Lagadeildin lokuð? Ólafur Stephensen skrifar 9. október 2015 09:52 Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun