Körfubolti

Jóhann biðst afsökunar á ummælum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Ólafsson.
Jóhann Ólafsson. Vísir/Ernir
Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, hefur beðist afsökunar á þeim ummælum sem hann lét falla í viðtali við Vísi eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í Domino's-deild karla í gær.

Jóhann var ósáttur við að Eric Wise, leikmaður Grindavíkur, hafi ekki verið úrskurðaður í leikbann fyrr en á miðvikudagskvöld, tæpum sólarhringi áður en leikurinn gegn Stjörnunni fór fram.

Sjá einnig: Jóhann: Skita hjá aganefnd

Í ljós kom að gagnrýni hans var byggð á misskilningi sem hann leiðréttir nú í meðfylgjandi yfirlýsingu:

„Ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem ég lét falla eftir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í gær varðandi störf aganefndar KKÍ.

Ég taldi að aganefnd kæmi saman á þriðjudögum og reiknaði með niðurstöðu í málinu samdægus. Nú hefur komið í ljós að aganefnd var að vinna eftir regluverki KKÍ. Það er ljóst að það hefur áhrif á undirbúning beggja liða hvort að lykilmaður verður með eða ekki og lét ég fara í taugarnar á mér hversu seint úrskurðurinn var birtur. Eins og áður sagði bið það heiðursfólk sem starfar í aganefnd KKÍ afsökunar á þessum ummælum.

Virðingarfyllst,

Jóhann Þór Ólafsson“


Tengdar fréttir

Jóhann: Skita hjá aganefnd

Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, segir það vanvirðingu við bæði lið hversu seint úrskurður aganefndar barst í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×