kæruleysið gerði helst vart við sig í lok fyrri hálfleiks. „Við vorum lengi í 41 stigi og hefðum þá kannski mátt rúlla boltanum betur," sagði Finnur. Það var líka mikilvægt fyrir KR-liðið að sýna klærnar eftir nauman sigur á Þór á Akureyri í bikarnum á mánudag. „Við vissum að sú spilamennska var ekki boðleg. Í dag vorum við „back to business"," sagði Finnur. Hann var tilbúinn að hrósa hinu 17 ára Þóri Þorbjarnarsyni sem varð stigahæstur KR-inga með 18 stig. Fleiri ungir leikmenn í hópi KR fengu mínútur í kvöld. „Þórir hefur bætt sig varnarlega og er hæfileikaríkur sóknarmaður. Hann átti skínandi leik gegn Njarðvík fyrir viku en ekki góðan dag gegn Þór. Hann er gríðarlegt efni en þarf að finna stöðugleika," sagði Finnur. „Ungu strákarnir sýndu fínan varnarleik í lokin og leikurinn var skref í rétta átt. Ég er sáttur við frammistöðu allra minna manna," sagði Finnur. Heimamenn áttu vont kvöld en Finnur vill meina að meira búi í nýliðunum. „Þeir töpuðu tveimur af fyrstu leikjunum naumlega og það er erfitt fyrir sálina. Það var mikilvægt að byrja sterkt gegn þeim til að gefa þeim ekki vonina," sagði Finnur sem býst við meiru af Hattarliðinu. „Það býr meira í því liði en það sýndi í kvöld. Þetta eru flottir einstaklingar með góðan þjálfara en þeir þurfa að þjappa sér saman. Það er tímaspursmál hvenær þeir ná að rífa sig upp," sagði Finnur að lokum. Viðar Örn: Þetta var óboðlegt Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá leik Hattar og KR:Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira