Hvaðan flýr fólk Toshiki Toma skrifar 24. september 2015 11:15 Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar