Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. september 2015 20:36 Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. Þau eiga sér þá ósk heitasta að hitta fjölskyldur sínar á ný.Hjónin Yousef og Nisreen komu til Íslands 29. janúar síðastliðinn. Þau eru kvótaflóttamenn og komu ásamt þrettán öðrum. Synir þeirra eru Mohammad Ali og Khaled. Yousef og Nisreen flúðu heimili sitt í stríðshrjáðu stórborginni Aleppo í janúar 2013. Í skugga nætur, þegar orrustuþotur vörpuðu sprengjum á borgaraleg skotmörk, flúði fjölskyldan og hélt í átt að landamærunum að Tyrklandi. Aðeins Yousef var með vegabréf. Það var á þessum tímapunkti sem bakarinn Yousef og húsmóðirinn Nisreen gerðust flóttafólk. „Tveggja klukkustunda akstur að landamærunum að Tyrklandi tók tíu klukkustundir þessa nótt. Sýrlenski flugherinn var að varpa sprengjum á borgina. Þetta var einfaldlega of hættulegt fyrir okkur. Nágrannar okkar og við flúðum um nóttina. Þetta er hættulegt og við óttuðumst um líf okkar og barnanna,“ segir Yousef. Hjónin sóttu um hæli í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar og Ísland svaraði kallinu. Í fyrstu hafi verið erfitt að aðlagast lífinu á Íslandi. „Auðvitað, af því að það er friður á Íslandi þá er lífið betra. Okkur gengur mjög vel. Við erum að aðlagast samfélaginu og það gengnur vel,“ segir Nisreen. Yousef og Nisreen tóku ekkert með sér frá Sýrlandi. Engar ljósmyndir, engin leikföng. Þau sögðu jafnframt skilið við fjölskyldur sínar. Nisreen segist sagna föðurs síns sem enn er í Aleppo. „Við styðjum Íslendinga í því að taka á móti fleiri Sýrlendingum. Staða þeirra er hræðileg. Það eru engin sjúkrahús. Enginn matur og fólkið sveltur.“ „Stríðinu lýkur ekki á næstunni. Miðað við fréttir frá Sýrlandi þá mun stríðið vara lengi. Þess vegna hvetjum við íslensk yfirvöld og öll evrópsk ríki til að rétta út hjálparhönd til sýrlensku þjóðarinnar og hjálpa þeim að flýja landið og upplifa frið.“ Flóttamenn Tengdar fréttir „Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45 Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. Þau eiga sér þá ósk heitasta að hitta fjölskyldur sínar á ný.Hjónin Yousef og Nisreen komu til Íslands 29. janúar síðastliðinn. Þau eru kvótaflóttamenn og komu ásamt þrettán öðrum. Synir þeirra eru Mohammad Ali og Khaled. Yousef og Nisreen flúðu heimili sitt í stríðshrjáðu stórborginni Aleppo í janúar 2013. Í skugga nætur, þegar orrustuþotur vörpuðu sprengjum á borgaraleg skotmörk, flúði fjölskyldan og hélt í átt að landamærunum að Tyrklandi. Aðeins Yousef var með vegabréf. Það var á þessum tímapunkti sem bakarinn Yousef og húsmóðirinn Nisreen gerðust flóttafólk. „Tveggja klukkustunda akstur að landamærunum að Tyrklandi tók tíu klukkustundir þessa nótt. Sýrlenski flugherinn var að varpa sprengjum á borgina. Þetta var einfaldlega of hættulegt fyrir okkur. Nágrannar okkar og við flúðum um nóttina. Þetta er hættulegt og við óttuðumst um líf okkar og barnanna,“ segir Yousef. Hjónin sóttu um hæli í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar og Ísland svaraði kallinu. Í fyrstu hafi verið erfitt að aðlagast lífinu á Íslandi. „Auðvitað, af því að það er friður á Íslandi þá er lífið betra. Okkur gengur mjög vel. Við erum að aðlagast samfélaginu og það gengnur vel,“ segir Nisreen. Yousef og Nisreen tóku ekkert með sér frá Sýrlandi. Engar ljósmyndir, engin leikföng. Þau sögðu jafnframt skilið við fjölskyldur sínar. Nisreen segist sagna föðurs síns sem enn er í Aleppo. „Við styðjum Íslendinga í því að taka á móti fleiri Sýrlendingum. Staða þeirra er hræðileg. Það eru engin sjúkrahús. Enginn matur og fólkið sveltur.“ „Stríðinu lýkur ekki á næstunni. Miðað við fréttir frá Sýrlandi þá mun stríðið vara lengi. Þess vegna hvetjum við íslensk yfirvöld og öll evrópsk ríki til að rétta út hjálparhönd til sýrlensku þjóðarinnar og hjálpa þeim að flýja landið og upplifa frið.“
Flóttamenn Tengdar fréttir „Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45 Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
„Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45
Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55
„Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir