Bakvörður efstur í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 06:30 fréttablaðið Kristinn Jónsson, leikmaður ársins í Fréttablaðinu, spilaði ekki bara í bestu vörn deildarinnar heldur var hann einnig mest skapandi leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Kristinn gaf 9 stoðsendingar á félaga sína í Blikaliðinu. Undirritaður hefur tekið saman stoðsendingar frá árinu 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem bakvörður leggur upp flest mörk.Tveir höfðu náð öðru sætinu Sam Tillen komst einna næst því sumarið 2013 þegar hann gaf 10 stoðsendingar á félaga sína í FH og endaði í 2. sæti á eftir liðsfélaga sínum Ólafi Páli Snorrasyni. Tillen gaf þá sjö af sínum tíu stoðsendingum úr hornspyrnum en allar stoðsendingar Kristins í sumar komu hins vegar eftir spil úti á velli. Kristinn hafði einu sinni verið í öðru sæti á listanum en það var Íslandsmeistarasumar Blika árið 2010 þegar Kristinn gaf átta stoðsendingar eða einni færri en stoðsendingakóngur þess sumars sem var Óskar Örn Hauksson. Kristinn hefur nú gefið 32 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni á ferli sínum í úrvalsdeild karla. Kristinn er einnig fyrsti Blikinn sem verður stoðsendingahæstur á þessum 24 árum sem stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla. Hann endaði líka fjögurra ára einokun FH-inga á stoðsendingatitlinum en undanfarin ár höfðu FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason skipst á að gefa flestar stoðsendingar.Sigursendingin í uppbótartíma Kristinn gaf einni stoðsendingu meira en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson en í 3. sætinu voru síðan FH-ingurinn Atli Guðnason, KR-ingurinn Jacob Schoop og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem allir gáfu sjö stoðsendingar hver. Kristinn Jónsson tryggði sér efsta sætið á síðustu stundu, eða í uppbótartíma í lokaleiknum. Sú stoðsending sem tryggði honum sigurinn skar sig líka úr af þessum níu því þetta var bæði eina stoðsendingin sem Kristinn gaf hægra megin á vellinum og eina stoðsendingin sem hann gaf á útivelli. Kópavogsvöllurinn var vissulega leiksvið Kristins í Pepsi-deildinni í sumar. Hann spilaði þar 11 leiki, skoraði þar bæði mörkin sín og gaf 8 af 9 stoðsendingum sínum. Kristinn var með 7,0 í meðaleinkunn í leikjum Blika í Kópavoginum þar sem hann var hreinlega óstöðvandi í hlaupum sínum upp vinstri vænginn. Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var allt í öllu í sóknarleik nýliða Leiknis og stóð sig mjög vel á sínu fyrsta ári í Pepsi-deildinni. Hilmar Árni gaf sína áttundu stoðsendingu á móti Fjölni í 19. umferð og var einn á toppnum þar til að Kristinn jafnaði hann í 21. umferð. Kristinn tók síðan titilinn með því að gefa stoðsendingu á fimmtu mínútu í uppbótartíma í sigri Blika á Fjölni í lokaumferðinni. Með því að gefa átta stoðsendingar þá átti Hilmar Árni stoðsendinguna á bak við 40 prósent marka Leiknisliðsins í sumar en alls kom hann með beinum hætti að 16 af 20 mörkum Leiknis í sumar. Kristinn og Hilmar Árni fóru ólíkt að við að gefa stoðsendingar sínar. Allar níu stoðsendingar Kristins komu í opnum leik en Hilmar Árni gaf sex af átta stoðsendingum sínum beint úr hornspyrnum.Þrír komu að tólf mörkum Þrír leikmenn slá þeim Kristni og Hilmari þó við þegar kemur að því að taka þátt í undirbúningi marka en þar eru taldar saman stoðsendingar og sendingar sem eiga stóran þátt í undirbúningi marka án þess að vera síðasta sending. Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson og FH-ingarnir Atli Guðnason og Þórarinn Ingi Valdimarsson komu þannig að undirbúningi tólf marka sinna liða í sumar en Kristinn, Hilmar Árni og Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson voru þar allir einu marki á eftir.fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið. 8. október 2015 06:45 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Kristinn Jónsson, leikmaður ársins í Fréttablaðinu, spilaði ekki bara í bestu vörn deildarinnar heldur var hann einnig mest skapandi leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Kristinn gaf 9 stoðsendingar á félaga sína í Blikaliðinu. Undirritaður hefur tekið saman stoðsendingar frá árinu 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem bakvörður leggur upp flest mörk.Tveir höfðu náð öðru sætinu Sam Tillen komst einna næst því sumarið 2013 þegar hann gaf 10 stoðsendingar á félaga sína í FH og endaði í 2. sæti á eftir liðsfélaga sínum Ólafi Páli Snorrasyni. Tillen gaf þá sjö af sínum tíu stoðsendingum úr hornspyrnum en allar stoðsendingar Kristins í sumar komu hins vegar eftir spil úti á velli. Kristinn hafði einu sinni verið í öðru sæti á listanum en það var Íslandsmeistarasumar Blika árið 2010 þegar Kristinn gaf átta stoðsendingar eða einni færri en stoðsendingakóngur þess sumars sem var Óskar Örn Hauksson. Kristinn hefur nú gefið 32 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni á ferli sínum í úrvalsdeild karla. Kristinn er einnig fyrsti Blikinn sem verður stoðsendingahæstur á þessum 24 árum sem stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla. Hann endaði líka fjögurra ára einokun FH-inga á stoðsendingatitlinum en undanfarin ár höfðu FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason skipst á að gefa flestar stoðsendingar.Sigursendingin í uppbótartíma Kristinn gaf einni stoðsendingu meira en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson en í 3. sætinu voru síðan FH-ingurinn Atli Guðnason, KR-ingurinn Jacob Schoop og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem allir gáfu sjö stoðsendingar hver. Kristinn Jónsson tryggði sér efsta sætið á síðustu stundu, eða í uppbótartíma í lokaleiknum. Sú stoðsending sem tryggði honum sigurinn skar sig líka úr af þessum níu því þetta var bæði eina stoðsendingin sem Kristinn gaf hægra megin á vellinum og eina stoðsendingin sem hann gaf á útivelli. Kópavogsvöllurinn var vissulega leiksvið Kristins í Pepsi-deildinni í sumar. Hann spilaði þar 11 leiki, skoraði þar bæði mörkin sín og gaf 8 af 9 stoðsendingum sínum. Kristinn var með 7,0 í meðaleinkunn í leikjum Blika í Kópavoginum þar sem hann var hreinlega óstöðvandi í hlaupum sínum upp vinstri vænginn. Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var allt í öllu í sóknarleik nýliða Leiknis og stóð sig mjög vel á sínu fyrsta ári í Pepsi-deildinni. Hilmar Árni gaf sína áttundu stoðsendingu á móti Fjölni í 19. umferð og var einn á toppnum þar til að Kristinn jafnaði hann í 21. umferð. Kristinn tók síðan titilinn með því að gefa stoðsendingu á fimmtu mínútu í uppbótartíma í sigri Blika á Fjölni í lokaumferðinni. Með því að gefa átta stoðsendingar þá átti Hilmar Árni stoðsendinguna á bak við 40 prósent marka Leiknisliðsins í sumar en alls kom hann með beinum hætti að 16 af 20 mörkum Leiknis í sumar. Kristinn og Hilmar Árni fóru ólíkt að við að gefa stoðsendingar sínar. Allar níu stoðsendingar Kristins komu í opnum leik en Hilmar Árni gaf sex af átta stoðsendingum sínum beint úr hornspyrnum.Þrír komu að tólf mörkum Þrír leikmenn slá þeim Kristni og Hilmari þó við þegar kemur að því að taka þátt í undirbúningi marka en þar eru taldar saman stoðsendingar og sendingar sem eiga stóran þátt í undirbúningi marka án þess að vera síðasta sending. Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson og FH-ingarnir Atli Guðnason og Þórarinn Ingi Valdimarsson komu þannig að undirbúningi tólf marka sinna liða í sumar en Kristinn, Hilmar Árni og Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson voru þar allir einu marki á eftir.fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið. 8. október 2015 06:45 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið. 8. október 2015 06:45
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann