Eigum fullt erindi í þessa deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 08:00 Finnur Ingi er kominn aftur á Nesið. mynd/grótta Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira