Að sveigja leikreglurnar Stjórnarmaðurinn skrifar 30. september 2015 07:00 Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira