Samkvæmt Aftonbladet hefur IFK Göteborg, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, áhuga á Höskuldi Gunnlaugssyni, leikmanni Breiðabliks.
Göteborg býr sig undir mögulegt brotthvarf danska kantmannsins Sören Rieks í næsta félagaskiptaglugga en Höskuldur er einn af þeim sem gætu fyllt hans skarð.
„Ég ætla ekki að trufla Sören á þessari stundu en við munum ræða málin eftir að tímabilinu lýkur,“ sagði Fredrik Risp, umboðsmaður Rieks, í samtali við Aftonbladet.
Mats Gren, íþróttastjóri Göteborg, viðurkennir að félagið hafi augastað á Höskuldi en njósnari félagsins horfði á leiki U-21 árs landsliðsins fyrr í þessum mánuði þar sem Höskuldur var í eldlínunni.
„Við höfum fylgst með Höskuldi en hann er ekki sá eini sem við erum með í sigtinu. Þetta var gott tækifæri til að sjá tvo leiki með U-21 árs landsliðinu og einn með A-landsliðinu,“ sagði Gren við Aftonbladet.
Höskuldur fékk eldskírn sína í Pepsi-deildinni í fyrra og hefur svo slegið í gegn í ár. Höskuldur, sem er fæddur árið 1994, hefur skorað sex mörk í 17 deildarleikjum með Breiðabliki í sumar en liðið er í 2. sæti Pepsi-deildarinnar.
Þá hefur Höskuldur leikið fjóra leiki fyrir U-21 árs landsliðið og skorað tvö mörk.
IFK Göteborg hefur áhuga á Höskuldi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
