Umfjöllun myndir og viðtöl: Haukar - FSu 104-88 | Haukar jörðuðu nýliðana Ingvi Þór Sæmundsson á Ásvöllum skrifar 6. nóvember 2015 22:00 Haukar fóru illa með FSu þegar liðin mættust í 5. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Lokatölur 104-88, Hafnfirðingum í vil. Haukar eru nú komnir með sex stig í deildinni á meðan FSu er enn án sigurs og miðað við frammistöðuna í kvöld gæti biðin eftir þessu fyrsta sigri orðið löng.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Haukar voru miklu sterkari aðilinn í kvöld og gáfu tóninn með því að komast í 11-0 í byrjun leiks. Heimamenn voru með öll völd á vellinum og hreinlega rúlluðu yfir lina gestina sem spiluðu skelfilegan varnarleik og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Haukar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og spiluðu mjög grimma og stífa vörn sem gestirnir vissu ekkert hvernig þeir áttu að leysa. Þessi sterka vörn Hauka varð til þess að FSu tapaði boltanum oft, eða alls sjö sinnum á fyrstu sex mínútum leiksins. Þessir töpuðu boltar gáfu Haukum tækifæri til að keyra fram í hraðaupphlaup sem gáfu fjöldamörg stig. Sunnlendingar voru jafnan seinir til baka og Haukar áttu auðvelt með að skora. Hafnfirðingar komust í 11-0 og náðu mest 18 stiga forskoti í 1. leikhluta, 31-13. Varnarleikur gestanna var skelfilegur og flinkir sóknarmenn Hauka skoruðu að vild. Haukur Óskarsson var, líkt og í síðustu tveimur leikjum, sérstaklega heitur en hann skoraði 16 stig í fyrri hálfleik og var með góða skotnýtingu (58%). Stephen Madison og Kári Jónsson léku einnig lausum hala og skiluðu 13 og 12 stigum í fyrri hálfleik. Sóknarleikur FSu batnaði eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og liðið hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna (41%). Það breytti þó litlu því varnarleikurinn skánaði ekkert. Vörnin undir körfunni var sérstaklega slök en í hvert sinn sem Haukar keyrðu inn í miðjuna áttu þeir greiða leið af körfu gestanna. Staðan í hálfleik var 59-38, Haukum í vil. Heimamenn komu jafn ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og þeim fyrri og eftir þrista frá Madison og Hauki var munurinn kominn upp í 27 stig, 65-38, og leik í raun lokið. Haukar gáfu hvergi eftir í 3. leikhluta og héldu áfram að bæta við forskotið sem varð mest 32 stig, 82-50. Sunnlendingar náðu að laga stöðuna í 4. leikhluta sem þeir unnu 26-15. Það breytti þó engu um úrslit leiksins. Lokatölur 104-88, Haukum í vil en þeir hafa nú unnið þrjá leiki í röð í deild og bikar. Haukur var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig. Madison kom næstur með 24 stig og þá átti Hjálmar Stefánsson flottan leik og skilaði 15 stigum af bekknum. Hjá FSu bar Christopher Caird af en hann skoraði 30 stig, þar af 23 í seinni hálfleik. Caird setti niður fimm þrista en Sunnlendingar hittu vel fyrir utan í kvöld, eða 46%. Aðrir fundu sig ekki, þ.á.m. Christopher Anderson sem skilaði aðeins átta stigum og fjórum fráköstum sem er ekki ásættanlegt. Nýliðarnir þurfa einfaldlega miklu betra framlag frá Kananum sínum en þetta.Bein lýsing: Haukar - FSuÍvar: Breyttar áherslur í vörninni hafa virkað vel Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ánægður með lærisveina sína eftir öruggan 16 stiga sigur, 104-88, á FSu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn af fítonskrafti og komust fljótlega í 11-0 og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. "Við spiluðum alveg gríðarlega vel í kvöld og vörnin okkar var frábær og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hún var stórkostleg," sagði Ívar eftir leik. "Þeir áttu í miklum erfiðleikum í sókninni og við stöðvuðum þeirra vopn sem eru skot fyrir utan. Ég var bara mjög ánægður með varnarleikinn hjá okkur og boltinn gekk mjög vel í sókninni. Við erum að spila mjög vel í augnablikinu." Haukar hafa nú unnið þrjá leiki í röð í deild og bikar eftir slæmt tap fyrir KR á heimavelli í 3. umferð Domino's deildarinnar. Ívar var harðorður í garð sinna manna eftir þann leik en hvað hefur breyst hjá Haukum á þessum stutta tíma frá KR-leiknum? "Við fórum yfir fullt af hlutum, sérstaklega varnarlega. Við breyttum áherslunum aðeins í vörninni og það hefur virkað vel. Í sókninni höfum við verið að nýta breiddina betur. "Þetta var svolítið hnoð hjá okkur en nú erum við að spila utar og erum að opna varnir andstæðinganna miklu betur," sagði Ívar. Stephen Madison átti fínan leik í kvöld en Ívar segir að hann sé alltaf að komast betur og betur inn í leik liðsins. "Já, já, hann er búinn að vera fínn. Eftir að við fórum að opna leikinn meira hefur þetta virkað betur fyrir hann. Hann hefur spilað mjög vel," sagði Ívar að lokum.Olson: Mættum ekki tilbúnir til leiks Erik Olson, þjálfari FSu, bar sig vel þrátt fyrir 16 stiga tap, 104-88, fyrir Haukum í kvöld. Þetta var fimmta tap FSu í Domino's deildinni í vetur en nýliðarnir bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. "Ég vil ekki tala um þetta sem okkar versta leik á tímabilinu. Við dæmum leikina ekki þannig. En þessi frammistaða var ekki nógu góð," sagði Olson en hans menn voru á hælunum í byrjun leiks. Haukar skoruðu 11 fyrstu stig leiksins og gáfu tóninn fyrir framhaldið. "Við lentum strax undir og mættum ekki nógu einbeittir til leiks gegn sterku liði á útivelli. Við vorum komnir ofan í holu sem við komust ekki upp úr. "Það var auðvelt að spila í seinni hálfleiknum þegar munurinn var svona mikill og við gerðum það ágætlega. Við þurfum bara að mæta tilbúnir til leiks gegn svona sterkum liðum." En sá Olson einhverja ljósa punkta í leik FSu í kvöld? "Já, það voru nokkrar einstaklingsframmistöður sem voru góðar en heildarframmistaðan var ekki nógu góð. Við höfum samt bætt okkur milli leikja. "Það var jafnvægi í stigaskorun í kvöld, við rúlluðum vel á liðinu og unnum vel saman í sókninni en vörnin var ekki nógu góð," sagði Olson sem var ekki tilbúinn að kvitta upp á að hans menn hafi skort trú á verkefni kvöldins. "Nei, ég trúi því ekki. Mínir menn æfa vel og leggja sig fram og trúa á það sem þeir eru að gera. En þegar mótherjinn byrjar svona vel og hittir vel, þá getur það verið erfitt fyrir reynslulítið lið. "Við getum bætt margt en það er enginn búinn að kasta hvíta handklæðinu inn. Við erum með nógu gott lið, við þurfum bara að læra að vinna og klára leiki," sagði Olson að endingu.Tweets by @Visirkarfa3 Kári Jónsson í leiknum á móti FSu í kvöld.Vísir/ErnirÍvar Ásgrímsson.Vísir/ErnirErik Olson.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Haukar fóru illa með FSu þegar liðin mættust í 5. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Lokatölur 104-88, Hafnfirðingum í vil. Haukar eru nú komnir með sex stig í deildinni á meðan FSu er enn án sigurs og miðað við frammistöðuna í kvöld gæti biðin eftir þessu fyrsta sigri orðið löng.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Haukar voru miklu sterkari aðilinn í kvöld og gáfu tóninn með því að komast í 11-0 í byrjun leiks. Heimamenn voru með öll völd á vellinum og hreinlega rúlluðu yfir lina gestina sem spiluðu skelfilegan varnarleik og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Haukar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og spiluðu mjög grimma og stífa vörn sem gestirnir vissu ekkert hvernig þeir áttu að leysa. Þessi sterka vörn Hauka varð til þess að FSu tapaði boltanum oft, eða alls sjö sinnum á fyrstu sex mínútum leiksins. Þessir töpuðu boltar gáfu Haukum tækifæri til að keyra fram í hraðaupphlaup sem gáfu fjöldamörg stig. Sunnlendingar voru jafnan seinir til baka og Haukar áttu auðvelt með að skora. Hafnfirðingar komust í 11-0 og náðu mest 18 stiga forskoti í 1. leikhluta, 31-13. Varnarleikur gestanna var skelfilegur og flinkir sóknarmenn Hauka skoruðu að vild. Haukur Óskarsson var, líkt og í síðustu tveimur leikjum, sérstaklega heitur en hann skoraði 16 stig í fyrri hálfleik og var með góða skotnýtingu (58%). Stephen Madison og Kári Jónsson léku einnig lausum hala og skiluðu 13 og 12 stigum í fyrri hálfleik. Sóknarleikur FSu batnaði eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og liðið hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna (41%). Það breytti þó litlu því varnarleikurinn skánaði ekkert. Vörnin undir körfunni var sérstaklega slök en í hvert sinn sem Haukar keyrðu inn í miðjuna áttu þeir greiða leið af körfu gestanna. Staðan í hálfleik var 59-38, Haukum í vil. Heimamenn komu jafn ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og þeim fyrri og eftir þrista frá Madison og Hauki var munurinn kominn upp í 27 stig, 65-38, og leik í raun lokið. Haukar gáfu hvergi eftir í 3. leikhluta og héldu áfram að bæta við forskotið sem varð mest 32 stig, 82-50. Sunnlendingar náðu að laga stöðuna í 4. leikhluta sem þeir unnu 26-15. Það breytti þó engu um úrslit leiksins. Lokatölur 104-88, Haukum í vil en þeir hafa nú unnið þrjá leiki í röð í deild og bikar. Haukur var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig. Madison kom næstur með 24 stig og þá átti Hjálmar Stefánsson flottan leik og skilaði 15 stigum af bekknum. Hjá FSu bar Christopher Caird af en hann skoraði 30 stig, þar af 23 í seinni hálfleik. Caird setti niður fimm þrista en Sunnlendingar hittu vel fyrir utan í kvöld, eða 46%. Aðrir fundu sig ekki, þ.á.m. Christopher Anderson sem skilaði aðeins átta stigum og fjórum fráköstum sem er ekki ásættanlegt. Nýliðarnir þurfa einfaldlega miklu betra framlag frá Kananum sínum en þetta.Bein lýsing: Haukar - FSuÍvar: Breyttar áherslur í vörninni hafa virkað vel Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ánægður með lærisveina sína eftir öruggan 16 stiga sigur, 104-88, á FSu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn af fítonskrafti og komust fljótlega í 11-0 og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. "Við spiluðum alveg gríðarlega vel í kvöld og vörnin okkar var frábær og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hún var stórkostleg," sagði Ívar eftir leik. "Þeir áttu í miklum erfiðleikum í sókninni og við stöðvuðum þeirra vopn sem eru skot fyrir utan. Ég var bara mjög ánægður með varnarleikinn hjá okkur og boltinn gekk mjög vel í sókninni. Við erum að spila mjög vel í augnablikinu." Haukar hafa nú unnið þrjá leiki í röð í deild og bikar eftir slæmt tap fyrir KR á heimavelli í 3. umferð Domino's deildarinnar. Ívar var harðorður í garð sinna manna eftir þann leik en hvað hefur breyst hjá Haukum á þessum stutta tíma frá KR-leiknum? "Við fórum yfir fullt af hlutum, sérstaklega varnarlega. Við breyttum áherslunum aðeins í vörninni og það hefur virkað vel. Í sókninni höfum við verið að nýta breiddina betur. "Þetta var svolítið hnoð hjá okkur en nú erum við að spila utar og erum að opna varnir andstæðinganna miklu betur," sagði Ívar. Stephen Madison átti fínan leik í kvöld en Ívar segir að hann sé alltaf að komast betur og betur inn í leik liðsins. "Já, já, hann er búinn að vera fínn. Eftir að við fórum að opna leikinn meira hefur þetta virkað betur fyrir hann. Hann hefur spilað mjög vel," sagði Ívar að lokum.Olson: Mættum ekki tilbúnir til leiks Erik Olson, þjálfari FSu, bar sig vel þrátt fyrir 16 stiga tap, 104-88, fyrir Haukum í kvöld. Þetta var fimmta tap FSu í Domino's deildinni í vetur en nýliðarnir bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. "Ég vil ekki tala um þetta sem okkar versta leik á tímabilinu. Við dæmum leikina ekki þannig. En þessi frammistaða var ekki nógu góð," sagði Olson en hans menn voru á hælunum í byrjun leiks. Haukar skoruðu 11 fyrstu stig leiksins og gáfu tóninn fyrir framhaldið. "Við lentum strax undir og mættum ekki nógu einbeittir til leiks gegn sterku liði á útivelli. Við vorum komnir ofan í holu sem við komust ekki upp úr. "Það var auðvelt að spila í seinni hálfleiknum þegar munurinn var svona mikill og við gerðum það ágætlega. Við þurfum bara að mæta tilbúnir til leiks gegn svona sterkum liðum." En sá Olson einhverja ljósa punkta í leik FSu í kvöld? "Já, það voru nokkrar einstaklingsframmistöður sem voru góðar en heildarframmistaðan var ekki nógu góð. Við höfum samt bætt okkur milli leikja. "Það var jafnvægi í stigaskorun í kvöld, við rúlluðum vel á liðinu og unnum vel saman í sókninni en vörnin var ekki nógu góð," sagði Olson sem var ekki tilbúinn að kvitta upp á að hans menn hafi skort trú á verkefni kvöldins. "Nei, ég trúi því ekki. Mínir menn æfa vel og leggja sig fram og trúa á það sem þeir eru að gera. En þegar mótherjinn byrjar svona vel og hittir vel, þá getur það verið erfitt fyrir reynslulítið lið. "Við getum bætt margt en það er enginn búinn að kasta hvíta handklæðinu inn. Við erum með nógu gott lið, við þurfum bara að læra að vinna og klára leiki," sagði Olson að endingu.Tweets by @Visirkarfa3 Kári Jónsson í leiknum á móti FSu í kvöld.Vísir/ErnirÍvar Ásgrímsson.Vísir/ErnirErik Olson.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti