Vilhjálmur Bjarnason átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 15:40 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það. Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það.
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira