Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. september 2015 20:36 Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. Þau eiga sér þá ósk heitasta að hitta fjölskyldur sínar á ný.Hjónin Yousef og Nisreen komu til Íslands 29. janúar síðastliðinn. Þau eru kvótaflóttamenn og komu ásamt þrettán öðrum. Synir þeirra eru Mohammad Ali og Khaled. Yousef og Nisreen flúðu heimili sitt í stríðshrjáðu stórborginni Aleppo í janúar 2013. Í skugga nætur, þegar orrustuþotur vörpuðu sprengjum á borgaraleg skotmörk, flúði fjölskyldan og hélt í átt að landamærunum að Tyrklandi. Aðeins Yousef var með vegabréf. Það var á þessum tímapunkti sem bakarinn Yousef og húsmóðirinn Nisreen gerðust flóttafólk. „Tveggja klukkustunda akstur að landamærunum að Tyrklandi tók tíu klukkustundir þessa nótt. Sýrlenski flugherinn var að varpa sprengjum á borgina. Þetta var einfaldlega of hættulegt fyrir okkur. Nágrannar okkar og við flúðum um nóttina. Þetta er hættulegt og við óttuðumst um líf okkar og barnanna,“ segir Yousef. Hjónin sóttu um hæli í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar og Ísland svaraði kallinu. Í fyrstu hafi verið erfitt að aðlagast lífinu á Íslandi. „Auðvitað, af því að það er friður á Íslandi þá er lífið betra. Okkur gengur mjög vel. Við erum að aðlagast samfélaginu og það gengnur vel,“ segir Nisreen. Yousef og Nisreen tóku ekkert með sér frá Sýrlandi. Engar ljósmyndir, engin leikföng. Þau sögðu jafnframt skilið við fjölskyldur sínar. Nisreen segist sagna föðurs síns sem enn er í Aleppo. „Við styðjum Íslendinga í því að taka á móti fleiri Sýrlendingum. Staða þeirra er hræðileg. Það eru engin sjúkrahús. Enginn matur og fólkið sveltur.“ „Stríðinu lýkur ekki á næstunni. Miðað við fréttir frá Sýrlandi þá mun stríðið vara lengi. Þess vegna hvetjum við íslensk yfirvöld og öll evrópsk ríki til að rétta út hjálparhönd til sýrlensku þjóðarinnar og hjálpa þeim að flýja landið og upplifa frið.“ Flóttamenn Tengdar fréttir „Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45 Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. Þau eiga sér þá ósk heitasta að hitta fjölskyldur sínar á ný.Hjónin Yousef og Nisreen komu til Íslands 29. janúar síðastliðinn. Þau eru kvótaflóttamenn og komu ásamt þrettán öðrum. Synir þeirra eru Mohammad Ali og Khaled. Yousef og Nisreen flúðu heimili sitt í stríðshrjáðu stórborginni Aleppo í janúar 2013. Í skugga nætur, þegar orrustuþotur vörpuðu sprengjum á borgaraleg skotmörk, flúði fjölskyldan og hélt í átt að landamærunum að Tyrklandi. Aðeins Yousef var með vegabréf. Það var á þessum tímapunkti sem bakarinn Yousef og húsmóðirinn Nisreen gerðust flóttafólk. „Tveggja klukkustunda akstur að landamærunum að Tyrklandi tók tíu klukkustundir þessa nótt. Sýrlenski flugherinn var að varpa sprengjum á borgina. Þetta var einfaldlega of hættulegt fyrir okkur. Nágrannar okkar og við flúðum um nóttina. Þetta er hættulegt og við óttuðumst um líf okkar og barnanna,“ segir Yousef. Hjónin sóttu um hæli í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar og Ísland svaraði kallinu. Í fyrstu hafi verið erfitt að aðlagast lífinu á Íslandi. „Auðvitað, af því að það er friður á Íslandi þá er lífið betra. Okkur gengur mjög vel. Við erum að aðlagast samfélaginu og það gengnur vel,“ segir Nisreen. Yousef og Nisreen tóku ekkert með sér frá Sýrlandi. Engar ljósmyndir, engin leikföng. Þau sögðu jafnframt skilið við fjölskyldur sínar. Nisreen segist sagna föðurs síns sem enn er í Aleppo. „Við styðjum Íslendinga í því að taka á móti fleiri Sýrlendingum. Staða þeirra er hræðileg. Það eru engin sjúkrahús. Enginn matur og fólkið sveltur.“ „Stríðinu lýkur ekki á næstunni. Miðað við fréttir frá Sýrlandi þá mun stríðið vara lengi. Þess vegna hvetjum við íslensk yfirvöld og öll evrópsk ríki til að rétta út hjálparhönd til sýrlensku þjóðarinnar og hjálpa þeim að flýja landið og upplifa frið.“
Flóttamenn Tengdar fréttir „Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45 Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
„Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45
Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55
„Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30