Alfreð: Það er bara á milli okkar Anton Ingi Leifsson skrifar 10. október 2015 18:37 Alfreð ósáttur í leiknum í dag. Vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað gerist í síðari hálfleik. Við urðum passívari og hefðum átt að fara áfram upp í gegnum miðjuna eins og við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,” sagði Alfreð í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum að opna þá þannig og við hættum að gera það í síðari hálfleik. Það er erfitt að útskýra afhverju,” sagði Alfreð sem var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu, en þá spilaði Ísland fanta vel á köflum. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Það voru mjög góðar skiptingar milli kanta, vorum að skipta vel um stöður og vorum alltaf með þrjá til fjóra valmöguleika þegar við vorum að sækja á vörnina. Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik.” Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa myndað framherjapar Íslands lengst um af í keppninni. Jón Daði lék ekki í dag vegna meiðsla og fékk því Alfreð langþráð tækifæri og var hann skiljanlega ánægður með það. „Ég var mjög ánægður með að fá tækifærið. Ég er búinn að bíða lengi eftir því og ég gerði mitt besta. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ að spila, en maður vill alltaf meira,” og aðspurður hvað Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði hvíslað í eyra Alfreðs þegar hann kom af velli svaraði Alfreð: „Það er bara á milli okkar. Nei, nei, hann var ánægður með leikinn hjá mér og það er eitthvað til að byggja á,” sem veit ekki hvort hann byrji í Tyrklandi á þriðjudag. „Það kemur bara í ljós. Það eru enn þrír dagar í þann leik; ferðalag framundan og tvær æfingar. Við svekkjum okkur á tveimur töpuðum stigum í dag og svo sjáum við til hvað gerist.” Þessi 26 ára gamli framherji Olympiakos segir að menn hafi verið súrir og svekktir inn í klefa eftir jafnteflið þrátt fyrir að Ísland hafi tryggt EM sætið í síðustu umferð. „Já, mjög svekktir. Við viljum vinna alla leiki og það er kominn þannig hefð í hópinn þannig við vorum ekki ánægðir,” sagði Alfreð að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær. 10. október 2015 16:45 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað gerist í síðari hálfleik. Við urðum passívari og hefðum átt að fara áfram upp í gegnum miðjuna eins og við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,” sagði Alfreð í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum að opna þá þannig og við hættum að gera það í síðari hálfleik. Það er erfitt að útskýra afhverju,” sagði Alfreð sem var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu, en þá spilaði Ísland fanta vel á köflum. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Það voru mjög góðar skiptingar milli kanta, vorum að skipta vel um stöður og vorum alltaf með þrjá til fjóra valmöguleika þegar við vorum að sækja á vörnina. Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik.” Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa myndað framherjapar Íslands lengst um af í keppninni. Jón Daði lék ekki í dag vegna meiðsla og fékk því Alfreð langþráð tækifæri og var hann skiljanlega ánægður með það. „Ég var mjög ánægður með að fá tækifærið. Ég er búinn að bíða lengi eftir því og ég gerði mitt besta. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ að spila, en maður vill alltaf meira,” og aðspurður hvað Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði hvíslað í eyra Alfreðs þegar hann kom af velli svaraði Alfreð: „Það er bara á milli okkar. Nei, nei, hann var ánægður með leikinn hjá mér og það er eitthvað til að byggja á,” sem veit ekki hvort hann byrji í Tyrklandi á þriðjudag. „Það kemur bara í ljós. Það eru enn þrír dagar í þann leik; ferðalag framundan og tvær æfingar. Við svekkjum okkur á tveimur töpuðum stigum í dag og svo sjáum við til hvað gerist.” Þessi 26 ára gamli framherji Olympiakos segir að menn hafi verið súrir og svekktir inn í klefa eftir jafnteflið þrátt fyrir að Ísland hafi tryggt EM sætið í síðustu umferð. „Já, mjög svekktir. Við viljum vinna alla leiki og það er kominn þannig hefð í hópinn þannig við vorum ekki ánægðir,” sagði Alfreð að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær. 10. október 2015 16:45 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær. 10. október 2015 16:45
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00