Besta aðsókn í Pepsi-deildinni í fjögur ár þrátt fyrir hrun í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2015 11:30 FH-ingar mættu best á leikina í sumar. Vísir/Ernir Áhorfendur mættu betur á leiki Pepsi-deildarinnar í fótbolta í sumar heldur en undanfarin þrjú tímabil en þetta kemur fram í samantekt á heimasíðu KSÍ. Alls mættu 146.138 áhorfendur á 132 leiki Pepsi-deildar karla í sumar sem þýðir að meðalaðsóknin var 1107 áhorfendur. Þetta er besta meðalaðsókn síðan sumarið 2011 þegar 1122 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina að meðaltali. Þessi góða aðsókn er athyglisverð ekki síst að hún hrundi í lok mótsins en aðeins 701 áhorfandi mætti að meðaltali á síðustu fjórar umferðirnar og áhorfendur fækkuðu með hverri umferð frá 18. umferðinni í lok ágústmánaðar. Íslandsmeistarar FH-inga fengu flesta áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína eða 1925 í leik. Það komu líka flestir áhorfendur að meðaltali á útileiki FH-liðsins. Eyjamenn voru með langlélegustu aðsóknina en það var verst mætt á útileiki Víkinga. Það var þrefalt betur mætt á heimaleiki FH en á heimaleiki ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar. Eyjamenn fengu aldrei yfir 900 manns á heimaleiki sína en það komu aldrei færri en 1200 manns á heimaleiki FH-liðsins. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir meðalaðsóknina á heimaleiki liðanna. Flestir áhorfendur mættu á leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla að þessu sinni en þá komu 10.305 áhorfendur á leikina sex. Fæstir mættu á leiki lokaumferðarinnar eða 3.131 talsins. Þrjár síðustu umferðirnar voru jafnframt þær þrjár umferðir með lægstu meðalaðsóknina á öllu Íslandsmótinu í ár.Meðalaðsókn á heimaleiki liðanna tólf: 1. FH 1925 2. KR 1421 3. Breiðablik 1374 4. Víkingur 1133 5. Fylkir 1102 6. Valur 1095 7. Stjarnan 1026 8. Fjölnir 982 9. ÍA 914 10. Keflavík 863 11. Leiknir 803 12. ÍBV 647 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Áhorfendur mættu betur á leiki Pepsi-deildarinnar í fótbolta í sumar heldur en undanfarin þrjú tímabil en þetta kemur fram í samantekt á heimasíðu KSÍ. Alls mættu 146.138 áhorfendur á 132 leiki Pepsi-deildar karla í sumar sem þýðir að meðalaðsóknin var 1107 áhorfendur. Þetta er besta meðalaðsókn síðan sumarið 2011 þegar 1122 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina að meðaltali. Þessi góða aðsókn er athyglisverð ekki síst að hún hrundi í lok mótsins en aðeins 701 áhorfandi mætti að meðaltali á síðustu fjórar umferðirnar og áhorfendur fækkuðu með hverri umferð frá 18. umferðinni í lok ágústmánaðar. Íslandsmeistarar FH-inga fengu flesta áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína eða 1925 í leik. Það komu líka flestir áhorfendur að meðaltali á útileiki FH-liðsins. Eyjamenn voru með langlélegustu aðsóknina en það var verst mætt á útileiki Víkinga. Það var þrefalt betur mætt á heimaleiki FH en á heimaleiki ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar. Eyjamenn fengu aldrei yfir 900 manns á heimaleiki sína en það komu aldrei færri en 1200 manns á heimaleiki FH-liðsins. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir meðalaðsóknina á heimaleiki liðanna. Flestir áhorfendur mættu á leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla að þessu sinni en þá komu 10.305 áhorfendur á leikina sex. Fæstir mættu á leiki lokaumferðarinnar eða 3.131 talsins. Þrjár síðustu umferðirnar voru jafnframt þær þrjár umferðir með lægstu meðalaðsóknina á öllu Íslandsmótinu í ár.Meðalaðsókn á heimaleiki liðanna tólf: 1. FH 1925 2. KR 1421 3. Breiðablik 1374 4. Víkingur 1133 5. Fylkir 1102 6. Valur 1095 7. Stjarnan 1026 8. Fjölnir 982 9. ÍA 914 10. Keflavík 863 11. Leiknir 803 12. ÍBV 647
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira