Zlatan bókaði heilt torg í Malmö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2015 14:30 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG drógust á móti æskufélagi Zlatans í Meistaradeildinni í ár og það er gríðarlegur áhugi fyrir leik liðanna í Malmö. Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Malmö í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Zlatan skoraði reyndar ekki sjálfur en lagði upp seinna markið. Liðin mætast ekki aftur fyrr en í 5. umferð í lok nóvember. Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur talað um það í viðtölum að í Malmö sé Zlatan Ibrahimovic eins og guð. Það vill því enginn alvöru knattspyrnuáhugamaður í borginni missa af þessum leik. Seinni leikurinn fer hinsvegar fram á Swedbank Stadion 25. nóvember næstkomandi en völlurinn tekur hinsvegar "bara" 21 þúsund manns í sæti. Zlatan Ibrahimovic spilaði með Malmö-liðinu frá 1999 til 2001 eða áður en hann fór suður til Evrópu til að spila með mörgum af frægustu fótboltafélögum heims. Zlatan er afar vinsæll í Malmö og það var löngu ljóst að félagið hefði getað selt miklu fleiri miða á umræddan leik. Zlatan Ibrahimovic ætlar að gera sitt til þess að sem flestir geti horft á leikinn. Zlatan tilkynnti á Instagram-síðu sinni að hann hafi bókað aðaltorg Malmö-borgar þar sem leikurinn verður sýndur á risastórum skjá. Zlatan lofaði líka fleiri óvæntum viðburðum í Malmö-borg þennan sama dag. I previously said that the game will be heard all over Malmö. Now I've also made sure that all of Malmö will be able to watch the game. I've booked the Main Square where the game on Nov. 25 will be broadcast live. All are welcome! More surprises await that day. I'm on my way ... A photo posted by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on Sep 18, 2015 at 2:26am PDT Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG drógust á móti æskufélagi Zlatans í Meistaradeildinni í ár og það er gríðarlegur áhugi fyrir leik liðanna í Malmö. Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Malmö í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Zlatan skoraði reyndar ekki sjálfur en lagði upp seinna markið. Liðin mætast ekki aftur fyrr en í 5. umferð í lok nóvember. Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur talað um það í viðtölum að í Malmö sé Zlatan Ibrahimovic eins og guð. Það vill því enginn alvöru knattspyrnuáhugamaður í borginni missa af þessum leik. Seinni leikurinn fer hinsvegar fram á Swedbank Stadion 25. nóvember næstkomandi en völlurinn tekur hinsvegar "bara" 21 þúsund manns í sæti. Zlatan Ibrahimovic spilaði með Malmö-liðinu frá 1999 til 2001 eða áður en hann fór suður til Evrópu til að spila með mörgum af frægustu fótboltafélögum heims. Zlatan er afar vinsæll í Malmö og það var löngu ljóst að félagið hefði getað selt miklu fleiri miða á umræddan leik. Zlatan Ibrahimovic ætlar að gera sitt til þess að sem flestir geti horft á leikinn. Zlatan tilkynnti á Instagram-síðu sinni að hann hafi bókað aðaltorg Malmö-borgar þar sem leikurinn verður sýndur á risastórum skjá. Zlatan lofaði líka fleiri óvæntum viðburðum í Malmö-borg þennan sama dag. I previously said that the game will be heard all over Malmö. Now I've also made sure that all of Malmö will be able to watch the game. I've booked the Main Square where the game on Nov. 25 will be broadcast live. All are welcome! More surprises await that day. I'm on my way ... A photo posted by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on Sep 18, 2015 at 2:26am PDT
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira