FTT undrast afstöðu Pírata gagnvart höfundarréttinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 23:30 Félag tónskálda og textahöfunda er ekki sátt við afstöðu þingmanna Pírata gagnvart höfundarréttinum. Vísir Félag tónskálda og textahöfunda gagnrýnir þingmenn Pírata, Helga Hrafn Gunnarsson og Birgittu Jónsdóttur, í færslu á Facebook sem birtist fyrr í kvöld. Segir þar að afstaða þingmanna gagnvart höfundarrétti sé undarleg í ljósi þess að foreldrar þeirra hafi framfleytt fjölskyldum sínum á höfundarréttargreiðslum. „Höfundarrétturinn var og er forsenda þess að Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns, gat um árabil framfleytt sér og fjölskyldu sinni með störfum sínum við hljóðritanir á helstu listamönnum landsins. Höfundarrétturinn var sömuleiðis forsenda þess að Bergþóru Árnadóttur, móður Birgittu Jónsdóttur, gafst kostur á að hljóðrita sín verk og hafa af þeim tekjur, bæði af hljómplötusölu og af STEF-gjöldum vegna útvarpsflutnings og spilunar á opinberum stöðvum.“Helgi Hrafn gagnrýndi í dag á þingi þær aðgerðir sem höfundarréttafélögin STEF, SFH, SÍK og FRÍSK hafa ráðist í í samstarfi við fjarskiptafélög vegna framkvæmdar á lögbanni á skráarskiptasíðurnar Deildu og The Pirate Bay.Ítrekaðar atlögur Pírata að höfundarréttinum Í færslu Félags tónskálda og textahöfunda segir að Píratar leggi ítrekað til atlögu gagnvart höfundarréttinum og að ekkert þýði að rökræða við Pírata um þessi mál. „Írekaðar atlögur Pírata að rétti höfunda til að takmarka gjaldfrjálsan aðgang að verkum sínum, virðast réttlættar með því grundvallarviðhorfi Píratanna að þær leikreglur sem almennt gilda í mannheimum, skuli alls ekki gilda í netheimum! Að draga slíkar skýringar í efa með rökræðum við Pírata er álíka vonlítið og að ætla sér að rökræða við Múhameðstrúarmenn um tilvist hinna óspjölluðu, meintu verðlaunameyja í sæluríkinu eina í himinhvolfunum.“Það er afar undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að tveir af þeim þremur fulltrúum sem Píratar eiga á Alþingi, skuli í...Posted by Félag tónskálda og textahöfunda on Wednesday, 16 September 2015 Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Félag tónskálda og textahöfunda gagnrýnir þingmenn Pírata, Helga Hrafn Gunnarsson og Birgittu Jónsdóttur, í færslu á Facebook sem birtist fyrr í kvöld. Segir þar að afstaða þingmanna gagnvart höfundarrétti sé undarleg í ljósi þess að foreldrar þeirra hafi framfleytt fjölskyldum sínum á höfundarréttargreiðslum. „Höfundarrétturinn var og er forsenda þess að Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns, gat um árabil framfleytt sér og fjölskyldu sinni með störfum sínum við hljóðritanir á helstu listamönnum landsins. Höfundarrétturinn var sömuleiðis forsenda þess að Bergþóru Árnadóttur, móður Birgittu Jónsdóttur, gafst kostur á að hljóðrita sín verk og hafa af þeim tekjur, bæði af hljómplötusölu og af STEF-gjöldum vegna útvarpsflutnings og spilunar á opinberum stöðvum.“Helgi Hrafn gagnrýndi í dag á þingi þær aðgerðir sem höfundarréttafélögin STEF, SFH, SÍK og FRÍSK hafa ráðist í í samstarfi við fjarskiptafélög vegna framkvæmdar á lögbanni á skráarskiptasíðurnar Deildu og The Pirate Bay.Ítrekaðar atlögur Pírata að höfundarréttinum Í færslu Félags tónskálda og textahöfunda segir að Píratar leggi ítrekað til atlögu gagnvart höfundarréttinum og að ekkert þýði að rökræða við Pírata um þessi mál. „Írekaðar atlögur Pírata að rétti höfunda til að takmarka gjaldfrjálsan aðgang að verkum sínum, virðast réttlættar með því grundvallarviðhorfi Píratanna að þær leikreglur sem almennt gilda í mannheimum, skuli alls ekki gilda í netheimum! Að draga slíkar skýringar í efa með rökræðum við Pírata er álíka vonlítið og að ætla sér að rökræða við Múhameðstrúarmenn um tilvist hinna óspjölluðu, meintu verðlaunameyja í sæluríkinu eina í himinhvolfunum.“Það er afar undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að tveir af þeim þremur fulltrúum sem Píratar eiga á Alþingi, skuli í...Posted by Félag tónskálda og textahöfunda on Wednesday, 16 September 2015
Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00