Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 107-64 | Þriðji sigur Þórsara í röð Bjarmi Skarphéðinsson í Þorlákshöfn skrifar 6. nóvember 2015 20:45 Vance Michael Hall. Vísir/Stefán Þórsarar áttu ekki í miklum vandræðum með kanalaust ÍR-lið í Þorlákshöfn í kvöld í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðið vann leikinn á endanum með 43 stiga mun, 107-64, en þetta var þriðji sigurleikur Þórsara í röð í deildinni. ÍR-ingar voru ekki mikil fyrirstaða í kvöld og liðið saknar Bandaríkjamannsins Jonathan Mitchell mikið en hann hefur verið frá í síðustu leikjum liðsins. Vance Michael Hall lék lausum hala í liði Þórsara í kvöld og var með 27 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði 15 stih, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 11 stig og Ragnar Nathanaelsson var með 10 stig og 12 fráköst. Davíð Arnar Ágústsson stal senunni í lok leiksins og endaði með 17 stig en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Davíð skoraði fjóra þrista á síðustu tveimur mínútunum í kvöld. Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 19 stig fyrir ÍR-inga og Vilhjálmur Theodór Jónsson var með 15 stig. Oddur Kristjánsson var nánast sá eini sem virðist hafa stigið tilbúinn inn á gólfið hjá ÍR-liðinu en liðsfélagar hans virtust stirðir og hikandi mest allan fyrri hálfleikinn. Heimamenn voru mun hressari og baráttugleðin skein úr andliti allra liðsmanna þeirra sama hvort menn voru á vellinum eða á bekknum. Vance Hall fór fyrir Þór í stigaskori í fyrri hálfleik en margir lögðu hönd á hinn fræga plóg og varamenn heimamanna komu með gott framlag inn í leikinn. Þór leiddi 42-26 í hálfleik. Seinni hálfleikur var mjög líkur þeim fyrri. Töluverðir yfirburðir heimamanna sem gátu leyft sér að hvíla lykilmenn en samt hægðist lítið sem ekkert á liðinu. ÍR komst lítið áfram gegn grimmri vörn Þórsara og vörnin lak illa á löngum köflum. Oddur Kristjánsson sem bar sóknarleik ÍR á herðum sér í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 15 stig náði aðeins að skora 3 stig í þeim seinni og Sveinbjörn Claasen fyrirliði komst aldrei í takt við leikinn og það munar um minna. Heimamenn sigldu heim auðveldum sigri 107-64 og Davíð Ágústsson stal senunni í lokin með þremur þriggja stiga körfum í röð. Heimamenn fengu framlag úr öllum áttum í þessum leik. Vance Hall var sterkur með 27 stig og 9 fráköst. Ragnar Nat var með góða tvennu 10 stig 12 fráköst. En það voru í raun varamennirnir sem stálu senunni í þessu leik hjá Þór. Leikgleðin skein af þeim og ekki hægt að sjá neina taugaspennu á þeim. Hjá ÍR var Oddur Kristjánsson stigahæstur með 19 stig en eins og áður sagði bar lítið á honum i fyrri hálfleik.Einar Árni: Mikill lúxus að þurfa að eiga við þetta vandamál Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var að vonum kátur með sitt lið eftir frammistöðuna gegn ÍR í kvöld. Hann sagði sigurinn ekki auðveldan en sannfærandi. „Ég er mjög sáttur, við spiluðum frábæra vörn hérna í kvöld og náðum með henni að skapa okkur svigrúm til að vera ekkert frábærir sóknarlega," sagði Einar Árni. Einar Árni var sérstaklega ánægður með frammistöðu varamanna sinna í leiknum og hrósaði þeim mikið að leik loknum. „Við erum að fá flottar innkomur frá varamönnum i síðustu leikjum og það var eins í kvöld. Frammistaða þeirra á æfingum í vikunni var það góð að þeir eru farnir að kalla á fleiri mínútur inn á vellinum og þeir voru flottir í kvöld," sagði Einar Árni. Það virðist vera að Einar sé með mikið lúxusvandamál í Þorlákshöfn þar sem flestir leikmenn liðsins minna á sig í hverjum leik. „Já þetta er mikill lúxus að þurfa að eiga