Erlent

Trump: Bandaríkin verða að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trump er ekki þekktur fyrir linkind í garð innflytjenda.
Trump er ekki þekktur fyrir linkind í garð innflytjenda. Vísir/Getty
Donald Trump, forsetaframbjóðandi,  segir að Bandaríkin þurfi að taka móti flóttamönnum frá mið-Austurlöndum og norður-Afríku. Honum líkar þó ekkert sérstaklega vel við það en segir að Sýrland sé helvíti á jörðu um þessar mundir og bregðast þurfi við vandanum.

Trump var í viðtali í sjónvarpsþættinum O'Reilly Factor og lét þessi ummæli falla þar. „Þetta er alvarlegt vandamál og við höfum ekki séð neitt þessu líkt síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Það hefur komið mér á óvart að Angela Merkel hafi leyft flóttamönnunum að flæða um Evrópu en þetta er risastórt vandamál og eitthvað þarf að gera í því,“ sagði Trump.

Bill O' Reilly þáttastjórnandi þáttarins spurði Trump því næst hvort hann væri á móti því flóttamönnum yrði hleypt til Bandaríkjanna. Trump svaraði því og sagði að ástandið í Sýrlandi væri helvíti á jörðu.

„Ég hata tilhugsunina um það en, á grundvelli mannúðar, verðum við einfaldlega að gera það. Íbúar í Sýrlandi búa í helvíti akkúrat núna, það er engin spurning um það.“ 

Skoðanir Trump á innflytjendamálum í Bandaríkjunum hafa vakið athygli en hann vill að Mexíkó greiði fyrir byggingu veggs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna til þess að stöðva ólöglega innflytjendur. Auðjöfurinn hyggst stórhækka gjöld sem Mexíkóar þurfa að greiða þegar þeir fara yfir landamærin og borga þannig upp vegginn ef mexíkóska ríkisstjórnin samþykkir ekki að borga vegginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×