Teitur: Enginn frá Njarðvík hafði samband við Björn í vikunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2015 22:26 Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, vísaði fullyrðinum Böðvars Guðjónssonar, formanns meistaraflokksráðs KR, á Vísi í dag til föðurhúsanna. Böðvar sagði í viðtali fyrr í dag að tvö félög í Domino's-deild karla, Njarðvík og ÍR, ræddu við leikmann KR í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var um leikstjórnandann Björn Kristjánsson að ræða. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn. Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu,“ sagði Böðvar við Vísi fyrr í dag.Sjá einnig:Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Teitur Örlygsson var í viðtali í Domino's-körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hann tjáði sig um málið og sagði fullyrðingar Böðvars rangar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var ekki sáttur við að Böddi fari með svona í blöðin. Þetta gekk ekki alveg svona fyrir sig. Þetta er bara ekki rétt,“ sagði Teitur við þáttarstjórnandann Kjartan Atla Kjartansson.Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls.VísirTeitur segir að allt hafi farið á fullt hjá Njarðvík í haust þegar leikstjórnandinn Stefan Bonneau meiddist illa. Þá hafi þeir haft samband við nokkra leikmenn sem þeir töldu vera samningslausa - þeirra á meðal Björn Kristjánsson og Ægi Þór Steinarsson, leikmenn KR. „Ægir var ekki búinn að skrifa undir við KR þá en gerði það á endanum. Bjössi var þá nýbúinn að skrifa undir sinn samning,“ sagði Teitur. „Við erum ósáttir að það sé fullyrt að við höfðum samband við hann af fyrra bragði í vikunni. Það gerði ekki nokkur maður hjá Njarðvík.“Böðvar Guðjónsson.VísirTeitur segir það rétt sem Böðvar sagði, að öll samskipti um samningsbundna leikmenn eigi að fara fram í gegnum forráðamanna félaganna. Til hafi staðið að funda eftir leik liðanna í kvöld, sem KR vann örugglega, en ekkert hafi orðið að því. „Ég veit ekki hvort að það sé út af þessu viðtali. Við lásum allavega úr því að þessi fundur væri líklegast ekki að fara fram.“ „Mér finnst þeiðinlegt að það sé verið að stilla Bjössa upp við vegg. Það er óþægilegt fyrir unga leikmenn,“ sagði Teitur Örlygsson. Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, vísaði fullyrðinum Böðvars Guðjónssonar, formanns meistaraflokksráðs KR, á Vísi í dag til föðurhúsanna. Böðvar sagði í viðtali fyrr í dag að tvö félög í Domino's-deild karla, Njarðvík og ÍR, ræddu við leikmann KR í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var um leikstjórnandann Björn Kristjánsson að ræða. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn. Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu,“ sagði Böðvar við Vísi fyrr í dag.Sjá einnig:Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Teitur Örlygsson var í viðtali í Domino's-körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hann tjáði sig um málið og sagði fullyrðingar Böðvars rangar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var ekki sáttur við að Böddi fari með svona í blöðin. Þetta gekk ekki alveg svona fyrir sig. Þetta er bara ekki rétt,“ sagði Teitur við þáttarstjórnandann Kjartan Atla Kjartansson.Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls.VísirTeitur segir að allt hafi farið á fullt hjá Njarðvík í haust þegar leikstjórnandinn Stefan Bonneau meiddist illa. Þá hafi þeir haft samband við nokkra leikmenn sem þeir töldu vera samningslausa - þeirra á meðal Björn Kristjánsson og Ægi Þór Steinarsson, leikmenn KR. „Ægir var ekki búinn að skrifa undir við KR þá en gerði það á endanum. Bjössi var þá nýbúinn að skrifa undir sinn samning,“ sagði Teitur. „Við erum ósáttir að það sé fullyrt að við höfðum samband við hann af fyrra bragði í vikunni. Það gerði ekki nokkur maður hjá Njarðvík.“Böðvar Guðjónsson.VísirTeitur segir það rétt sem Böðvar sagði, að öll samskipti um samningsbundna leikmenn eigi að fara fram í gegnum forráðamanna félaganna. Til hafi staðið að funda eftir leik liðanna í kvöld, sem KR vann örugglega, en ekkert hafi orðið að því. „Ég veit ekki hvort að það sé út af þessu viðtali. Við lásum allavega úr því að þessi fundur væri líklegast ekki að fara fram.“ „Mér finnst þeiðinlegt að það sé verið að stilla Bjössa upp við vegg. Það er óþægilegt fyrir unga leikmenn,“ sagði Teitur Örlygsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira