Körfubolti

Kári stýrir Stólunum þangað til nýr þjálfari finnst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tindastóll er með fjögur stig í Domino's deildinni.
Tindastóll er með fjögur stig í Domino's deildinni. vísir/vilhelm
Sem kunnugt er var Pieti Poikola sagt upp störfum sem þjálfara Tindastóli í gær eftir aðeins fjórar umferðir í Domino's deild karla í körfubolta.

Poikola, sem er einnig landsliðsþjálfari Dana, tók við þjálfarastarfinu af Israel Martin sem kom Stólunum alla leið í úrslit í fyrra þar sem liðið tapaði 3-1 fyrir KR.

Sjá einnig: Körfuboltakvöld: Var búinn að heyra að hann væri með Excel-skjal | Myndband

Á heimasíðu Tindastóls í kvöld birtist orðsending til stuðningsmanna félagsins þar sem fram kemur að leit að nýjum þjálfara sé enn í gangi.

Þar er einnig greint frá því að Kári Maríasson muni stýra liðinu þangað nýr þjálfari finnst. Kári er öllum hnútum kunnugur hjá Tindastóli en hann er fyrrverandi leikmaður liðsins og þjálfari. Á síðasta tímabili var hann aðstoðarþjálfari Martin.

Orðsendinguna í heild sinni má lesa hér að neðan eða á heimasíðu Tindastóls:



Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls vinnur enn að því að finna nýjan þjálfara fyrir liðið en þjálfarar liðsins, Pieti Poikola og Harri Mannonen, voru leystir undan samningi við liðið í gærmorgun. Stjórn og liðsmenn Tindastóls vilja koma því á framfæri við stuðningsmenn sína að liðið ætli að standa saman sem aldrei fyrr og muni ekki leggja árar í bát. Þau biðla til stuðningsmanna að gera hið saman og þjappa sér að baki liðinu.

Sem fyrr segir vinnur stjórnin hörðum höndum að því að finna nýjan þjálfara. Kári Marísson hefur boðið fram þjónustu sína, en hann hefur starfað um árabil með liðinu og var m.a. aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta leiktímabili. Kári kemur til með að brúa bilið við þjálfun liðsins á meðan leit stendur yfir að nýjum þjálfara og er honum færðar miklar þakkir fyrir það.


Tengdar fréttir

Pieti Poikola gagnrýnir „varnarkúltur“ Domino´s deildarinnar

Pieti Poikola var í dag rekinn sem þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta en hann fékk aðeins að stýra liðinu í fjórum leikjum í Domino´s deild karla. Tindastóll tapaði tveimur síðustu leikjunum þar af þeim seinni á móti Haukum á heimavelli í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×