Refsigleði landsmanna er römm Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2015 11:18 Helgi Gunnlaugsson. Helstu niðurstöður eru þær að ríkjandi refsistefna sé í takti við siðferðisvitun þjóðarinnar. „Sextíu prósent þjóðarinnar er fylgjandi ríkjandi refsipólitík, þá að varsla og neysla sé refsiverð. Ríkjandi refsipólitík endurspeglar því meirihlutavilja þjóðarinnar,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Helgi hefur kannað afstöðu landsmanna til laga sem snúa að fíkniefnum og vændi nú árum saman og honum sýnist þó sá hópur fara stækkandi sem vill ljá máls á öðrum leiðum en refsistefnunni. Helgi mun á morgun flytja erindi á hinum hinum árlega Þjóðarspegli, ráðstefnu í félagsvísindum, sem fram fer á morgun í Háskóla Íslands. Erindi Helga, og samstarfsmanns hans Jónas Orra Jónassonar félagsfræðings sem nú starfar hjá lögreglunni, verður í Odda klukkan eitt og er öllum frjáls aðgangur. Vísir ræddi við Helga og fékk hann til að tæpa á efni erindisins, sem ber yfirskriftina Réttartilfinning borgaranna: Vilja Íslendingar refsa fyrir vændi og neyslu fíkniefna sem byggir á nýrri rannsókn, skoðanakönnun sem leiðir þetta í ljós.Þíða í refsigleðinniFyrst að könnuninni sem slíkri. Um er að ræða 1.500 manna úrtak og var mjög góð svörun, eða 63 prósent. Helgi segir að þeir félagar hafi gætt þess vel að úrtakið endurspegli vel þýðið, eða þjóðina og er þá horft til 18 ára og eldri.Kristján Þór Júlíusson hefur lýst yfir því að hann vilji endurskoða refsistefnuna og er ályktun nýafstaðins Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í takti við það.„Já, við erum með marktæk svör; hvernig þjóðin horfir á þennan málaflokki. Ég hef mælt afstöðu Íslendinga í fjölda ára. Þessi afbrot hafa verið metin mjög alvarleg og viðhorf á Alþingi spegla það. Þar hefur verið einhugur að baki ríkjandi stefnu. Ég hef fylgst með allt frá 1970, en það er fyrst nú á allra síðustu misserum sem við heyrum aðeins aðrar raddir. Fram til 2010 full samstaða á Alþingi, meðal stjórnvalda og í helstu stofnunum samfélagsins að viðhalda ríkjandi refsipólitík. En erum á síðustu misserum að sjá þíðu í þessum viðbrögðum. Menn eru farnir að sjá að það eru til aðrar leiðir og menn eru meta hverju ríkjandi stefna hefur skilað og kannski sérstaklega hvað snertir neyslu; vörslu til eigin nota.“Þrjátíu prósent vilja skoða nýjar leiðirHelgi segist horfa til þess að stórir hópar hafa prófað og neytt þessara efna, hópar sem mega heita venjulegir borgarar. Það er þá hætta á að þeir verði handteknir og lendi á sakaskrá fyrir brot sem margir telja að eigi ekki heima á sakaskrá með þeim afleiðingum sem því fylgir. Helgi segist greina breytingu á afstöðu í ljósi þessa. „Þetta eru um það bil 30 prósent þjóðarinnar sem ljá máls á að leita annarra leiða sem felst í afglæpavæðingu á neyslu fíkniefna og vörslu þeirra; álitlegur hópur sem vill opna á nýjar leiðir.“ Þessi hópur var heldur minni í fyrra eða um 20 til 25 prósent. „En, enn stendur meirihluti þjóðarinnar á bak við ríkjandi refsilöggjöf.“Ungt fólk og karlar sem vill endurskoðunSé litið til samsetningu þess hóps sem vill endurskoða stefnuna þá kemur í ljós að hann samanstendur einkum af ungu fólki, þrjátíu ára og yngri. „Ungt fólk vill frekar sjá endurskoðun. Ungir karlar, meirihluti þeirra vill endurskoða þetta. Þetta er fyrst og fremst unga fólkið sem er að keyra fram þessar breytingar. Svo fer minnkandi stuðningur við breytingar eftir því sem fólk eldist. Ástæðan væntanlega sú að þetta er í umhverfi unga fólksins, sem gerir að unga fólkið hefur ekki eins mikinn ótta gagnvart þessu og þeir sem eldri eru,“ segir Helgi. Helgi segir að þær breytingar í átt til aukins frjálsræðis komi ekki á óvart. Hann tók eftir því að eitthvað var að gerast í fyrra, þegar hliðstæð könnun var gerð. „Jú, kannski hvað þetta er orðið áberandi hjá unga fólkinu að vilja fara nýjar leiðir. En, mynstrið kom ekki á óvart þá það að unga fólkið vildi frekar breytingar en þeir sem eldri eru. Þetta er alveg sama mynstrið og var með bjórinn á sínum tíma, unga fólkið vildi bjórinn, þeir eldri ekki. Og áhugavert að skoða þetta í því ljósi. Meirihluti kvenna var á móti bjórnum fram á síðasta dag. Unga fólkið dreif frama breytingar á því þegar bjórinn var leyfður 1989.“Frjálslyndi ungs fólks nær ekki til vændismálaÞetta þýðir þá væntanlega það að ungt fólk og karlar eru frjálslyndari?„Njahh, það er áhugavert að ekki er það sama uppi á teningunum um vændið. Þar voru jafnvel fleiri meðal ungs fólks sem styðja bann við kaupum á vændi. Þar eru heldur fleiri konur sem vilja banna þetta. En, sé bara litið til ungs fólks þá eru heldur fleiri í þeim hópi sem vilja refsa fyrir vændiskaup. Þannig að ekki er hægt að segja að ungt fólk sé frjálslyndara hvað þetta varðar.“Áttatíu prósent kvenna er áfram um að það beri að refsa fyrir vændiskaup.Helgi veltir því fyrir sér hverju sæti, og telur að þetta gæti verið vegna þess að ungt fólk, sem sækir skemmtanalífið og því í meiri nálægð við hugsanlega kynlífsfélaga telji ankannalegt að kaupa þjónustu af þessu tagi; að kynlífsfélagar eigi ekki að ganga kaupum og sölum. Eldri eru ef til vill bundnari sínum mökum. Þá kann mikil umræða um hlutgervingu kvenna og slíkt að spila þar inní.Mikill meirihluti kvenna vill refsa fyrir vændiskaupÞað kemur á daginn að meirihlutinn vill refsa fyrir vændi. „60 er fylgjandi því að það beri að refsa fyrir vændi. Og þar er kynjamunurinn verulegur. Mikill meirihluti kvenna, eða 80 prósent kvenna eru fylgjandi því að það beri að refsa fyrir vændiskaup. Rúmlega 40 prósent karla sem vilja refsa fyrir vændiskaup. Stór hluti karla tekur ekki afstöðu en meðal þeirra sem taka afstöðu eru heldur fleiri karla sem vilja refsa fyrir vændiskaup.“ Helgi segir að þessi sextíu prósent sem vilji refsa fyrir vændiskaup, sú afstaða sé að verulegu leyti borin upp af konum.Menn úti í heimi furða sig á vændislögumHelgi segir að kollegar sínir úti í heimi furði sig á þessari aðferð sem hér er viðhöfð, sem og í Svíþjóð og Noregi, að refsa fyrir vændiskaup en ekki sölu á vændi. Þeir telja þetta þversagnakennt. „Það er auðvitað svo í brotaflokki þar sem enginn kærir, að þetta er tvíbent, hversu langt við eigum að ganga með réttarvörslukerfið. Vændiskonan er talin brotaþoli jafnvel þó hún geri það ekki sjálf.“ Lögin taka sem sagt mið af siðferðisspurningum, það að manneskja selji sig gengur í berhögg við siðferðisvitund margra. „Fyrir vændiskonu er það skömm og mikill stimpill sem fylgir slíku starfi, samfélagsleg vandlæting,“ segir Helgi. „Já, þetta er framandi í huga þeirra en niðrí Evrópu eru hagsmunasamtök vændiskvenna sem eru að berjast fyrir réttindum sínum.“ Alþingi Tengdar fréttir Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Mannúð og meðferð í stað róttækrar refsistefnu Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. 22. október 2015 07:00 Andstaða við bann við fíkniefnaneyslu fer vaxandi Guðmundur Steingrímsson vill lögleiða kannabis. Lagt til á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð. 22. október 2015 19:45 Skýr niðurstaða meistararitgerðar: Refsistefna stjórnvalda í fíkniefnamálum virkar ekki „Það er ekkert að fara að breytast ef fíklar þurfa að flýja lögregluna og lifa í undirheimum án þess að fá aðstoð,“ segir Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. 6. september 2015 16:16 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Sextíu prósent þjóðarinnar er fylgjandi ríkjandi refsipólitík, þá að varsla og neysla sé refsiverð. Ríkjandi refsipólitík endurspeglar því meirihlutavilja þjóðarinnar,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Helgi hefur kannað afstöðu landsmanna til laga sem snúa að fíkniefnum og vændi nú árum saman og honum sýnist þó sá hópur fara stækkandi sem vill ljá máls á öðrum leiðum en refsistefnunni. Helgi mun á morgun flytja erindi á hinum hinum árlega Þjóðarspegli, ráðstefnu í félagsvísindum, sem fram fer á morgun í Háskóla Íslands. Erindi Helga, og samstarfsmanns hans Jónas Orra Jónassonar félagsfræðings sem nú starfar hjá lögreglunni, verður í Odda klukkan eitt og er öllum frjáls aðgangur. Vísir ræddi við Helga og fékk hann til að tæpa á efni erindisins, sem ber yfirskriftina Réttartilfinning borgaranna: Vilja Íslendingar refsa fyrir vændi og neyslu fíkniefna sem byggir á nýrri rannsókn, skoðanakönnun sem leiðir þetta í ljós.Þíða í refsigleðinniFyrst að könnuninni sem slíkri. Um er að ræða 1.500 manna úrtak og var mjög góð svörun, eða 63 prósent. Helgi segir að þeir félagar hafi gætt þess vel að úrtakið endurspegli vel þýðið, eða þjóðina og er þá horft til 18 ára og eldri.Kristján Þór Júlíusson hefur lýst yfir því að hann vilji endurskoða refsistefnuna og er ályktun nýafstaðins Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í takti við það.„Já, við erum með marktæk svör; hvernig þjóðin horfir á þennan málaflokki. Ég hef mælt afstöðu Íslendinga í fjölda ára. Þessi afbrot hafa verið metin mjög alvarleg og viðhorf á Alþingi spegla það. Þar hefur verið einhugur að baki ríkjandi stefnu. Ég hef fylgst með allt frá 1970, en það er fyrst nú á allra síðustu misserum sem við heyrum aðeins aðrar raddir. Fram til 2010 full samstaða á Alþingi, meðal stjórnvalda og í helstu stofnunum samfélagsins að viðhalda ríkjandi refsipólitík. En erum á síðustu misserum að sjá þíðu í þessum viðbrögðum. Menn eru farnir að sjá að það eru til aðrar leiðir og menn eru meta hverju ríkjandi stefna hefur skilað og kannski sérstaklega hvað snertir neyslu; vörslu til eigin nota.“Þrjátíu prósent vilja skoða nýjar leiðirHelgi segist horfa til þess að stórir hópar hafa prófað og neytt þessara efna, hópar sem mega heita venjulegir borgarar. Það er þá hætta á að þeir verði handteknir og lendi á sakaskrá fyrir brot sem margir telja að eigi ekki heima á sakaskrá með þeim afleiðingum sem því fylgir. Helgi segist greina breytingu á afstöðu í ljósi þessa. „Þetta eru um það bil 30 prósent þjóðarinnar sem ljá máls á að leita annarra leiða sem felst í afglæpavæðingu á neyslu fíkniefna og vörslu þeirra; álitlegur hópur sem vill opna á nýjar leiðir.“ Þessi hópur var heldur minni í fyrra eða um 20 til 25 prósent. „En, enn stendur meirihluti þjóðarinnar á bak við ríkjandi refsilöggjöf.“Ungt fólk og karlar sem vill endurskoðunSé litið til samsetningu þess hóps sem vill endurskoða stefnuna þá kemur í ljós að hann samanstendur einkum af ungu fólki, þrjátíu ára og yngri. „Ungt fólk vill frekar sjá endurskoðun. Ungir karlar, meirihluti þeirra vill endurskoða þetta. Þetta er fyrst og fremst unga fólkið sem er að keyra fram þessar breytingar. Svo fer minnkandi stuðningur við breytingar eftir því sem fólk eldist. Ástæðan væntanlega sú að þetta er í umhverfi unga fólksins, sem gerir að unga fólkið hefur ekki eins mikinn ótta gagnvart þessu og þeir sem eldri eru,“ segir Helgi. Helgi segir að þær breytingar í átt til aukins frjálsræðis komi ekki á óvart. Hann tók eftir því að eitthvað var að gerast í fyrra, þegar hliðstæð könnun var gerð. „Jú, kannski hvað þetta er orðið áberandi hjá unga fólkinu að vilja fara nýjar leiðir. En, mynstrið kom ekki á óvart þá það að unga fólkið vildi frekar breytingar en þeir sem eldri eru. Þetta er alveg sama mynstrið og var með bjórinn á sínum tíma, unga fólkið vildi bjórinn, þeir eldri ekki. Og áhugavert að skoða þetta í því ljósi. Meirihluti kvenna var á móti bjórnum fram á síðasta dag. Unga fólkið dreif frama breytingar á því þegar bjórinn var leyfður 1989.“Frjálslyndi ungs fólks nær ekki til vændismálaÞetta þýðir þá væntanlega það að ungt fólk og karlar eru frjálslyndari?„Njahh, það er áhugavert að ekki er það sama uppi á teningunum um vændið. Þar voru jafnvel fleiri meðal ungs fólks sem styðja bann við kaupum á vændi. Þar eru heldur fleiri konur sem vilja banna þetta. En, sé bara litið til ungs fólks þá eru heldur fleiri í þeim hópi sem vilja refsa fyrir vændiskaup. Þannig að ekki er hægt að segja að ungt fólk sé frjálslyndara hvað þetta varðar.“Áttatíu prósent kvenna er áfram um að það beri að refsa fyrir vændiskaup.Helgi veltir því fyrir sér hverju sæti, og telur að þetta gæti verið vegna þess að ungt fólk, sem sækir skemmtanalífið og því í meiri nálægð við hugsanlega kynlífsfélaga telji ankannalegt að kaupa þjónustu af þessu tagi; að kynlífsfélagar eigi ekki að ganga kaupum og sölum. Eldri eru ef til vill bundnari sínum mökum. Þá kann mikil umræða um hlutgervingu kvenna og slíkt að spila þar inní.Mikill meirihluti kvenna vill refsa fyrir vændiskaupÞað kemur á daginn að meirihlutinn vill refsa fyrir vændi. „60 er fylgjandi því að það beri að refsa fyrir vændi. Og þar er kynjamunurinn verulegur. Mikill meirihluti kvenna, eða 80 prósent kvenna eru fylgjandi því að það beri að refsa fyrir vændiskaup. Rúmlega 40 prósent karla sem vilja refsa fyrir vændiskaup. Stór hluti karla tekur ekki afstöðu en meðal þeirra sem taka afstöðu eru heldur fleiri karla sem vilja refsa fyrir vændiskaup.“ Helgi segir að þessi sextíu prósent sem vilji refsa fyrir vændiskaup, sú afstaða sé að verulegu leyti borin upp af konum.Menn úti í heimi furða sig á vændislögumHelgi segir að kollegar sínir úti í heimi furði sig á þessari aðferð sem hér er viðhöfð, sem og í Svíþjóð og Noregi, að refsa fyrir vændiskaup en ekki sölu á vændi. Þeir telja þetta þversagnakennt. „Það er auðvitað svo í brotaflokki þar sem enginn kærir, að þetta er tvíbent, hversu langt við eigum að ganga með réttarvörslukerfið. Vændiskonan er talin brotaþoli jafnvel þó hún geri það ekki sjálf.“ Lögin taka sem sagt mið af siðferðisspurningum, það að manneskja selji sig gengur í berhögg við siðferðisvitund margra. „Fyrir vændiskonu er það skömm og mikill stimpill sem fylgir slíku starfi, samfélagsleg vandlæting,“ segir Helgi. „Já, þetta er framandi í huga þeirra en niðrí Evrópu eru hagsmunasamtök vændiskvenna sem eru að berjast fyrir réttindum sínum.“
Alþingi Tengdar fréttir Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Mannúð og meðferð í stað róttækrar refsistefnu Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. 22. október 2015 07:00 Andstaða við bann við fíkniefnaneyslu fer vaxandi Guðmundur Steingrímsson vill lögleiða kannabis. Lagt til á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð. 22. október 2015 19:45 Skýr niðurstaða meistararitgerðar: Refsistefna stjórnvalda í fíkniefnamálum virkar ekki „Það er ekkert að fara að breytast ef fíklar þurfa að flýja lögregluna og lifa í undirheimum án þess að fá aðstoð,“ segir Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. 6. september 2015 16:16 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04
Mannúð og meðferð í stað róttækrar refsistefnu Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. 22. október 2015 07:00
Andstaða við bann við fíkniefnaneyslu fer vaxandi Guðmundur Steingrímsson vill lögleiða kannabis. Lagt til á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð. 22. október 2015 19:45
Skýr niðurstaða meistararitgerðar: Refsistefna stjórnvalda í fíkniefnamálum virkar ekki „Það er ekkert að fara að breytast ef fíklar þurfa að flýja lögregluna og lifa í undirheimum án þess að fá aðstoð,“ segir Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. 6. september 2015 16:16