Bergsveinn: FH heillaði meira en KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 12:09 Bergsveinn með Jón Rúnari Halldórssyni formanni. Vísir/Stefán Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. Hann hefur spilað með Fjölni allan sinn feril og átt stóran þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. "Það var gríðarlega erfitt að yfirgefa Fjölni, ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni. Ég er mikill Fjölnismaður með Fjölnishjarta. Þetta tók gríðarlega á mig," sagði Bergsveinn við Vísi eftir undirskriftina í Krikanum í dag. Bergsveinn sagðist hafa verið fastur í sama farinu undanfarin ár og vantaði stærri áskorun. Þær gerast ekki stærri hér heima en að fara til FH. "Það heillaði mig að fara út úr þægindarammanum sem ég var kominn í og mæta í FH þar sem maður þarf að vera góður á hverri æfingu," sagði Bergsveinn. "Það var tímapunktur í lífi mínu að skipta um lið núna. Það verður gaman að takast á við nýja áskorun. Ég reyndi ekki að hugsa mikið um þetta undir lok tímabilsins en eftir tímabilið fannst mér ég þurfa að breyta til. Ég hef verið í sama farinu í nokkuð langan tíma. Ég tel mig getað þróað minn leik hjá FH og það heillaði mig." FH var ekki eina liðið sem sóttist eftir kröftum Bergsveins: "Það kom eitt annað lið upp fyrir utan FH. Það lið heillaði líka en ég ákvað að semja við FH og ég stend við þá ákvörðun," sagði Bergsveinn, en það var KR sem vildi fá miðvörðinn. "Þetta var gífurlega erfið ákvörðun en á endanum heillaði FH meira. KR er líka topp klúbbur sem heillaði." En hvað er það sem heillar svona við FH? "Það eru margir hlutir. Aðstaðan er frábær og þjálfarinn. Markmið klúbbins í heild sinni. líka Þetta er heillandi félag og það besta á Íslandi," sagði Bergsveinn. Bergsveinn var að renna út á samningi og fær Fjölnir því ekkert fyrir hann frá FH-ingum. "Að sjálfsögðu vildi ég að Fjölnir fengi pening fyrir mig. Þetta er erfitt og þó það hljómi grunsamlega þá elska í Fjölni og einn daginn mun ég snúa aftur í Fjölni. Það er samt sárt að þeir fái ekkert fyrir mig," sagði Bergsveinn Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bergsveinn á leið til FH FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í dag vegna leikmannamála. 8. október 2015 10:06 FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein Fjölnir gæti missti fyrirliðann sinn til Íslandsmeistaranna. 6. október 2015 08:59 Bergsveinn samdi við FH til þriggja ára | Heimir verður áfram Íslandsmeistarar FH byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina næsta sumar. 8. október 2015 11:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Leik lokið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Leik lokið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. Hann hefur spilað með Fjölni allan sinn feril og átt stóran þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. "Það var gríðarlega erfitt að yfirgefa Fjölni, ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni. Ég er mikill Fjölnismaður með Fjölnishjarta. Þetta tók gríðarlega á mig," sagði Bergsveinn við Vísi eftir undirskriftina í Krikanum í dag. Bergsveinn sagðist hafa verið fastur í sama farinu undanfarin ár og vantaði stærri áskorun. Þær gerast ekki stærri hér heima en að fara til FH. "Það heillaði mig að fara út úr þægindarammanum sem ég var kominn í og mæta í FH þar sem maður þarf að vera góður á hverri æfingu," sagði Bergsveinn. "Það var tímapunktur í lífi mínu að skipta um lið núna. Það verður gaman að takast á við nýja áskorun. Ég reyndi ekki að hugsa mikið um þetta undir lok tímabilsins en eftir tímabilið fannst mér ég þurfa að breyta til. Ég hef verið í sama farinu í nokkuð langan tíma. Ég tel mig getað þróað minn leik hjá FH og það heillaði mig." FH var ekki eina liðið sem sóttist eftir kröftum Bergsveins: "Það kom eitt annað lið upp fyrir utan FH. Það lið heillaði líka en ég ákvað að semja við FH og ég stend við þá ákvörðun," sagði Bergsveinn, en það var KR sem vildi fá miðvörðinn. "Þetta var gífurlega erfið ákvörðun en á endanum heillaði FH meira. KR er líka topp klúbbur sem heillaði." En hvað er það sem heillar svona við FH? "Það eru margir hlutir. Aðstaðan er frábær og þjálfarinn. Markmið klúbbins í heild sinni. líka Þetta er heillandi félag og það besta á Íslandi," sagði Bergsveinn. Bergsveinn var að renna út á samningi og fær Fjölnir því ekkert fyrir hann frá FH-ingum. "Að sjálfsögðu vildi ég að Fjölnir fengi pening fyrir mig. Þetta er erfitt og þó það hljómi grunsamlega þá elska í Fjölni og einn daginn mun ég snúa aftur í Fjölni. Það er samt sárt að þeir fái ekkert fyrir mig," sagði Bergsveinn Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bergsveinn á leið til FH FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í dag vegna leikmannamála. 8. október 2015 10:06 FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein Fjölnir gæti missti fyrirliðann sinn til Íslandsmeistaranna. 6. október 2015 08:59 Bergsveinn samdi við FH til þriggja ára | Heimir verður áfram Íslandsmeistarar FH byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina næsta sumar. 8. október 2015 11:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Leik lokið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Leik lokið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Bergsveinn á leið til FH FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í dag vegna leikmannamála. 8. október 2015 10:06
FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein Fjölnir gæti missti fyrirliðann sinn til Íslandsmeistaranna. 6. október 2015 08:59
Bergsveinn samdi við FH til þriggja ára | Heimir verður áfram Íslandsmeistarar FH byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina næsta sumar. 8. október 2015 11:45