Er slíkur stöðugleiki eftirsóknarverður? Skjóðan skrifar 7. október 2015 10:00 Nú berast af því fregnir að samanlagt stöðugleikaframlag stóru bankanna þriggja muni nema eitthvað um 300 milljörðum króna. Þessi fjárhæð er miklu lægri en sú sem boðuð var þegar stöðugleikaskilyrði ríkisstjórnarinnar voru kynnt 8. júní sl. Þá var raunar einblínt á hvaða fjárhæð yrði sótt til slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaskatti. Sú upphæð var 850 milljarðar. Í sjónvarpsviðtali sama kvöld sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra aðspurður að búast mætti við að stöðugleikaframlag bankanna og bankaskatturinn myndi skila ríkissjóði 500 milljörðum. Nú er hins vegar komið fram að upphæðin er líklega ekki nema 300 milljarðar. Þetta er rétt rúmur þriðjungur af því sem ríkisstjórnin boðaði í júní. Í kynningunni, 8. júní sl. var fullyrt að heildarumfang aðgerða stjórnvalda gagnvart slitabúunum næmi 900 milljörðum og var þar miðað við 850 milljarða stöðugleikaskatt. En skatturinn kemur að öllum líkindum ekki til framkvæmda og fjárhæðin sem rennur til ríkisins er því einungis 300 milljarðar ef þær tölur, sem nú er fjallað um í fjölmiðlum eru á rökum reistar. Ljóst er að slíkt framlag dugar hvergi nærri til að leysa þann vanda sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda var ætlað að leysa. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lýst furðu sinni á því að stjórnvöld hyggist ekki láta slitabúin greiða bætur vegna þess tjóns sem starfsemi og fall gömlu bankanna olli hagkerfinu og ríkissjóði. Það má taka undir með Kára. Krefjast þarf mun hærra stöðugleikaframlags en sem nemur þeim 300 milljörðum sem nú eru til umræðu. Annars er vandamálið ekki leyst í eitt skipti fyrir öll, eins og fjármálaráðherra fullyrti í júní. Þá sleppa kröfuhafar, sem flestir eru áhættufjárfestar, sem fjárfest hafa í kröfum á bankanna eftir fall þeirra, úr landi með gríðarlegan hagnað. Eftir sitjum við Íslendingar með sárt ennið og langan skuldahala. Fall íslensku bankanna hefur reynst íslenskum fyrirtækjum, almenningi og ríkissjóði sjálfum mjög dýrkeypt. Nýju bankarnir, sem eru í eigu kröfuhafa gömlu bankanna og íslenska ríkisins, hafa gengið hart fram gegn fyrirtækjunum og heimilunum í landinu til að hámarka gróða lukkuriddara, sem í alþjóðlegum fjármálaheimi eru nefndir „hrægammar“, en svo eru þeir fjárfestar nefndir sem sérhæfa sig í kaupum á skuldabréfum fallinna fyrirtækja. Verði slitabúunum sleppt með að borga einungis 300 milljarða blasir við að stöðugleikaáætlun ríkisstjórnarinnar hrekkur skammt til að grynnka skuldir ríkissjóðs, sem að stórum hluta eru tilkomnar vegna falls bankanna. Þar með er ljóst að stöðugleikinn sem boðið verður upp á felst í að binda hagkerfið í spennitreyju risavaxinna ríkisskulda og viðvarandi hafta.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Nú berast af því fregnir að samanlagt stöðugleikaframlag stóru bankanna þriggja muni nema eitthvað um 300 milljörðum króna. Þessi fjárhæð er miklu lægri en sú sem boðuð var þegar stöðugleikaskilyrði ríkisstjórnarinnar voru kynnt 8. júní sl. Þá var raunar einblínt á hvaða fjárhæð yrði sótt til slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaskatti. Sú upphæð var 850 milljarðar. Í sjónvarpsviðtali sama kvöld sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra aðspurður að búast mætti við að stöðugleikaframlag bankanna og bankaskatturinn myndi skila ríkissjóði 500 milljörðum. Nú er hins vegar komið fram að upphæðin er líklega ekki nema 300 milljarðar. Þetta er rétt rúmur þriðjungur af því sem ríkisstjórnin boðaði í júní. Í kynningunni, 8. júní sl. var fullyrt að heildarumfang aðgerða stjórnvalda gagnvart slitabúunum næmi 900 milljörðum og var þar miðað við 850 milljarða stöðugleikaskatt. En skatturinn kemur að öllum líkindum ekki til framkvæmda og fjárhæðin sem rennur til ríkisins er því einungis 300 milljarðar ef þær tölur, sem nú er fjallað um í fjölmiðlum eru á rökum reistar. Ljóst er að slíkt framlag dugar hvergi nærri til að leysa þann vanda sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda var ætlað að leysa. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lýst furðu sinni á því að stjórnvöld hyggist ekki láta slitabúin greiða bætur vegna þess tjóns sem starfsemi og fall gömlu bankanna olli hagkerfinu og ríkissjóði. Það má taka undir með Kára. Krefjast þarf mun hærra stöðugleikaframlags en sem nemur þeim 300 milljörðum sem nú eru til umræðu. Annars er vandamálið ekki leyst í eitt skipti fyrir öll, eins og fjármálaráðherra fullyrti í júní. Þá sleppa kröfuhafar, sem flestir eru áhættufjárfestar, sem fjárfest hafa í kröfum á bankanna eftir fall þeirra, úr landi með gríðarlegan hagnað. Eftir sitjum við Íslendingar með sárt ennið og langan skuldahala. Fall íslensku bankanna hefur reynst íslenskum fyrirtækjum, almenningi og ríkissjóði sjálfum mjög dýrkeypt. Nýju bankarnir, sem eru í eigu kröfuhafa gömlu bankanna og íslenska ríkisins, hafa gengið hart fram gegn fyrirtækjunum og heimilunum í landinu til að hámarka gróða lukkuriddara, sem í alþjóðlegum fjármálaheimi eru nefndir „hrægammar“, en svo eru þeir fjárfestar nefndir sem sérhæfa sig í kaupum á skuldabréfum fallinna fyrirtækja. Verði slitabúunum sleppt með að borga einungis 300 milljarða blasir við að stöðugleikaáætlun ríkisstjórnarinnar hrekkur skammt til að grynnka skuldir ríkissjóðs, sem að stórum hluta eru tilkomnar vegna falls bankanna. Þar með er ljóst að stöðugleikinn sem boðið verður upp á felst í að binda hagkerfið í spennitreyju risavaxinna ríkisskulda og viðvarandi hafta.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira