Þetta getur verið algjör gildra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Anton Ísland leikur sinn fyrsta útileik í undankeppni EM 2017 í dag er stelpurnar okkar mæta Makedóníu í Skopje. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum, 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi, í síðasta mánuði en hefur ekki efni á því að slá af í dag. „Þetta getur verið algjör gildra,“ sagði Freyr Alexandersson við Fréttablaðið í gær. „Ísland hefur á síðustu árum tapað dýrmætum útivallarstigum gegn liðum sem hefur reynst dýrkeypt, svo sem gegn Slóveníu og Belgíu.“ Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í undankeppninni og kemst beint á EM með því að vinna riðilinn. Útivallarstigin eru því afar dýrmæt.Ættu ekki að komast í hóp „Þessi leikur snýst um okkur og hvernig við munum spila,“ segir Freyr. „Natasia Andonova, sem spilar með Söru Björk [Gunnarsdóttur] hjá Rosengård í Svíþjóð er gríðarlega öflugur leikmaður en aðrir leikmenn í landsliði Makedóníu ættu ekki að komast í hóp hjá okkur. Hugarfarið þarf því að vera í lagi.“ Freyr segir að ferðalagið til Makedóníu hafi gengið að mestu leyti vel, sem og æfingar fyrir leikinn. „Það hafa verið einhverjir hnökrar eins og gengur og gerist á löngu ferðalagi og þegar maður kemur í aðra menningu. En heilt yfir er ég ánægður,“ segir Freyr sem heldur með lið sitt til Slóveníu eftir leikinn. Þar á Ísland leik á mánudag.Reiknar ekki með Hólmfríði Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem báðar spila í Noregi, hafa verið að glíma við meiðsli en Freyr reiknar ekki með því að sú fyrrnefnda nái leiknum í dag. „Miðað við hvernig henni leið á æfingunni [í gær] þyrftu hlutirnir að gerast ansi hratt hjá henni til að hún næði leiknum,“ segir Freyr en Hólmfríður á 99 landsleiki að baki. „Hún vill auðvitað ná hundraðasta leiknum sínum en það borgar sig í svona aðstæðum að sýna skynsemi. Ég vil að mínir leikmenn séu heilir,“ segir Freyr og bætir við að líklegt sé að hún nái leiknum í Slóveníu á mánudag. Guðbjörg hefur verið að glíma við meiðsli í öxl en kenndi sér ekki meins á æfingunni í gær. „Það hefur verið mikið álag á henni en hún er nú komin í gang og ég reikna með henni í dag.“ Makedónía er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni í dag en hann hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30 Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Sjá meira
Ísland leikur sinn fyrsta útileik í undankeppni EM 2017 í dag er stelpurnar okkar mæta Makedóníu í Skopje. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum, 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi, í síðasta mánuði en hefur ekki efni á því að slá af í dag. „Þetta getur verið algjör gildra,“ sagði Freyr Alexandersson við Fréttablaðið í gær. „Ísland hefur á síðustu árum tapað dýrmætum útivallarstigum gegn liðum sem hefur reynst dýrkeypt, svo sem gegn Slóveníu og Belgíu.“ Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í undankeppninni og kemst beint á EM með því að vinna riðilinn. Útivallarstigin eru því afar dýrmæt.Ættu ekki að komast í hóp „Þessi leikur snýst um okkur og hvernig við munum spila,“ segir Freyr. „Natasia Andonova, sem spilar með Söru Björk [Gunnarsdóttur] hjá Rosengård í Svíþjóð er gríðarlega öflugur leikmaður en aðrir leikmenn í landsliði Makedóníu ættu ekki að komast í hóp hjá okkur. Hugarfarið þarf því að vera í lagi.“ Freyr segir að ferðalagið til Makedóníu hafi gengið að mestu leyti vel, sem og æfingar fyrir leikinn. „Það hafa verið einhverjir hnökrar eins og gengur og gerist á löngu ferðalagi og þegar maður kemur í aðra menningu. En heilt yfir er ég ánægður,“ segir Freyr sem heldur með lið sitt til Slóveníu eftir leikinn. Þar á Ísland leik á mánudag.Reiknar ekki með Hólmfríði Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem báðar spila í Noregi, hafa verið að glíma við meiðsli en Freyr reiknar ekki með því að sú fyrrnefnda nái leiknum í dag. „Miðað við hvernig henni leið á æfingunni [í gær] þyrftu hlutirnir að gerast ansi hratt hjá henni til að hún næði leiknum,“ segir Freyr en Hólmfríður á 99 landsleiki að baki. „Hún vill auðvitað ná hundraðasta leiknum sínum en það borgar sig í svona aðstæðum að sýna skynsemi. Ég vil að mínir leikmenn séu heilir,“ segir Freyr og bætir við að líklegt sé að hún nái leiknum í Slóveníu á mánudag. Guðbjörg hefur verið að glíma við meiðsli í öxl en kenndi sér ekki meins á æfingunni í gær. „Það hefur verið mikið álag á henni en hún er nú komin í gang og ég reikna með henni í dag.“ Makedónía er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni í dag en hann hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30 Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Sjá meira
Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30
Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30