Eigum fullt erindi í þessa deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 08:00 Finnur Ingi er kominn aftur á Nesið. mynd/grótta Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sjá meira
Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sjá meira