Körfubolti

Körfuboltakvöld: Jón Axel þarf að læra að takast á við betri varnarmenn liðanna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Hann skiptir hellings máli fyrir þetta lið. Honum til varnar þá var ekki heil brú í Grindavíkurliðinu í þremur leikhlutum í leiknum. Hann er ekki orðinn tvítugur og má eiga slæman dag,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingunum í þættinum Körfuboltakvöld í gær, um mikilvægi Jóns Axels Guðmundssonar í liði Grindavíkur.

„Hann er að fóta sig í deildinni. Hann byrjar gríðarlega vel en lendir aðeins á vegg þegar kemur að því að lið tóku eftir því hversu vel hann var að spila og tóku hann alvarlega. Settu sterkari varnarmenn á hann og hann þarf að læra að taka á því,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu frammistöðu Jóns Axels í leiknum gegn Stjörnunni og frammistöðu liðsins í gær og má sjá innslagið hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×