Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2015 20:15 Guðjón Árni í leik gegn KR fyrr í sumar. Vísir/Pjetur Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag og segir Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, að það sé margt sem hafi farið úrskeðis í sumar. Guðjón Árni stefnir á að spila í þrjú ár í viðbót þrátt fyrir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í sumar. Keflavík tapaði í dag fyrir Val, 3-2, og féll þar með endanlega úr Pepsi-deild karla. Guðjón Árni segir að ýmislegt hafi mátt betur fara en að stjórnarkosning í vetur hafi ekki haft áhrif á leikmannahóp liðsins. „Þetta er búið að hanga yfir okkur lengi og við ætluðum að njóta þess að spila fótbolta í síðustu umferðunum. Það gekk að hluta til upp í kvöld en niðurstaðan engu að síður tap.“ Hann segir að sumarið hafi verið erfitt og að það sé ekki hægt að lýsa því nánar. „Það er bara svo margt sem hægt er að týna til og hægt að finna endalausar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór.“ Keflavík var ekki spáð falli í vor en Guðjón Árni segist ekki hafa verið svo öruggur með sig og sitt lið í upphafi móts. „Það var bras á okkur í vetur og pínu værð yfir okkur - allt of mikil værð. Við mættum ekki klárir í mótið. Við ætluðum ekki að örvænta en svo varð það alltaf erfiðara og erfiðara að fara upp þessa brekku.“ Það var rætt um óeiningu innan félagsins í kjölfar stjórnarkosningar í knattspyrnudeildinni og að það hafi haft áhrif á leikmannahópinn. Guðjón Árni segir að það sé ekki rétt. „Það hefur verið nokkuð létt yfir þessu miðað við allt. Það fór fram stjórnarkosning en það kom leikmönnum ekkert við. Hvert félag þarf að ganga í gegnum slíkt.“ Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik í kvöld var góð en það var ekki nóg. „Við áttum séns á að jafna í lokin en það gekk ekki. Við spiluðum ágætlega en eins og svo oft áður þá náðum við ekki að dekka menn í teignum. Það varð okkur að falli í dag.“ Guðjón Árni fékk höfuðhögg í sumar og var því nokkuð frá. Hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli undanfarin ár en segist eiga nóg eftir. „Mér hefur ekki liðið jafn vel í þrjú ár. Ég fékk enn eina greininguna um að þetta væri ekki hættulegt, þrátt fyrir að ég hafi fengið svima.“ „Ég mátti ekki taka neinar áhættur sem og ég gerði. En það er erfitt að spila fótbolta án þess að taka áhættu en þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég á þrjú ár inni,“ sagði hann og brosti. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason segir að það kemur í ljós í lok tímabilsins hvort hann verði áfram í þjálfarateymi félagsins. Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:41 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag og segir Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, að það sé margt sem hafi farið úrskeðis í sumar. Guðjón Árni stefnir á að spila í þrjú ár í viðbót þrátt fyrir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í sumar. Keflavík tapaði í dag fyrir Val, 3-2, og féll þar með endanlega úr Pepsi-deild karla. Guðjón Árni segir að ýmislegt hafi mátt betur fara en að stjórnarkosning í vetur hafi ekki haft áhrif á leikmannahóp liðsins. „Þetta er búið að hanga yfir okkur lengi og við ætluðum að njóta þess að spila fótbolta í síðustu umferðunum. Það gekk að hluta til upp í kvöld en niðurstaðan engu að síður tap.“ Hann segir að sumarið hafi verið erfitt og að það sé ekki hægt að lýsa því nánar. „Það er bara svo margt sem hægt er að týna til og hægt að finna endalausar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór.“ Keflavík var ekki spáð falli í vor en Guðjón Árni segist ekki hafa verið svo öruggur með sig og sitt lið í upphafi móts. „Það var bras á okkur í vetur og pínu værð yfir okkur - allt of mikil værð. Við mættum ekki klárir í mótið. Við ætluðum ekki að örvænta en svo varð það alltaf erfiðara og erfiðara að fara upp þessa brekku.“ Það var rætt um óeiningu innan félagsins í kjölfar stjórnarkosningar í knattspyrnudeildinni og að það hafi haft áhrif á leikmannahópinn. Guðjón Árni segir að það sé ekki rétt. „Það hefur verið nokkuð létt yfir þessu miðað við allt. Það fór fram stjórnarkosning en það kom leikmönnum ekkert við. Hvert félag þarf að ganga í gegnum slíkt.“ Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik í kvöld var góð en það var ekki nóg. „Við áttum séns á að jafna í lokin en það gekk ekki. Við spiluðum ágætlega en eins og svo oft áður þá náðum við ekki að dekka menn í teignum. Það varð okkur að falli í dag.“ Guðjón Árni fékk höfuðhögg í sumar og var því nokkuð frá. Hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli undanfarin ár en segist eiga nóg eftir. „Mér hefur ekki liðið jafn vel í þrjú ár. Ég fékk enn eina greininguna um að þetta væri ekki hættulegt, þrátt fyrir að ég hafi fengið svima.“ „Ég mátti ekki taka neinar áhættur sem og ég gerði. En það er erfitt að spila fótbolta án þess að taka áhættu en þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég á þrjú ár inni,“ sagði hann og brosti.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason segir að það kemur í ljós í lok tímabilsins hvort hann verði áfram í þjálfarateymi félagsins. Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:41 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason segir að það kemur í ljós í lok tímabilsins hvort hann verði áfram í þjálfarateymi félagsins. Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:41
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45