Viðskipti innlent

Hampiðjan valin í First North 25 vísitöluna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hampiðjan er eina íslenska félagið sem valið hefur verið inn í nýju First North 25 vísitöluna.
Hampiðjan er eina íslenska félagið sem valið hefur verið inn í nýju First North 25 vísitöluna. Vísir/Anton

Hampiðjan er eina íslenska félagið sem valið hefur verið inn í nýju First North 25 vísitöluna. Þetta kemur fram í frétt á vef Nasdaq. Vísitalan var kynnt í byrjun mánaðarins og er vísitala þeirra 25 félaga sem eru stærst og mest er átt viðskipti með á Nasdaq First North og Nasdaq First North Premier.



Val á þeim 25 félögum sem eru í First North 25 fer fram í tveimur skrefum. Fyrst eru fundin 30 stærstu félögin eftir markaðsvirði og síðan eru 25 þeirra sem mest er átt viðskipti með valin í vísitöluna, en þar er litið til samanlagðar heildarfjárhæðar viðskipta yfir sex mánaða tímabil. First North 25 vísitalan er endurskoðuð tvisvar á ári og tekur ný samsetning gildi á fyrsta viðskiptadegi í janúar og júlí.


Tengdar fréttir

Fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu komi á markað

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur svigrúm fyrir 40 til 50 fyrirtæki á Aðalmarkaði. Þar sé nú aðeins eitt ferðaþjónustufyrirtæki en fullt efni sé til að sjá hlutabréf fleiri slíkra fyrirtækja í Kauphöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×