Mjótt er á munum milli vinstriflokksins Syriza og hægriflokksins Nýs lýðræðis í tveimur skoðanakönnunum sem birtar voru í Grikklandi í dag.
Grikkir munu kjósa sér nýtt þing þann 30. september næstkomandi.
Í könnun Alco mælist Syriza með 25,3 prósent fylgi en Nýtt lýðræði 25 prósent. Í annarri könnun Metron mælist Syriza með 31,6 prósent og Nýtt lýðæði með 31,9 prósent.
Mjótt á munum milli Syriza og Nýs lýðræðis

Tengdar fréttir

Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði
Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn.