Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 11:09 Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru tveir sakborninga í Aurum-málinu. vísir/gva Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun ekki dæma í Aurum Holding-málinu vegna vanhæfis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær. Áður hafði Guðjón sjálfur komist að þeirri niðurstöðu í héraði að hann væri ekki vanhæfur í embætti dómara í málinu. Í dómi Hæstaréttar er vísað „til ummæla sem héraðsdómarinn hafði látið falla í tölvubréfi svo og í blaðagrein sem fylgdi bréfinu en ekki var komið á framfæri til opinberrar birtingar. Taldi Hæstiréttur að orð dómsformannsins væru hlutlægt séð fallin til að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagnvart sérstökum saksóknara væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlutdrægni yrði gætt við úrlausn málsins,“ eins og segir í niðurstöðu réttarins. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti og var málið tekið fyrir í héraði í um miðjan september. Taldi Ólafur að efast mætti um óhlutdrægni Guðjóns vegna orða dómsformannsins, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem Guðjón hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Niðurstaða Hæstaréttar nú þýðir að tveimur af þremur dómurum í Aurum-málinu hefur verið gert að víkja sæti en sýknudómur héraðsdóms var ómerktur í Hæstarétti fyrr á þessu ári vegna vanhæfis annars dómara, Sverris Ólafssonar. Málið bíður því nýrrar aðalmeðferðar í héraði en ekki liggur fyrir hvenær hún verður. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun ekki dæma í Aurum Holding-málinu vegna vanhæfis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær. Áður hafði Guðjón sjálfur komist að þeirri niðurstöðu í héraði að hann væri ekki vanhæfur í embætti dómara í málinu. Í dómi Hæstaréttar er vísað „til ummæla sem héraðsdómarinn hafði látið falla í tölvubréfi svo og í blaðagrein sem fylgdi bréfinu en ekki var komið á framfæri til opinberrar birtingar. Taldi Hæstiréttur að orð dómsformannsins væru hlutlægt séð fallin til að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagnvart sérstökum saksóknara væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlutdrægni yrði gætt við úrlausn málsins,“ eins og segir í niðurstöðu réttarins. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti og var málið tekið fyrir í héraði í um miðjan september. Taldi Ólafur að efast mætti um óhlutdrægni Guðjóns vegna orða dómsformannsins, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem Guðjón hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Niðurstaða Hæstaréttar nú þýðir að tveimur af þremur dómurum í Aurum-málinu hefur verið gert að víkja sæti en sýknudómur héraðsdóms var ómerktur í Hæstarétti fyrr á þessu ári vegna vanhæfis annars dómara, Sverris Ólafssonar. Málið bíður því nýrrar aðalmeðferðar í héraði en ekki liggur fyrir hvenær hún verður.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19
Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59