Bandaríkjunum ekki treystandi fyrir gögnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2015 07:00 Max Schrems höfðaði fyrir tveimur árum mál á hendur Facebook á Írlandi, og fagnaði sigri í gær. fréttablaðið/EPA Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins. Tækni Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins.
Tækni Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira