Taílenskir kadettar þurftu að brjóta snjallsíma sína Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 13:48 Hægt var að dæma alla símana ónothæfa eftir að þeir urðu múrsteinunum að bráð. myndir/úr myndbandinu Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni.
Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira