Þingmaður Pírata gagnrýnir samkomulag rétthafa og fjarskiptafyrirtækja Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2015 12:23 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00