Pylsuvagn á aðventu í Tókýó Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 9. október 2015 07:00 Nýlega birtust fregnir af því að í hillum verslana í New York væri nú aftur að finna íslenska bjórinn Einstök sem þaðan hafði horfið tímabundið eftir bráðræðislega ákvarðanatöku í ráðhúsinu við Tjörnina. Á komandi aðventu verður alíslenskum pylsuvagni komið fyrir í Tókýó og í Finnlandi eru þarlendir orðnir heimsins mestu aðdáendur íslenska skyrsins sem selst þar í tvöfalt meira magni en í upprunalandinu. Austur í Moskvu gæða gestir virtustu veitingahúsanna sér á lambakjöti, Japanir dásama íslenskar æðardúnssængur og á síðustu árum hafa Kínverjar kynnst gæðum grásleppunnar okkar. Hvað eiga þessi mál sameiginlegt fyrir utan það að þessar gæðavörur eru framleiddar úr íslenskum hráefnum og markaðssettar af kraftmiklum íslenskum fyrirtækjum? Um öll þessi mál og aragrúa annarra liggja þræðir til viðskiptafulltrúa sem starfa við sendiráð Íslands en þessir fulltrúar eru þjónustuarmur útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu erlendis. Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafulltrúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Viðskiptafulltrúarnir sýna frumkvæði við að þjónusta fyrirtæki, eygja ný tækifæri og greiða viðskiptaaðilum leiðina í gegnum frumskóg skrifræðis og reglugerða og beita til þess ómældri útsjónarsemi. Þá geta þeir brugðist skjótt við vályndum veðrum sem gera oft fyrirvaralaust vart við sig erlendis. Það liggur í hlutarins eðli að kjötútflutningur til Japans, sala sjávarafurða á Kínamarkað og stríður ferðamannastraumur til Íslands gerist ekki af sjálfu sér og í mörgum tilfellum þarf aðkomu hins opinbera. Viðskiptafulltrúarnir okkar eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Ósló, Helsinki, New York og London og búa þeir yfir ómældri reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og sambönd bæði í gistiríkjunum og í umdæmislöndum sendiráðanna. Óhætt er að fullyrða að viðskiptafulltrúarnir eru ómetanlegur hlekkur í keðju utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu við að greiða leið íslenskra fyrirtækja, hugvitsfólks og aðila á sviði lista og menningar á erlendum mörkuðum, eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Nýlega birtust fregnir af því að í hillum verslana í New York væri nú aftur að finna íslenska bjórinn Einstök sem þaðan hafði horfið tímabundið eftir bráðræðislega ákvarðanatöku í ráðhúsinu við Tjörnina. Á komandi aðventu verður alíslenskum pylsuvagni komið fyrir í Tókýó og í Finnlandi eru þarlendir orðnir heimsins mestu aðdáendur íslenska skyrsins sem selst þar í tvöfalt meira magni en í upprunalandinu. Austur í Moskvu gæða gestir virtustu veitingahúsanna sér á lambakjöti, Japanir dásama íslenskar æðardúnssængur og á síðustu árum hafa Kínverjar kynnst gæðum grásleppunnar okkar. Hvað eiga þessi mál sameiginlegt fyrir utan það að þessar gæðavörur eru framleiddar úr íslenskum hráefnum og markaðssettar af kraftmiklum íslenskum fyrirtækjum? Um öll þessi mál og aragrúa annarra liggja þræðir til viðskiptafulltrúa sem starfa við sendiráð Íslands en þessir fulltrúar eru þjónustuarmur útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu erlendis. Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafulltrúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Viðskiptafulltrúarnir sýna frumkvæði við að þjónusta fyrirtæki, eygja ný tækifæri og greiða viðskiptaaðilum leiðina í gegnum frumskóg skrifræðis og reglugerða og beita til þess ómældri útsjónarsemi. Þá geta þeir brugðist skjótt við vályndum veðrum sem gera oft fyrirvaralaust vart við sig erlendis. Það liggur í hlutarins eðli að kjötútflutningur til Japans, sala sjávarafurða á Kínamarkað og stríður ferðamannastraumur til Íslands gerist ekki af sjálfu sér og í mörgum tilfellum þarf aðkomu hins opinbera. Viðskiptafulltrúarnir okkar eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Ósló, Helsinki, New York og London og búa þeir yfir ómældri reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og sambönd bæði í gistiríkjunum og í umdæmislöndum sendiráðanna. Óhætt er að fullyrða að viðskiptafulltrúarnir eru ómetanlegur hlekkur í keðju utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu við að greiða leið íslenskra fyrirtækja, hugvitsfólks og aðila á sviði lista og menningar á erlendum mörkuðum, eins og dæmin sanna.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar