Íslenski boltinn

Beitir: Vil spila í Pepsi-deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Beitir Ólafsson spyrnir frá marki HK.
Beitir Ólafsson spyrnir frá marki HK. vísir/ernir
Beitir Ólafsson, markvörður HK í 1. deild karla, verður líklega ekki áfram hjá félaginu, en hann vill spreyta sig í Pepsi-deildinni.

Samningur Beitis rennur út í október, en hann hefur varið mark uppeldisfélags síns síðan 2012 og aðeins misst af tveimur leikjum.

„Það væri nú alveg gaman að kíkja eitthvað aðeins hærra og fara í meira krefjandi umhverfi,“ segir Beitir, sem hefur verið einn besti markvörður 1. deildar undanfarin ár.

Beitir, sem er bróðir Finns Ólafssonar, leikmanns Víkings, spilaði með Ými í 3. deildinni 2011 en fékk svo markvarðastöðuna hjá HK þegar liðið féll niður í 2. deild 2011.

Hann fór með liðinu upp um deild 2012 og hefur spilað undanfarnar þrjár leiktíðir með HK í næst efstu deild.

„Mér hefur alltaf langað til að eiga tímabil að baki í Pepsi-deildinni og það væri gaman að fá að spreyta sig þar. Ég held að ég sé alveg nógu góður fyrir efstu deildina ef maður fær rétta rétta þjálfun,“ segir Beitir Ólafsson.

Beitir fékk á sig 33 mörk í 21 leik í sumar og aðeins 28 mörk í 21 leik á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×