Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 0-0 | Bragðdauft jafntefli á Skaganum Tryggvi Páll Tryggvason á Norðurálsvellinum skrifar 13. september 2015 19:00 Ásgeir Marteinsson skoraði mark ÍA í fyrri leik liðanna. vísir/valli KR-ingar töpuðu dýrmætum stigum í titilbaráttunni þegar þeir gerðu jafntefli við Skagamenn sem eru líklega sáttir, enda nældu þeir sér í gott og gilt stig í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári. Það segir allt sem segja þarf um þennan leik að úrslit annarra leikja höfðu meira að segja um þýðingu úrslita þessa leiks en úrslit leiksins sjálfs. FH-ingar stigu stórt skref að titlinum á kostnað KR í kvöld á meðan Keflavík féll og Leiknir tapaði stigum sem þýðir að Skagamenn ættu að halda sér uppi. Eins og við var að búast réðu KR-ingar ferðinni allan leikinn en ÍA-menn voru ávallt skeinuhættir í skyndisóknum. Í rúmar 93 mínútum skorti báðum liðum þó hinn fræga herslumun enda komust liðin, sérstaklega KR-ingar, ítrekað í ákjósanlegar stöður til þess að skora en síðasta sending eða skot brugðust ávallt. Stefán Logi Magnússon átti þægilegan leik á meðan Árni Snær þurftu einungis einu sinni að taka á honum stóra sínum þegar Almarr Ormarsson nýtti ekki besta færi KR á 20. mínútu. Boltinn datt fyrir hann í teignum og hnitmiðað skot hans virtist stefna í netið áður en að krumlurnar á Árna Snæ náðu til boltans. Þetta var saga leiksins, Árni Snær var ávallt skrefi á undan sóknarmönnum KR og greip vel inn í sóknarleik KR með úthugsuð úthlaupum sínum aftur og aftur. Skagamenn fengu sitt besta færi á 69. mínútu þegar Garðar Bergmann Gunnlaugsson fékk óskabolta inn í teiginn. Hann reis hæst allra en skalli hans úr markteignum var undarlega máttlítill og beint á Stefán í markinu. KR-ingar freistuðu þess að ná sigurmarkinu í lokin en ítrekar tilraunir þeirra strönduðu á varnarvegg Skagamanna og niðurstaðan því ansi hreint bragðdauft jafntefli í þessum fornfræga slag sem mætti segja að megi muna sin fífil fegurri.Bjarni: „Þetta er orðið ansi langsótt núna“ „Við vildum þrjú stig,“ sagði vonsvikinn þjálfari KR-inga Bjarni Guðjónsson eftir leikinn og játaði hann sig sigraðan í baráttunni um titilinn. Bjarna fannst KR-ingar þó spila ágætlega hér í kvöld. „Við stýrðum leiknum frá fyrstu mínútu. Við sköpum okkur nokkur fín færi og það er kannski asnalegt að segja það en spilamennskan liðsins var fín. Við héltum boltanum vel og það sem vantaði var þetta eina mark, hefði það dottið inn hefðum við fengið allt annan leik í kjölfarið.“ Athygli vakti að Sören Frederiksen, sóknarmaður KR-inga hóf leikinn í vinstri bakverði. Danski leikmaðurinn stóð sig með ágætum og var ef til vill skeinuhættasti sóknarmaður KR-inga í leiknum. Bjarni útskýrði hugsunina á bak við það að spila honum svona úr stöðu. „Gunnar Þór var meiddur og hinn vinstri bakvörðurinn okkar er á Ólafsvík. Við erum ekki með mikla dýpt í þessari stöðu. Sören getur leyst nánast hvaða stöðu sem er á vellinum og mér fannst hann leysa verkefni sitt í kvöld bara mjög vel.“ Eftir sigur FH-inga í umferðinni játaði hann sig sigraðan í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er orðið ansi langsótt núna, þrír leikir og átta stiga munur upp í FH. Við þurfum þó að halda haus og klára tímabilið með sæmd. Við spilum upp á okkar framtíð og þurfum að enda eins ofarlega og við getum. Evrópusæti er algjör grunnkrafa fyrir okkar en við viljum komast að minnta kosti einu sæti ofar.“Gunnlaugur: Þrjú stig til þess að vera öruggir frá falli. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna var temmilega sáttur með sína menn en sagði það af og frá að liðið hefði losað sig úr baráttunni við falldrauginn. „Þetta er betra en ekki neitt en við þurfum einn sigur í sarpinn og það verður bara keyrt á hann í næstu umferð í Keflavík,“ en Gunnlaugur býst við að Keflavík muni selja sig dýrt í næsta leik. „Þeir eru fallnir og þá er kannski enn þá vandameira að fara til Keflavíkur enda verður pressan farinn af þeim. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir það og það munum við gera. Við ætlum að fara suður með sjó og ná í þessi þrjú stig, þá getum við kannski talað um við séum öruggir.“ Árni Snær Ólafsson, markvörður Skagamanna var að öllum ólastaður besti maður vallarsins í kvöld og var öruggur í flestum sínum aðgerðum. Gunnlaugur var ánægður með markmaninn sinn í dag, sem og varnarleik liðsins. „Árni Snær var frábær í dag og sópaði upp afgöngum frá vörninni mjög vel. Við gáfum kannski full mikið af færum á okkur í fyrri hálfleik. Hann spilaði frábærlega og vörnin var einnig frábær þrátt fyrir að þeir hafi stjórnað leiknum eins og við var að búast.“ Gunnlaugur þekkir vel til beggja liða og margoft tekið þátt í þessum fornfræga slag á milli þessara liða. Það var því tilvalið að spyrja hann út í hvað hefði breyst frá því að hann var inni á vellinum. „Staða liðanna hefur breyst, það er á hreinu. Hún er ekki sú sama og hún kannski þegar ég var upp á mitt besta. Það er samt alltaf mikil saga á milli þessara liða og það var hart barist í dag.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
KR-ingar töpuðu dýrmætum stigum í titilbaráttunni þegar þeir gerðu jafntefli við Skagamenn sem eru líklega sáttir, enda nældu þeir sér í gott og gilt stig í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári. Það segir allt sem segja þarf um þennan leik að úrslit annarra leikja höfðu meira að segja um þýðingu úrslita þessa leiks en úrslit leiksins sjálfs. FH-ingar stigu stórt skref að titlinum á kostnað KR í kvöld á meðan Keflavík féll og Leiknir tapaði stigum sem þýðir að Skagamenn ættu að halda sér uppi. Eins og við var að búast réðu KR-ingar ferðinni allan leikinn en ÍA-menn voru ávallt skeinuhættir í skyndisóknum. Í rúmar 93 mínútum skorti báðum liðum þó hinn fræga herslumun enda komust liðin, sérstaklega KR-ingar, ítrekað í ákjósanlegar stöður til þess að skora en síðasta sending eða skot brugðust ávallt. Stefán Logi Magnússon átti þægilegan leik á meðan Árni Snær þurftu einungis einu sinni að taka á honum stóra sínum þegar Almarr Ormarsson nýtti ekki besta færi KR á 20. mínútu. Boltinn datt fyrir hann í teignum og hnitmiðað skot hans virtist stefna í netið áður en að krumlurnar á Árna Snæ náðu til boltans. Þetta var saga leiksins, Árni Snær var ávallt skrefi á undan sóknarmönnum KR og greip vel inn í sóknarleik KR með úthugsuð úthlaupum sínum aftur og aftur. Skagamenn fengu sitt besta færi á 69. mínútu þegar Garðar Bergmann Gunnlaugsson fékk óskabolta inn í teiginn. Hann reis hæst allra en skalli hans úr markteignum var undarlega máttlítill og beint á Stefán í markinu. KR-ingar freistuðu þess að ná sigurmarkinu í lokin en ítrekar tilraunir þeirra strönduðu á varnarvegg Skagamanna og niðurstaðan því ansi hreint bragðdauft jafntefli í þessum fornfræga slag sem mætti segja að megi muna sin fífil fegurri.Bjarni: „Þetta er orðið ansi langsótt núna“ „Við vildum þrjú stig,“ sagði vonsvikinn þjálfari KR-inga Bjarni Guðjónsson eftir leikinn og játaði hann sig sigraðan í baráttunni um titilinn. Bjarna fannst KR-ingar þó spila ágætlega hér í kvöld. „Við stýrðum leiknum frá fyrstu mínútu. Við sköpum okkur nokkur fín færi og það er kannski asnalegt að segja það en spilamennskan liðsins var fín. Við héltum boltanum vel og það sem vantaði var þetta eina mark, hefði það dottið inn hefðum við fengið allt annan leik í kjölfarið.“ Athygli vakti að Sören Frederiksen, sóknarmaður KR-inga hóf leikinn í vinstri bakverði. Danski leikmaðurinn stóð sig með ágætum og var ef til vill skeinuhættasti sóknarmaður KR-inga í leiknum. Bjarni útskýrði hugsunina á bak við það að spila honum svona úr stöðu. „Gunnar Þór var meiddur og hinn vinstri bakvörðurinn okkar er á Ólafsvík. Við erum ekki með mikla dýpt í þessari stöðu. Sören getur leyst nánast hvaða stöðu sem er á vellinum og mér fannst hann leysa verkefni sitt í kvöld bara mjög vel.“ Eftir sigur FH-inga í umferðinni játaði hann sig sigraðan í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er orðið ansi langsótt núna, þrír leikir og átta stiga munur upp í FH. Við þurfum þó að halda haus og klára tímabilið með sæmd. Við spilum upp á okkar framtíð og þurfum að enda eins ofarlega og við getum. Evrópusæti er algjör grunnkrafa fyrir okkar en við viljum komast að minnta kosti einu sæti ofar.“Gunnlaugur: Þrjú stig til þess að vera öruggir frá falli. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna var temmilega sáttur með sína menn en sagði það af og frá að liðið hefði losað sig úr baráttunni við falldrauginn. „Þetta er betra en ekki neitt en við þurfum einn sigur í sarpinn og það verður bara keyrt á hann í næstu umferð í Keflavík,“ en Gunnlaugur býst við að Keflavík muni selja sig dýrt í næsta leik. „Þeir eru fallnir og þá er kannski enn þá vandameira að fara til Keflavíkur enda verður pressan farinn af þeim. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir það og það munum við gera. Við ætlum að fara suður með sjó og ná í þessi þrjú stig, þá getum við kannski talað um við séum öruggir.“ Árni Snær Ólafsson, markvörður Skagamanna var að öllum ólastaður besti maður vallarsins í kvöld og var öruggur í flestum sínum aðgerðum. Gunnlaugur var ánægður með markmaninn sinn í dag, sem og varnarleik liðsins. „Árni Snær var frábær í dag og sópaði upp afgöngum frá vörninni mjög vel. Við gáfum kannski full mikið af færum á okkur í fyrri hálfleik. Hann spilaði frábærlega og vörnin var einnig frábær þrátt fyrir að þeir hafi stjórnað leiknum eins og við var að búast.“ Gunnlaugur þekkir vel til beggja liða og margoft tekið þátt í þessum fornfræga slag á milli þessara liða. Það var því tilvalið að spyrja hann út í hvað hefði breyst frá því að hann var inni á vellinum. „Staða liðanna hefur breyst, það er á hreinu. Hún er ekki sú sama og hún kannski þegar ég var upp á mitt besta. Það er samt alltaf mikil saga á milli þessara liða og það var hart barist í dag.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira