Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2015 10:51 Grímur Atlason framkvæmdastjóri birti nú rétt í þessu harðorðan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann beinir sjónum sínum að velferðarkerfi Reykjavíkurborgar; sem hann segir úrræðalaust bákn sem snýst fyrst og fremst um að viðhalda sjálfu sér.19 milljarðar svo gott sem í vaskinn„Það skortir verulega á úrræði í Reykjavík og einstaklingar festast í úrræðaleysi kerfisins. Eins sorglegt og það hljómar mætti vel losa verulegan fjölda stöðugilda á skrifstofum báknsins án þess að þjónustan myndi versna. Það fara allt of miklir peningar í fólk við skrifborð sem gerir ósköp lítið annað en að skrifa fólk niður á biðlista. Andleysi, máttleysi og úrræðaleysi einkennir því miður allt of margar „þjónustumiðstöðvar“ þessa kerfis. Það kostar þannig 3 milljarða á ári að reka skrifstofurnar og ráðin. Kerfi innan kerfisins sem viðheldur sjálfu sér.“ Grímur talar af reynslu og greinir frá því að hann hafi starfað í þessu kerfi og þekki það því vel. „Ég er dag aðstandandi notenda þess og þarf því að tala við kerfið oft á ári. Það mætti nota þessa 19 milljarða sem velferðarsviðið kostar (utan málefna fatlaðra) svo miklu, miklu betur. Báknið þarf ekki að stækka og stækka endalaust og án tilgangs.“Af aumingjavæðingu og öðru fólkiMikil umræða um velferðarkerfið í Reykjavík hefur sprottið upp í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Björk Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, en orð Bjarkar reyndust umdeild. Hún sagði að skera þyrfti þetta kerfi upp og nálgast út frá öðru sjónarhorni; þar væri gert út á „veikleikavæðingu“. Það vanti hvata til að fara út á vinnumarkaðinn og fólk festist í bótakerfinu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu, og formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýndi orð Bjarkar og sagði það liggja fyrir, samkvæmt öllum rannsóknum, að sterkt velferðarkerfi væri vænlegast til árangurs með það fyrir augum að virkja fólk til atvinnuþátttöku. Orð Bjarkar hafa verið lögð upp sem svo að þau séu á pari við gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem sagt hefur að stefna Samfylkingarinnar sé einmitt þessi, að vilja bótavæða samfélagið.Vandamálum annarra sveitarfélaga ýtt yfir til ReykjavíkurGrímur segir Björk hafa bent á galla í velferðarkerfi Reykjavíkurborgar, hann sé ekki sammála framsetningunni en það liggi hins vegar fyrir að kerfið virki ekki. „Ég held að það stafi fyrst og fremst af stjórnlausri uppbyggingu skrifstofubákns sem kallast Félagsþjónusta Reykjavíkur - reyndar Velferðarsvið í dag (held ég). Það þarf samt að koma fram, áður en Kjartan, Áslaug, Halldór og co. [borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks] hrópa heyr heyr!, að sveitarfélögin í kringum Reykjavík (að Hafnarfirði undanskildum) hafa um langt árabil bolað flestum „frávikum“ og „vandamálum“ innan þeirra yfir til Reykjavíkur. Seltjarnarnes og Garðabær eru eins langt frá því og hugsast getur að kallast fyrirmyndarsveitarfélög. Þannig þarf Reykjavíkurborg að sinna mun erfiðari verkefnum og stærri en öll önnur sveitarfélög á Íslandi til samans.“Jæja ég ætla að vera svolítið hvass og ekki pólitískt korrekt. Björk Vilhelmsdóttir benti á galla í velferðarkerfi...Posted by Grímur Atlason on 14. september 2015 Alþingi Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Grímur Atlason framkvæmdastjóri birti nú rétt í þessu harðorðan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann beinir sjónum sínum að velferðarkerfi Reykjavíkurborgar; sem hann segir úrræðalaust bákn sem snýst fyrst og fremst um að viðhalda sjálfu sér.19 milljarðar svo gott sem í vaskinn„Það skortir verulega á úrræði í Reykjavík og einstaklingar festast í úrræðaleysi kerfisins. Eins sorglegt og það hljómar mætti vel losa verulegan fjölda stöðugilda á skrifstofum báknsins án þess að þjónustan myndi versna. Það fara allt of miklir peningar í fólk við skrifborð sem gerir ósköp lítið annað en að skrifa fólk niður á biðlista. Andleysi, máttleysi og úrræðaleysi einkennir því miður allt of margar „þjónustumiðstöðvar“ þessa kerfis. Það kostar þannig 3 milljarða á ári að reka skrifstofurnar og ráðin. Kerfi innan kerfisins sem viðheldur sjálfu sér.“ Grímur talar af reynslu og greinir frá því að hann hafi starfað í þessu kerfi og þekki það því vel. „Ég er dag aðstandandi notenda þess og þarf því að tala við kerfið oft á ári. Það mætti nota þessa 19 milljarða sem velferðarsviðið kostar (utan málefna fatlaðra) svo miklu, miklu betur. Báknið þarf ekki að stækka og stækka endalaust og án tilgangs.“Af aumingjavæðingu og öðru fólkiMikil umræða um velferðarkerfið í Reykjavík hefur sprottið upp í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Björk Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, en orð Bjarkar reyndust umdeild. Hún sagði að skera þyrfti þetta kerfi upp og nálgast út frá öðru sjónarhorni; þar væri gert út á „veikleikavæðingu“. Það vanti hvata til að fara út á vinnumarkaðinn og fólk festist í bótakerfinu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu, og formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýndi orð Bjarkar og sagði það liggja fyrir, samkvæmt öllum rannsóknum, að sterkt velferðarkerfi væri vænlegast til árangurs með það fyrir augum að virkja fólk til atvinnuþátttöku. Orð Bjarkar hafa verið lögð upp sem svo að þau séu á pari við gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem sagt hefur að stefna Samfylkingarinnar sé einmitt þessi, að vilja bótavæða samfélagið.Vandamálum annarra sveitarfélaga ýtt yfir til ReykjavíkurGrímur segir Björk hafa bent á galla í velferðarkerfi Reykjavíkurborgar, hann sé ekki sammála framsetningunni en það liggi hins vegar fyrir að kerfið virki ekki. „Ég held að það stafi fyrst og fremst af stjórnlausri uppbyggingu skrifstofubákns sem kallast Félagsþjónusta Reykjavíkur - reyndar Velferðarsvið í dag (held ég). Það þarf samt að koma fram, áður en Kjartan, Áslaug, Halldór og co. [borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks] hrópa heyr heyr!, að sveitarfélögin í kringum Reykjavík (að Hafnarfirði undanskildum) hafa um langt árabil bolað flestum „frávikum“ og „vandamálum“ innan þeirra yfir til Reykjavíkur. Seltjarnarnes og Garðabær eru eins langt frá því og hugsast getur að kallast fyrirmyndarsveitarfélög. Þannig þarf Reykjavíkurborg að sinna mun erfiðari verkefnum og stærri en öll önnur sveitarfélög á Íslandi til samans.“Jæja ég ætla að vera svolítið hvass og ekki pólitískt korrekt. Björk Vilhelmsdóttir benti á galla í velferðarkerfi...Posted by Grímur Atlason on 14. september 2015
Alþingi Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00