Hvaðan flýr fólk Toshiki Toma skrifar 24. september 2015 11:15 Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar