Viðar Örn: Þetta var óboðlegt Gunnar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2015 22:29 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, með Bandaríkjamanninum Tobin Carberry. Vísir/Stefán Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti