Fótbolti

Eyjólfur velur hópinn fyrir leikina gegn Úkraínu og Skotlandi

Tómas þór Þórðarson skrifar
Aron Elís Þrándarson er í hópnum.
Aron Elís Þrándarson er í hópnum. vísir/ernir
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 árs liðs karla í fótbolta, er búinn að velja hópinn fyrir næsta verkefni liðsins.

Drengirnir okkar eiga fyrir höndum útileiki gegn Úkraínu, 8. október, og Skotlandi, 13. október.

Ísland er í efsta sæti riðilsins með sjö stig eftir þrjá leiki, en Skotar eru aðeins búnir að spila einn leik sem þeir unnu. Úkraína er búin að spila einn leik og tapaði liðið fyrir Makedóníu.

Rúnar Alex Rúnarsson, aðalmarkvörður liðsins, er enn meiddur og kemur Anton Ari Einarsson úr Val inn í hópinn í hans stað.

Björgvin Stefánsson, markakóngur 1. deildar, dettur úr hópnum frá síðustu leikjum.

Markverðir:

Frederik Agust Schram, Vestsjælland

Anton Ari Einarsson, Val

Ólafur Íshólm Ólafsson, Fylki

Aðrir leikmenn:

Orri Sigurður Ómarsson, Val

Hjörtur Hermannsson, PSV

Árni Vilhjálmsson, Lilleström

Aron Elís Þrándarson, Álasundi

Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki

Elías Már Ómasson, Vålerenga

Adam Örn Arnarsson, Nordsjælland

Böðvar Böðvarsson, FH

Daníel Leó Grétarsson, Álasundi

Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki

Kristján Flóki Finnbogason, FH

Sindri Björnsson, Leikni

Viktor Jónsson, Víkingi

Ævar Ingi Jóhannesson, KA

Heiðar Ægisson, Stjörnunni

Þorri Geir Rúnarsson, Stjörnunni

Viðar Ari Jónsson, Fjölni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×