Skoðun

Konur og aðrir sólbaðs- stofunuddarar – taka tvö

Tryggvi Gíslason skrifar
Svar Jóns Steinars Gunnlaugssonar við grein minni í Fréttablaðinu 6. þ.m. sannar þau orð mín, að réttarfar í landinu sé of mikilsverður þáttur nútímalýðræðis til þess að lögfræðingar og gamlir hæstaréttardómarar fjalli einir um þau mál.

Sjónarmið Jóns Steinars eru sjónarmið liðins tíma, sjónarmið úreltrar lögspeki, þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar, og forsenda fyrir starfi dómstóla væri „að hin lagalega rétta niðurstaða sé aðeins ein“, eins og Jón Steinar orðar það. En hvað veldur því þá, að dómstólar klofna í málsniðurstöðum sínum? Það er vegna þess að hin lagalega rétta niðurstaða er ekki alltaf ein.

Í framtíðinni munu dómarar verða „þverskurður af fólkinu í landinu“ því að bæði kynferði, menntun, innsæi og lýðræðisleg hugsun skipta miklu máli – en ekki úreltar kenningar um eina rétta niðurstöðu. Krafa nútíma lýðræðis er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×