við þetta vandamál" sagði Einar að lokum.Bjarni: Vantaði framlag frá okkar leiðtogum og lykilmönnum Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, var að vonum vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í stóru tapi á móti Þór í Þorlákshöfn. „Það vantaði í raun allt í okkar leik, við vorum ekki með nánast frá fyrstu mínútu og þessi frammistaða minnti mikið á frammistöðu okkar gegn Stjörnunni í bikarnum í síðasta leik," sagði Bjarni. Hann segir að framlag hafi vantað frá mörgum og nánast öllum sínum leikmönnum. „Okkur vantaði framlag frá okkar leiðtogum og lykilmönnum og þá erum við í vanda eins og sást hér í kvöld," sagði Bjarni. Bjarni segir að leikurinn skilji eftir spurningar sem þjálfarar og leikmenn liðsins þurfi að finna svör við. „Ég er bjartsýnn að eðlisfari en það eru spurningar sem vakna við svona frammistöðu sem við þurfum að finna svör við," sagði Bjarni að lokum.Þorsteinn: Þegar vörnin er svona sterk hjá okkur kemur sóknin með Þorsteinn Már Ragnarsson átti flottan leik hjá Þór eins og allt hans lið gegn ÍR í kvöld og hann var gríðarlega sáttur með sigurinn. „Vörnin bjó til þennan sigur fyrir okkur í kvöld, við höldum þeim í 64 stigum og náum að halda þeim frá þeim hlutum sem þeir eru góðir í og þegar vörnin er svona sterk hjá okkur kemur sóknin með á endanum," sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir mikil þægindi að geta komið á bekkinn og hvílt sig þegar svona varamenn eru til staðar. „Það er ekki slæmt að setjast niður og horfa á þá fara á kostum eins og í kvöld. Þeir voru flottir," sagði Þorsteinn. Hann er bjartsýnn á framhaldið og hlakkar til næsta leiks. „Áfram gakk og halda áfram að spila þessa og vörn og helst aðeins betri. Stjarnan er næst og við erum spenntir fyrir þeim leik," sagði Þorsteinn að lokum.Hér fyrir neðan er textalýsing frá leik Þórs og ÍR:Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Þórsarar áttu ekki í miklum vandræðum með kanalaust ÍR-lið í Þorlákshöfn í kvöld í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðið vann leikinn á endanum með 43 stiga mun, 107-64, en þetta var þriðji sigurleikur Þórsara í röð í deildinni. ÍR-ingar voru ekki mikil fyrirstaða í kvöld og liðið saknar Bandaríkjamannsins Jonathan Mitchell mikið en hann hefur verið frá í síðustu leikjum liðsins. Vance Michael Hall lék lausum hala í liði Þórsara í kvöld og var með 27 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði 15 stih, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 11 stig og Ragnar Nathanaelsson var með 10 stig og 12 fráköst. Davíð Arnar Ágústsson stal senunni í lok leiksins og endaði með 17 stig en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Davíð skoraði fjóra þrista á síðustu tveimur mínútunum í kvöld. Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 19 stig fyrir ÍR-inga og Vilhjálmur Theodór Jónsson var með 15 stig. Oddur Kristjánsson var nánast sá eini sem virðist hafa stigið tilbúinn inn á gólfið hjá ÍR-liðinu en liðsfélagar hans virtust stirðir og hikandi mest allan fyrri hálfleikinn. Heimamenn voru mun hressari og baráttugleðin skein úr andliti allra liðsmanna þeirra sama hvort menn voru á vellinum eða á bekknum. Vance Hall fór fyrir Þór í stigaskori í fyrri hálfleik en margir lögðu hönd á hinn fræga plóg og varamenn heimamanna komu með gott framlag inn í leikinn. Þór leiddi 42-26 í hálfleik. Seinni hálfleikur var mjög líkur þeim fyrri. Töluverðir yfirburðir heimamanna sem gátu leyft sér að hvíla lykilmenn en samt hægðist lítið sem ekkert á liðinu. ÍR komst lítið áfram gegn grimmri vörn Þórsara og vörnin lak illa á löngum köflum. Oddur Kristjánsson sem bar sóknarleik ÍR á herðum sér í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 15 stig náði aðeins að skora 3 stig í þeim seinni og Sveinbjörn Claasen fyrirliði komst aldrei í takt við leikinn og það munar um minna. Heimamenn sigldu heim auðveldum sigri 107-64 og Davíð Ágústsson stal senunni í lokin með þremur þriggja stiga körfum í röð. Heimamenn fengu framlag úr öllum áttum í þessum leik. Vance Hall var sterkur með 27 stig og 9 fráköst. Ragnar Nat var með góða tvennu 10 stig 12 fráköst. En það voru í raun varamennirnir sem stálu senunni í þessu leik hjá Þór. Leikgleðin skein af þeim og ekki hægt að sjá neina taugaspennu á þeim. Hjá ÍR var Oddur Kristjánsson stigahæstur með 19 stig en eins og áður sagði bar lítið á honum i fyrri hálfleik.Einar Árni: Mikill lúxus að þurfa að eiga við þetta vandamál Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var að vonum kátur með sitt lið eftir frammistöðuna gegn ÍR í kvöld. Hann sagði sigurinn ekki auðveldan en sannfærandi. „Ég er mjög sáttur, við spiluðum frábæra vörn hérna í kvöld og náðum með henni að skapa okkur svigrúm til að vera ekkert frábærir sóknarlega," sagði Einar Árni. Einar Árni var sérstaklega ánægður með frammistöðu varamanna sinna í leiknum og hrósaði þeim mikið að leik loknum. „Við erum að fá flottar innkomur frá varamönnum i síðustu leikjum og það var eins í kvöld. Frammistaða þeirra á æfingum í vikunni var það góð að þeir eru farnir að kalla á fleiri mínútur inn á vellinum og þeir voru flottir í kvöld," sagði Einar Árni. Það virðist vera að Einar sé með mikið lúxusvandamál í Þorlákshöfn þar sem flestir leikmenn liðsins minna á sig í hverjum leik. „Já þetta er mikill lúxus að þurfa að eiga við þetta vandamál" sagði Einar að lokum.Bjarni: Vantaði framlag frá okkar leiðtogum og lykilmönnum Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, var að vonum vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í stóru tapi á móti Þór í Þorlákshöfn. „Það vantaði í raun allt í okkar leik, við vorum ekki með nánast frá fyrstu mínútu og þessi frammistaða minnti mikið á frammistöðu okkar gegn Stjörnunni í bikarnum í síðasta leik," sagði Bjarni. Hann segir að framlag hafi vantað frá mörgum og nánast öllum sínum leikmönnum. „Okkur vantaði framlag frá okkar leiðtogum og lykilmönnum og þá erum við í vanda eins og sást hér í kvöld," sagði Bjarni. Bjarni segir að leikurinn skilji eftir spurningar sem þjálfarar og leikmenn liðsins þurfi að finna svör við. „Ég er bjartsýnn að eðlisfari en það eru spurningar sem vakna við svona frammistöðu sem við þurfum að finna svör við," sagði Bjarni að lokum.Þorsteinn: Þegar vörnin er svona sterk hjá okkur kemur sóknin með Þorsteinn Már Ragnarsson átti flottan leik hjá Þór eins og allt hans lið gegn ÍR í kvöld og hann var gríðarlega sáttur með sigurinn. „Vörnin bjó til þennan sigur fyrir okkur í kvöld, við höldum þeim í 64 stigum og náum að halda þeim frá þeim hlutum sem þeir eru góðir í og þegar vörnin er svona sterk hjá okkur kemur sóknin með á endanum," sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir mikil þægindi að geta komið á bekkinn og hvílt sig þegar svona varamenn eru til staðar. „Það er ekki slæmt að setjast niður og horfa á þá fara á kostum eins og í kvöld. Þeir voru flottir," sagði Þorsteinn. Hann er bjartsýnn á framhaldið og hlakkar til næsta leiks. „Áfram gakk og halda áfram að spila þessa og vörn og helst aðeins betri. Stjarnan er næst og við erum spenntir fyrir þeim leik," sagði Þorsteinn að lokum.Hér fyrir neðan er textalýsing frá leik Þórs og ÍR:Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira