Pylsuvagn á aðventu í Tókýó Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 9. október 2015 07:00 Nýlega birtust fregnir af því að í hillum verslana í New York væri nú aftur að finna íslenska bjórinn Einstök sem þaðan hafði horfið tímabundið eftir bráðræðislega ákvarðanatöku í ráðhúsinu við Tjörnina. Á komandi aðventu verður alíslenskum pylsuvagni komið fyrir í Tókýó og í Finnlandi eru þarlendir orðnir heimsins mestu aðdáendur íslenska skyrsins sem selst þar í tvöfalt meira magni en í upprunalandinu. Austur í Moskvu gæða gestir virtustu veitingahúsanna sér á lambakjöti, Japanir dásama íslenskar æðardúnssængur og á síðustu árum hafa Kínverjar kynnst gæðum grásleppunnar okkar. Hvað eiga þessi mál sameiginlegt fyrir utan það að þessar gæðavörur eru framleiddar úr íslenskum hráefnum og markaðssettar af kraftmiklum íslenskum fyrirtækjum? Um öll þessi mál og aragrúa annarra liggja þræðir til viðskiptafulltrúa sem starfa við sendiráð Íslands en þessir fulltrúar eru þjónustuarmur útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu erlendis. Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafulltrúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Viðskiptafulltrúarnir sýna frumkvæði við að þjónusta fyrirtæki, eygja ný tækifæri og greiða viðskiptaaðilum leiðina í gegnum frumskóg skrifræðis og reglugerða og beita til þess ómældri útsjónarsemi. Þá geta þeir brugðist skjótt við vályndum veðrum sem gera oft fyrirvaralaust vart við sig erlendis. Það liggur í hlutarins eðli að kjötútflutningur til Japans, sala sjávarafurða á Kínamarkað og stríður ferðamannastraumur til Íslands gerist ekki af sjálfu sér og í mörgum tilfellum þarf aðkomu hins opinbera. Viðskiptafulltrúarnir okkar eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Ósló, Helsinki, New York og London og búa þeir yfir ómældri reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og sambönd bæði í gistiríkjunum og í umdæmislöndum sendiráðanna. Óhætt er að fullyrða að viðskiptafulltrúarnir eru ómetanlegur hlekkur í keðju utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu við að greiða leið íslenskra fyrirtækja, hugvitsfólks og aðila á sviði lista og menningar á erlendum mörkuðum, eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Nýlega birtust fregnir af því að í hillum verslana í New York væri nú aftur að finna íslenska bjórinn Einstök sem þaðan hafði horfið tímabundið eftir bráðræðislega ákvarðanatöku í ráðhúsinu við Tjörnina. Á komandi aðventu verður alíslenskum pylsuvagni komið fyrir í Tókýó og í Finnlandi eru þarlendir orðnir heimsins mestu aðdáendur íslenska skyrsins sem selst þar í tvöfalt meira magni en í upprunalandinu. Austur í Moskvu gæða gestir virtustu veitingahúsanna sér á lambakjöti, Japanir dásama íslenskar æðardúnssængur og á síðustu árum hafa Kínverjar kynnst gæðum grásleppunnar okkar. Hvað eiga þessi mál sameiginlegt fyrir utan það að þessar gæðavörur eru framleiddar úr íslenskum hráefnum og markaðssettar af kraftmiklum íslenskum fyrirtækjum? Um öll þessi mál og aragrúa annarra liggja þræðir til viðskiptafulltrúa sem starfa við sendiráð Íslands en þessir fulltrúar eru þjónustuarmur útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu erlendis. Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafulltrúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Viðskiptafulltrúarnir sýna frumkvæði við að þjónusta fyrirtæki, eygja ný tækifæri og greiða viðskiptaaðilum leiðina í gegnum frumskóg skrifræðis og reglugerða og beita til þess ómældri útsjónarsemi. Þá geta þeir brugðist skjótt við vályndum veðrum sem gera oft fyrirvaralaust vart við sig erlendis. Það liggur í hlutarins eðli að kjötútflutningur til Japans, sala sjávarafurða á Kínamarkað og stríður ferðamannastraumur til Íslands gerist ekki af sjálfu sér og í mörgum tilfellum þarf aðkomu hins opinbera. Viðskiptafulltrúarnir okkar eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Ósló, Helsinki, New York og London og búa þeir yfir ómældri reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og sambönd bæði í gistiríkjunum og í umdæmislöndum sendiráðanna. Óhætt er að fullyrða að viðskiptafulltrúarnir eru ómetanlegur hlekkur í keðju utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu við að greiða leið íslenskra fyrirtækja, hugvitsfólks og aðila á sviði lista og menningar á erlendum mörkuðum, eins og dæmin sanna.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar