Stefán Logi Magnússon skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KR.
Stefán kom til KR fyrir tímabilið 2014 en hann lék áður með liðinu á árunum 2007-09. Stefán lék 19 leiki með KR í sumar en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar og komst í bikarúrslit þar sem það tapaði 2-0 fyrir Val.
Stefán hefur alls leikið 82 leiki fyrir KR í efstu deild. Hann varð bikarmeistari með Vesturbæjarliðinu 2008 og 2014.
Þetta eru ekki einu góðu fréttirnir sem stuðningsmenn KR hafa fengið því fyrr í dag skrifaði Indriði Sigurðsson undir tveggja ára samning við félagið. Þá gaf Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, það út að framherjinn Gary Martin yrði áfram í herbúðum liðsins.
Stefán Logi áfram hjá KR til 2017

Tengdar fréttir

Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt
Gary Martin verður áfram í herbúðum KR á næsta tímabili. Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag.

Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár
Miðvörðurinn er kominn heim og veit að hann þarf að gera hlutina almennilega til að standa sig í Pepsi-deildinni.

Indriði kominn heim í KR
Fyrrverandi landsliðsmaðurinn yfirgefur Viking í Noregi og spilar í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Bjarni: Indriði er KR-ingur og við viljum hafa KR-inga í liðinu
Þjálfari KR er virkilega ánægður með að fá Indriða Sigurðsson heim í Vesturbæinn.