Tíu tímamótaleikir í tölum hjá strákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2015 07:00 Strákarnir okkar eru komnir á EM. vísir/getty Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta eru komnir á EM eins og allir vita, en þeir luku undankeppninni á þriðjudagskvöldið með 1-0 tapi gegn Tyrklandi í Konya. Þetta var söguleg undankeppni þar sem íslenska liðið komst á stórmót í fyrsta sinn og var margt merkilegt í gangi þegar horft er í tölurnar. Hér að neðan er farið yfir undankeppninna þar sem strákarnir okkar spiluðu tíu tímamótaleiki.vísir/getty20 Íslenska landsliðið náði nú í fyrsta sinn í 20 stig í undanriðli fyrir stórmót og bætti metið frá því í síðustu undankeppni um þrjú stig.+11 Íslenska liðið var með markatöluna 17-6 í 10 leikjum sínum í A-riðli og hefur aldrei áður verið með betri markatölu í einni undankeppni. Gamla metið var frá því í undankeppni EM 2000 þegar liðið var með 5 mörk í plús (12-7).6 & 6 Talan 6 er táknræn fyrir varnarleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 því íslenska liðið fékk sex mörk á sig og hélt sex sinnum hreinu í tíu leikjum. Ísland hafði mest áður haldið fimm sinnum hreinu í einni undankeppni.vísir/getty2 af 9 Íslenska liðið náði aðeins í tvö af níu stigum í boði í síðustu þremur leikjum sínum í A-riðlinum. Það voru bara Lettar (1 stig) sem fengu færri stig í síðustu þremur umferðum riðilsins.6 Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum en hann skoraði sex mörk í leikjunum tíu. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði líka 6 mörk í undankeppni HM 2006.1 Ragnar Sigurðsson var eini leikmaður íslenska liðsins sem spilaði allar 900 mínúturnar í leikjum Íslands í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson kom næstur með 889 mínútur og Birkir Bjarnason var inni á vellinum í 867 mínútur.8 leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 6 mörk og Kolbeinn Sigþórsson var með 3 mörk en þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk. Eiður Smári Guðjohnsen, Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason komust líka allir á blað.vísir/getty0 Íslenska liðið tapaði ekki leik á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni og er það í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið er taplaust á heimavelli í einni undankeppni.22+2 Birkir Bjarnason fiskaði bæði flestar aukaspyrnur (22) og flestar vítaspyrnur (2) í keppninni. Birkir fékk vítaspyrnu í báðum leikjum Íslands á móti Hollandi. Gylfi Þór Sigurðsson fékk næstflestar aukaspyrnur, einni fleiri en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.94% Theódór Elmar Bjarnason var með besta sendingarhlutfallið innan íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði UEFA en 144 af 154 sendingum hans heppnuðust. Sendingar Ragnars Sigurðssonar (396 af 442) og Emils Hallfreðssonar (197 af 218) heppnuðust einnig í 90 prósentum tilvika.10 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 10 af 17 mörkum íslenska landsliðsins í A-riðlinum. Hann skoraði sex mörk sjálfur, gaf þrjár stoðsendingar og þá var fylgt á eftir einu skota hans. Birkir Bjarnason átti þátt í fimm mörkum og Kolbeinn Sigþórsson átti þátt í fjórum mörkum.vísir/getty1-45 Íslenska landsliðið fékk ekki á sig eitt einasta mark á fyrstu 45 mínútum leikja sinna í keppninni. Eina markið sem íslensku strákarnir fengu á sig í fyrri hálfleik kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks úti í Tékklandi.36 Íslenska karlalandsliðið náði í 36 stig út úr 20 leikjum sínum í fyrstu tveimur undankeppnum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck (HM 2014 og EM 2016) en var bara með samtals 34 stig í húsi í fimm undankeppnum sínum frá EM 2004 til EM 2012.15 Eitt af fáum metum sem féllu ekki var markamet íslenska liðsins frá því í undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir skoruðu bara tvö mörk í þremur síðustu leikjum sínum í A-riðlinum og enduðu með 15 mörk í 10 leikjum eða tveimur mörkum færra en í undankeppni HM 2014.4% Íslenska landsliðið var yfir í 398 mínútur í tíu leikjum sínum í A-riðlinum (44 prósent leiktímans) en mótherjar liðsins voru aftur á móti aðeins yfir í samtals 35 mínútur eða 4 prósent leiktímans.36-6-13 Eiður Smári Guðjohnsen bætti met Guðna Bergssonar yfir lengsta landsliðsferilinn þegar hann spilaði (18 ár – 11 mánuðir – 5 dagar) og skoraði á móti Kasakstan í mars en Eiður varð um leið sá fjórði elsti til að skora í undankeppni EM frá upphafi á eftir þeim Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov (36 ára, 6 mánaða og 13 daga). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta eru komnir á EM eins og allir vita, en þeir luku undankeppninni á þriðjudagskvöldið með 1-0 tapi gegn Tyrklandi í Konya. Þetta var söguleg undankeppni þar sem íslenska liðið komst á stórmót í fyrsta sinn og var margt merkilegt í gangi þegar horft er í tölurnar. Hér að neðan er farið yfir undankeppninna þar sem strákarnir okkar spiluðu tíu tímamótaleiki.vísir/getty20 Íslenska landsliðið náði nú í fyrsta sinn í 20 stig í undanriðli fyrir stórmót og bætti metið frá því í síðustu undankeppni um þrjú stig.+11 Íslenska liðið var með markatöluna 17-6 í 10 leikjum sínum í A-riðli og hefur aldrei áður verið með betri markatölu í einni undankeppni. Gamla metið var frá því í undankeppni EM 2000 þegar liðið var með 5 mörk í plús (12-7).6 & 6 Talan 6 er táknræn fyrir varnarleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 því íslenska liðið fékk sex mörk á sig og hélt sex sinnum hreinu í tíu leikjum. Ísland hafði mest áður haldið fimm sinnum hreinu í einni undankeppni.vísir/getty2 af 9 Íslenska liðið náði aðeins í tvö af níu stigum í boði í síðustu þremur leikjum sínum í A-riðlinum. Það voru bara Lettar (1 stig) sem fengu færri stig í síðustu þremur umferðum riðilsins.6 Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum en hann skoraði sex mörk í leikjunum tíu. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði líka 6 mörk í undankeppni HM 2006.1 Ragnar Sigurðsson var eini leikmaður íslenska liðsins sem spilaði allar 900 mínúturnar í leikjum Íslands í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson kom næstur með 889 mínútur og Birkir Bjarnason var inni á vellinum í 867 mínútur.8 leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 6 mörk og Kolbeinn Sigþórsson var með 3 mörk en þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk. Eiður Smári Guðjohnsen, Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason komust líka allir á blað.vísir/getty0 Íslenska liðið tapaði ekki leik á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni og er það í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið er taplaust á heimavelli í einni undankeppni.22+2 Birkir Bjarnason fiskaði bæði flestar aukaspyrnur (22) og flestar vítaspyrnur (2) í keppninni. Birkir fékk vítaspyrnu í báðum leikjum Íslands á móti Hollandi. Gylfi Þór Sigurðsson fékk næstflestar aukaspyrnur, einni fleiri en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.94% Theódór Elmar Bjarnason var með besta sendingarhlutfallið innan íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði UEFA en 144 af 154 sendingum hans heppnuðust. Sendingar Ragnars Sigurðssonar (396 af 442) og Emils Hallfreðssonar (197 af 218) heppnuðust einnig í 90 prósentum tilvika.10 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 10 af 17 mörkum íslenska landsliðsins í A-riðlinum. Hann skoraði sex mörk sjálfur, gaf þrjár stoðsendingar og þá var fylgt á eftir einu skota hans. Birkir Bjarnason átti þátt í fimm mörkum og Kolbeinn Sigþórsson átti þátt í fjórum mörkum.vísir/getty1-45 Íslenska landsliðið fékk ekki á sig eitt einasta mark á fyrstu 45 mínútum leikja sinna í keppninni. Eina markið sem íslensku strákarnir fengu á sig í fyrri hálfleik kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks úti í Tékklandi.36 Íslenska karlalandsliðið náði í 36 stig út úr 20 leikjum sínum í fyrstu tveimur undankeppnum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck (HM 2014 og EM 2016) en var bara með samtals 34 stig í húsi í fimm undankeppnum sínum frá EM 2004 til EM 2012.15 Eitt af fáum metum sem féllu ekki var markamet íslenska liðsins frá því í undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir skoruðu bara tvö mörk í þremur síðustu leikjum sínum í A-riðlinum og enduðu með 15 mörk í 10 leikjum eða tveimur mörkum færra en í undankeppni HM 2014.4% Íslenska landsliðið var yfir í 398 mínútur í tíu leikjum sínum í A-riðlinum (44 prósent leiktímans) en mótherjar liðsins voru aftur á móti aðeins yfir í samtals 35 mínútur eða 4 prósent leiktímans.36-6-13 Eiður Smári Guðjohnsen bætti met Guðna Bergssonar yfir lengsta landsliðsferilinn þegar hann spilaði (18 ár – 11 mánuðir – 5 dagar) og skoraði á móti Kasakstan í mars en Eiður varð um leið sá fjórði elsti til að skora í undankeppni EM frá upphafi á eftir þeim Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov (36 ára, 6 mánaða og 13 daga).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira