Ásmundur: Efaðist um að Ásgeir Börkur væri minn maður Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2015 17:23 Ásmundur Arnarsson fékk Ásgeir Börk þrátt fyrir ummæli hans. vísir/daníel/vilhelm Ásmundur Arnarsson, sem þjálfaði Fylki og ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar, lagði spilin á borðið í uppgjörsviðtali um Pepsi-deildina í Akraborginni í dag. Þar ræddi Ásmundur um brottreksturinn frá Fylki, en hann var látinn fara eftir þrjú ár í Árbænum. „Maður fór að verða var við þrýsting og pirring eftir Skagaleikinn. Maður veit, sem þjálfari, að maður getur alltaf verið rekinn. Það gerist ef liðið er gjörsamlega óásættanlegum stað eða ef menn geta ekki unnið saman,“ sagði Ásmundur.Allt viðtalið má heyra neðst í fréttinni. „Þriðja atriðið sem skiptir milu máli er að halda klefanum. Það sem gerist eftir Skagaleikinn er að stjórnin tekur nokkra menn og ræðir við þá án minnar vitundar.“ „Stjórnin ræðir við þá um hvort ég hefði átt að gera betur hér og þar. Þarna vil ég meina, þó það hafi ekki verið þeirra vilji, að hafi verið grafið undan mér og ég missti aðeins traustið í klefanum,“ sagði Ásmundur.Ásmundur Arnarsson á hliðarlínunni með Fylki.vísir/daníelPressa frá fjölmiðlamönnum Eftir 4-0 tap í Vestmannaeyjum var Ásmundur svo látinn fara, en þar sprakk allt í klefanum eftir leik og þurfti að stíga á milli fyrirliða liðsins og forráðamanns þess sem rifust heiftarlega. Ásmundur sagði það ekki hafa hjálpað sér að fjölmiðlamenn gagnrýndu liðið harkalega þrátt fyrir að vera meira og minna á þeim stað í töflunni sem þeim var spáð. „Í framhaldi af þessum fundum fór maður að hugsa að það gæti eitthvað farið að gerast. Engu að síður voru samskipti mín og stjórnar 100 prósent góð,“ sagði Ásmundur. „Hins vegar var mikið talað um það af fjölmiðlamönnum, sem spáðu okkur í 6.-7. sæti, að staða okkar í deildinni væri skandall og það hlyti að vera kominn tími á breytingar.“ „Þetta var ítrekað farið yfir og nefnt í öllum helstu umfjöllunum þannig það skapaðist þrýstingur einhverskonar. Hvers vegna niðurstaðan var svona veit ég ekki.“ „Eftir uppákomuna í Eyjum þar sem þurfti að ganga á milli manna gerði ég mér grein fyrir því, að það væri verið að ræða þetta mál. Ég ákvað bara að gefa þeim frið í það og lét dagana líða. Svo fæ ég símtal á mánudagsmorgni og þetta var klárað í hádeginu,“ sagði Ásmundur.Hermann Hreiðarsson var maðurinn sem Ásgeir Börkur vildi og hann tók við liðinu af Ásmundi.vísir/valliFlókið mál Ásmundur ræddi einnig annað málefni sem gerði honum erfitt fyrir. „Tímabilið var ekki byrjað þegar eiginlega var komið babb í bátinn,“ sagði hann og vísaði til félagaskipta Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, fyrirliða Fylkis. Síðasta haust var sterkur orðrómur um að Hermann Hreiðarsson yrði ráðinn þjálfari Fylkis og Ásgeir Börkur lýsti yfir mikilli ánægju með það í viðtali við 433.is Ásgeir skaut leynt og ljóst á Ásmund þegar hann sagði: „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er þessi „winning-hugsunarháttur“. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði.“Sjá einnig:Draumur Ásgeirs Barkar rættist: Hermann algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki „Þetta var ekkert einfalt mál að tækla,“ sagði Ásmundur í Akraborginni í dag. „Þetta er túlkað á þann hátt að hann sé að setja út á það sem á undan er gengið og vilji fá Hemma sem þjálfara. Hann var á leiðinni heim og Árbærinn vildi Börkinn heim. Þarna var komin upp flókin staða.“ Ásmundur segist hafa sett allar sínar skoðanir til hliðar og lagt mikið á sig til að fá Ásgeir Börk sem var með samningstilboð frá fleiri liðum. „Ég vildi fá hann. Árbærinn er hjarta hans og þannig leikmenn viltu hafa. Ég lagði því mitt að mörkum til að fá hann, en auðvitað setti þetta samt strik í reikninginn áður en farið var af stað með þetta,“ sagði Ásmundur, en voru það mistök? „Ég hafði aldrei efasemdir um að hann myndi passa inn í hópinn, en ég efaðist um að hann væri minn maður. Þetta er eitt af þeim atriðum þar sem maður lítur til baka og veltir fyrir sér hvort þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, sem þjálfaði Fylki og ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar, lagði spilin á borðið í uppgjörsviðtali um Pepsi-deildina í Akraborginni í dag. Þar ræddi Ásmundur um brottreksturinn frá Fylki, en hann var látinn fara eftir þrjú ár í Árbænum. „Maður fór að verða var við þrýsting og pirring eftir Skagaleikinn. Maður veit, sem þjálfari, að maður getur alltaf verið rekinn. Það gerist ef liðið er gjörsamlega óásættanlegum stað eða ef menn geta ekki unnið saman,“ sagði Ásmundur.Allt viðtalið má heyra neðst í fréttinni. „Þriðja atriðið sem skiptir milu máli er að halda klefanum. Það sem gerist eftir Skagaleikinn er að stjórnin tekur nokkra menn og ræðir við þá án minnar vitundar.“ „Stjórnin ræðir við þá um hvort ég hefði átt að gera betur hér og þar. Þarna vil ég meina, þó það hafi ekki verið þeirra vilji, að hafi verið grafið undan mér og ég missti aðeins traustið í klefanum,“ sagði Ásmundur.Ásmundur Arnarsson á hliðarlínunni með Fylki.vísir/daníelPressa frá fjölmiðlamönnum Eftir 4-0 tap í Vestmannaeyjum var Ásmundur svo látinn fara, en þar sprakk allt í klefanum eftir leik og þurfti að stíga á milli fyrirliða liðsins og forráðamanns þess sem rifust heiftarlega. Ásmundur sagði það ekki hafa hjálpað sér að fjölmiðlamenn gagnrýndu liðið harkalega þrátt fyrir að vera meira og minna á þeim stað í töflunni sem þeim var spáð. „Í framhaldi af þessum fundum fór maður að hugsa að það gæti eitthvað farið að gerast. Engu að síður voru samskipti mín og stjórnar 100 prósent góð,“ sagði Ásmundur. „Hins vegar var mikið talað um það af fjölmiðlamönnum, sem spáðu okkur í 6.-7. sæti, að staða okkar í deildinni væri skandall og það hlyti að vera kominn tími á breytingar.“ „Þetta var ítrekað farið yfir og nefnt í öllum helstu umfjöllunum þannig það skapaðist þrýstingur einhverskonar. Hvers vegna niðurstaðan var svona veit ég ekki.“ „Eftir uppákomuna í Eyjum þar sem þurfti að ganga á milli manna gerði ég mér grein fyrir því, að það væri verið að ræða þetta mál. Ég ákvað bara að gefa þeim frið í það og lét dagana líða. Svo fæ ég símtal á mánudagsmorgni og þetta var klárað í hádeginu,“ sagði Ásmundur.Hermann Hreiðarsson var maðurinn sem Ásgeir Börkur vildi og hann tók við liðinu af Ásmundi.vísir/valliFlókið mál Ásmundur ræddi einnig annað málefni sem gerði honum erfitt fyrir. „Tímabilið var ekki byrjað þegar eiginlega var komið babb í bátinn,“ sagði hann og vísaði til félagaskipta Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, fyrirliða Fylkis. Síðasta haust var sterkur orðrómur um að Hermann Hreiðarsson yrði ráðinn þjálfari Fylkis og Ásgeir Börkur lýsti yfir mikilli ánægju með það í viðtali við 433.is Ásgeir skaut leynt og ljóst á Ásmund þegar hann sagði: „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er þessi „winning-hugsunarháttur“. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði.“Sjá einnig:Draumur Ásgeirs Barkar rættist: Hermann algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki „Þetta var ekkert einfalt mál að tækla,“ sagði Ásmundur í Akraborginni í dag. „Þetta er túlkað á þann hátt að hann sé að setja út á það sem á undan er gengið og vilji fá Hemma sem þjálfara. Hann var á leiðinni heim og Árbærinn vildi Börkinn heim. Þarna var komin upp flókin staða.“ Ásmundur segist hafa sett allar sínar skoðanir til hliðar og lagt mikið á sig til að fá Ásgeir Börk sem var með samningstilboð frá fleiri liðum. „Ég vildi fá hann. Árbærinn er hjarta hans og þannig leikmenn viltu hafa. Ég lagði því mitt að mörkum til að fá hann, en auðvitað setti þetta samt strik í reikninginn áður en farið var af stað með þetta,“ sagði Ásmundur, en voru það mistök? „Ég hafði aldrei efasemdir um að hann myndi passa inn í hópinn, en ég efaðist um að hann væri minn maður. Þetta er eitt af þeim atriðum þar sem maður lítur til baka og veltir fyrir sér hvort þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Ásmundur Arnarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira